Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.2003, Qupperneq 34

Læknablaðið - 15.10.2003, Qupperneq 34
■ FRÆÐIGREINAR / ÞYNGD SKÓLABARNA krosstöflum. í slíkum tilvikum eru niðurstöður gefn- ar til kynna með hlutfallstölum. Þessar hlutfallstölur eru í öllum tilvikum námundaðar að heilli tölu. Við greiningu á tengslum þyngdar, líðanar og námsárang- urs eru niðurstöður fengnar með aðhvarfsgreiningu. A nokkrum stöðum er stuðst við kassarit til að greina frá niðurstöðum. Kassarit sýnir dreifingu breyta á þann hátt að kassinn sjálfur sýnir á milli hvaða tölu- gilda helmingur mæligilda lendir. í gegnum kassann liggur þykk lína sem sýnir hvar miðgildi dreifingar- innar liggur; sé dreifing skekkt lendir þessi lína til hliðar við miðjan kassann. Ut frá kassanum liggja strik sem gefa til kynna hversu langt til hvorrar hand- ar hinn helmingur mæligildanna teygir sig. Aðferð- inni er ætlað að sýna á mjög skýran og einfaldan hátt hvernig dreifingu einstakra breyta er háttað. Kassinn sjálfur gefur til kynna á milli hvaða tveggja tölugilda helmingur mæligilda lendir. Mynd 2. Hlutfall 9, 12 og 15 ára nemenda yfir tilteknum þyngdarstuöulsmörkum árin 1970-2001 (bandarísk viðmiö, sjá Rösner og fl., 1998). Mynd 3. Tengsl líkamsþyngdar og líöanar meöal nemenda í 7. og 10. bekk áriö 2001. Þyngdarstuðull (BMI) Bekkur: 10. b. 7. b. Niðurstöður Gögn um hæð og þyngd nemenda fyrir árin 1970- 1971, 1980-1981 og 1990-1991 voru borin saman við þau gögn sem aflað var í rannsókninni veturinn 2000- 2001 og þannig fengust upplýsingar um þróun þyngd- arstuðuls í þrjá áratugi. Líkamsþyngdarstuðull jókst fyrstu tvö tímabilin, það er að segja frá 1970-1990. Á tímabilinu frá 1970-1990 hækkaði þyngdarstuðull fyr- ir allan hópinn að meðaltali um 1,70 stig eða um 9%. Aukningin er 1,29 stig í 4. bekk, 1,22 stig í 7. bekk og 2,23 stig í 10. bekk. Þegar horft er á meðalþyngdar- aukninguna var hún 2,6 kg hjá börnum í 4. bekk en 4,5 og 7,6 kg í 7. og 10. bekk á þessu tímabili. Hins vegar var engin aukning síðustu tíu árin heldur lækk- ar LÞS í öllum árgöngum og að meðaltali í hópnum um 0,72 stig (mynd 1). Þróuninni er best lýst á þann hátt að breyting í átt til síhækkandi LÞS gilda stöðv- aðist á þessu síðasta tímabili. Hægt er að sjá hlutfall nemenda sem eru yfir ákveðnu LÞS á hverju tímabili. Slík nálgun leiddi hins vegar í ljós mjög áþekkar nið- urstöður og skoðun á meðaltali líkamsþyngdarstuð- uls, (mynd 2). Þá var engin munur á LÞS eftir því hvort börnin voru búsett á Akureyri eða sveitunum í kring en hópurinn er of lítill til að leyfa frekari sund- urgreiningu á samspili þyngdar, líðanar og námsár- angurs eftir búsetu. Engin tengsl eru milli þyngdar og líðanar þegar þau eru skoðuð sem beinlínutengsl (pearson’s r) heildarhópsins í 7. og 10. bekk (r=,08; P=,14). Spurningar um líðan voru ekki lagðar fyrir í 4. bekk þar sem þau börn voru of ung til að prófið hentaði. Séu tengslin greind eftir bekkjum má hins vegar greina nokkurn mun þar á. Þessi munur verður einna skýrastur þegar tengslin eru skoðuð með punktariti (scatterplot) og dregnar aðhvarfslínur fyr- ir nemendur í hvorum bekk sérstaklega (mynd 3). Þannig er halli aðhvarfslínunnar fyrir tengsl þyngdar og líðanar (mælt á YSR kvarða) enginn í 7. bekk (r=- 770 Læknablaðið 2003/89
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.