Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2003, Qupperneq 18

Læknablaðið - 15.11.2003, Qupperneq 18
FRÆÐIGREINAR / TALÍDÓMÍÐ Tafla I. Yfirlit yfir helstu verkunarstaöi, verkanir og birtingarform verkana TNFa, auk athugasemda. VERKUNARSTAÖUR VERKUN BIRTINGARFORM ATHUGASEMDIR Fitufrumur hömlun á lípópróteinlípasa aukin blóðfita veldur megrun Heili verkun á hitastöövar og víðar hækkaður llkamshiti, syfja, sljóleiki og fleira veldur ýmsum sjúkkennum (aö telja sig veikan) T eitlafrumur/lymfufrumur eykur IL-2, IFN-y og fleira cýtókín aukin starfsemi T eitlafrumna veldur „immúnóstímúlerandi" verkun Innþel æöa eykur hefti- og viðloðunar- prótein og fleira stuðlar að flutningi bólgufrumna úr blóöbraut í vefi veldur/viöheldur bólgusvörun Einkyrningar/gleypifrumur eykur TNFa, IL-1, IL-6 aukning á eigin verkunum og fleira um verkun IL-6, sjá texta Beinbrjótandi frumur (osteóklastar) eykur sundrun beins beinruni/beinþynning getur verið áberandi við langvinna bólgusjúkdóma Bandvefsfrumur (fíbróblastar) eykurvirkni kollagenasa eyðing á brjóski og liðböndum getur veriö áberandi við langvinna bólgusjúkdóma í liðum Tekið eftir (14). IL-1: interlevkín-1; IL-2: interlevkín-2; IL-6: interlevkín-6; IFN--y: interferðn gamma. naflastreng frá mönnum óx magn E-selektína (hefti- og viðloðunarprótein í innþeli æða) fyrir tilstilli TNFa. Talídómíð dró mjög úr þeirri svörun. Hlið- stæð selektín eru á bólgufrumunum, L-selektín. TNFa jók einnig magn þessara selektína (þau snurð- ast af) og talídómíð dró úr myndun þeirra. Við bólgu- svörun „rúlla” bólgufrumur í fyrstu tiltölulega laust yfir innþel æða í hlutaðeigandi vefjum, áður en frum- urnar festast og komast út um æðaveggina og í vefina í kring. Þessi lausu tengsl verða fyrir tilstilli selektína á yfirborði bólgufrumna og innþelsæða og talídómíð hemur þau augljóslega í tilraunum sem þessum (19). Önnur hefti- og viðloðunarprótein eru nauðsynleg til þess að festa bólgufrumur við æðaveggina og þrýsta þeim út fyrir. Þessi prótein eru annars vegar skyld ónæmisglóbúlínum: ICAM-1 (intercellular adhesion molecule 1) og VCAM-1 (vascular cell adhesion molecule 1), og hins vegar ákveðinn flokkur integr- ína (samanber á undan). ICAM-1 og VCAM-1 eru talin sértæk hefti- og viðloðunarprótein, það er að segja „hefta“ saman vissar frumur, en ekki aðrar. TNFa jók á myndun VCAM-1 í tilraunum með naflastrengsæðar sem áður ræðir og talídómíð dró úr myndun þeirra. Talídómíð jók hins vegar fremur á verkun TNFa á ICAM-1 en dró úr. í þessum tilraun- um höfðu hvorki talídómíð né TNFa nokkur áhrif á integrín (integrín beta 2) (19). Af þessum tilraunum er því í heild ljóst að talídómíð hefur greinilega verk- un á heftingu bólgufrumna við innþel æða af völdum TNFa og verkunin gæti að einhverju leyti verið sér- tæk. Verkun talídómíðs á myndun hefti- og viðloðun- arpróteina kann og að skipta máli fyrir verkun þess á mergæxli sem vaxið geta úr blóðmerg inn í bein og valdið erfiðum beinbrotum (sjá síðar). Talídómíð og sykurvirkir sterar (prednisólón, dexametasón og fleiri) hafa samverkandi verkun. Verkun stera á TNFa er ekki síst til þess að rekja að þeir hamla tjáningu gens TNFa og draga þannig úr myndun hans. Verkun steranna er ósérhæfð og tekur einnig til myndunar IL-1, IL-6 og fleiri cýtókína (17). Örvandi verkim á Teitlafrumur („kóimmúnóstímúler- andi verkun “) Enda þótt talídómíð geti dregið úr myndun á IL-2 og INF-y með því að hamla verkunum TNFa (sjá töflu I), getur það einnig aukið myndun á þessum cýtókín- um með því að örva T eitlafrumur. Verkunin er að nokkru sértæk og talídómíð getur þannig breytt inn- byrðis hlutföllum milli undirflokka T eitlafrumna. Talídómíð getur þó ekki eitt sér virkjað T eitlafrumur til þess að skipta sér og auka framleiðslu cýtókína á borð við IL-2 og INF-y. Talídómíð getur hins vegar eflt örvun af völdum annarra efna sem virkja T eitla- frumur beint. Þetta nefnist „kóstímúlatíón“ eða „kó- immúnóstímúlatíón" og er mikilvægt atriði til þess að virkja T-eitlafrumur til fullnustu (20). IL-2 virkjar T drápsfrumur og náttúrlegar dráps- frumur (13) og kann það að skýra að einhveiju leyti verkun talídómíðs á illkynja frumur. Talídómíð getur þannig valdið frumufelli (apoptosis) í mergæxlisfrum- um sem eru ónæmar gegn öðrum lyfjum. Athygli vekur samt, að IL-6, sem talídómíð hemur (tafla I), örvar skiptingu á mergæxlisfrumum og getur komið í veg fyrir drepandi verkun talídómíðs á mergæxlis- frumurnar (21). Hamlandi verkun á myndun IL-6 gæti því vegið þungt í verkunum talídómíðs á merg- æxli (sjá síðar). INF-y hefur margháttaða verkun í þá veru að efla allar verkanir svarkerfisins (ónæmiskerfisins) og er 842 Læknablaðið 2003/89
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.