Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 65

Læknablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 65
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÍÐORÐAPISTILL 149 Ný tegund rannsókna Lísbet Grímsdóttir, meinatæknir, sendi nýlega fyrir- spurn í tölvupósti vegna hugtaksins point of care testing sem hún sagði einnig nefnt near-patient testing. Lísbet tilgreindi tvö íslensk heiti sem fram hefðu komið, nándarrannsóknir og nærrannsóknir. Hugtakið point of care testing hefur undanfarin örfá ár verið mikið notað af framleiðendum lítilla mælitækja sem nota má nánast hvar sem vera skal. Tækin sem mest eru auglýst eru oft svo lítil að þau mætti nefna lófatæki. Þau eru ætluð til einfaldra mæl- inga á blóði eða öðrum sýnum á hverjum þeim stað þar sem heilbrigðisstarfsmaður og sjúklingur hittast. í auglýsingunum er gjarnan bent á að fjölda blóð- rannsókna megi gera við sjúkrabeðinn og fá svar á augabragði. Sömuleiðis er bent á þægindin við það að gera rannsóknir heima hjá sjúklingi og þurfa ekki að senda sýnið á sérhæfða rannsóknarstofu með tilsvar- andi bið eftir svari. Með prófun eða rannsókn á staðnum er hægt að taka augabragðsákvörðun um framhald meðferðar. Nærrannsóknir Point of care testing vísar í rannsókn eða prófun sem fram fer á þeim stað þar sem umönnun eða meðferð sjúklings á sér stað. Algengast er að um sé að ræða heimili sjúklings, göngudeildarherbergi eða sjúkra- stofu á deild, en vinnustaður og aðrir tímabundnir dvalarstaðir koma að sjálfsögðu einnig til álita. Undirrituðum fannst hvorugt heitanna, nándar- rannsóknir eða nærrannsóknir, gefa rétta hugmynd um það sem mestu máli skipti. Því var í upphafi lagt til að notast yrði við heitin rannsókn við sjúkrabeð eða heimarannsókn eins og við ætti í hvert sinn. Lísbet svaraði þeirri hugmynd að bragði með heitinu beð- próf. Aftur þumbaðist undirritaður við og þá einkum með þeirri röksemd að sjúklingur þyrfti alls ekki að vera á beði sínum eða í rúminu til þess að heitið point of care testing ætti við. Sömuleiðis fannst honum heit- ið prófun vísa í mjög einfalda athugun, mun einfald- ari en þær margvíslegu mælingar sem þessi litlu rann- sóknartæki ráða nú við. Hins vegar lagðist undirrit- aður ekki gegn því að heitið yrði tekið í notkun til reynslu, með þeirri von að annað betra kæmi fram. Vettvangsrannsókn Mikilvægt er að sem fyrst komi fram heiti sem heil- brigðisstarfsmenn og sjúklingar geta sætt sig við. Gera má ráð fyrir að rannsóknum af þessu tagi fari fjölgandi og að þær verði í auknum mæli teknar upp í heimaþjónustu við sjúklinga og í hvers konar heil- brigðisþjónustu utan stofnana. Við ritun pistilsins kom fram enn ein hugmyndin, vettvangsrannsókn. Orðið ber að túlka sem heiti á rannsókn sem fram fer á vettvangi, það er að segja á einhverjum af mörgum atburðastöðum hins daglega lífs. Samkvæmt íslenskri orðabók Máls og menningar táknar vett- vangur stað þar sem eitthvað geríst, mótsstað. Orð- sifjabókin tilgreinir að upphaflega merkingin hafi verið vígvöllur, staður þar sem barist er. Þetta sam- setta orð er talið dregið af nafnorðunum vétt, sem merkir bardagi eða víg, og vangur, sem merkir völlur. Það ætti ekki að valda misskilningi þó til sé orðið vettvangsskoðun, sem merkir það að skoða vettvang atburðar og aðstœður þar. Útvarðareitill Bryndís Óskarsdóttir, læknaritari, spurðist fyrir um samsetta enska heitið sentinel node biopsy, sem ekki er að finna í íðorðasafni lækna. Erfitt reyndist að finna heitið í öðrum læknisfræðiorðabókum, sem ef til vill bendir til að það sé að falla úr notkun. Hin mikla læknis- og líffræðiorðabók Wileys frá 1986 gaf þó eftirfarandi lýsingu: þreifanlegur eitill ofan við- beins, venjulega vinstra megin, sem inniheldur mein- varp frá illkynja œxli, oftast á djúplœgum og ógreind- um frumstað. Samheiti þessa eitils eru mörg, til dæmis signal node, Troisier’s nodc, Virchow’s node og Ewald’s node. Læknisfræðiorðabók Dorlands lýsir signal node á sambærilegan hátt, en tilgreinir einnig almenna lýsingu á sentinel node: fyrsti eitillinn sem tekur við afrennslifrá œxli; notaður til að greina hvort um sé að rœða sáningu frá vissum tegundum krabba- meins um vessaœðar. Sentinel merkir vörður eða útvörður, node merkir hér eitill og biopsy sýni eða lífsýni. Með beinni þýð- ingu á sentinel node biopsy setti undirritaður því saman heitið sýnistaka úr útvarðareitli. Sjúkrafræöi Ónafngreindur starfsbróðir hringdi og hafði ýmislegt á hornum sér varðandi umfjöllun um heitið medicine í 148. pistli (Læknablaðið 2002; 88: 775). Hann vildi að heitið yrði áfram sérgreint fyrir læknisfræði og að ný heiti yrðu fundin á greinar eða svið sem mynduð væru með þátttöku annarra stétta eða fræðigreina. Þá fannst honum afleitt að stofnanir, sem tækju á móti sjúkum, væru nefndar heilbrigðisstofnanir og að þær stéttir, sem þar störfuðu, væru nefndar heilbrigðis- stéttir. Þar vill hann tala um sjúkrastofnanir og sjúkra- stéttir. Taldi þessi starfsbróðir að stéttirnar lentu í háskalegum blekkingaleik og jafnvel tilvistarkreppu með því að gefa til kynna að viðfangsefnin væru eitt- hvað annað en sjúkdómar og sjúklingar. Um heil- brigði væri fjallað utan þessara stofnana. Loks sagði hann að sameiginlegt heiti fræðanna ætti að vera sjúkrafræði. Jóhann Heiðar Jóhannsson johannhj@landspitali.is Læknablaðið 2002/88 857
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.