Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 50
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VÍSINDARANNSÓKNIR rannsóknir. „Þeir eru taldir tryggja gæði vísindanna enda er samkeppnin um styrki úr þeim hörð sem sést á því að einungis fjórðungur umsækjenda fær að jafnaði styrki. Til þess að tryggja að vel sé að úthlutunum staðið höfum við þróað gæðamat á umsóknum sem nýtur trausts vísindasamfélagsins. Mat á umsóknum er alltaf erfitt í fámennum löndum þar sem flestir þeir sem færir eru um að meta umsóknir eru annaðhvort í samstarfi eða harðri sam- keppni við umsækjendur. En kerfið okkar virkar og mælist vel fyrir. Þegar um stærstu styrkina er að ræða höfum við leitað til erlendra sérfræðinga og beðið þá að leggja mat á umsóknirnar." Spurningin er hins vegar sú þegar aukning fjár- veitinga hins opinbera til samkeppnissjóðanna er skoðuð hvort ekki sé verið að flytja fé milli vasa og að grunnframlög til stofnana hins opinbera minnki að sama skapi. Hans segir að gæði rannsókna aukist með aukinni samkeppni um fé til verkefna og því geti verið æskilegt að stærri hluti heildarinnar fari um samkeppnissjóði en nú er. Stöðugar langtímafjár- veitingar eru hins vegar nauðsynlegar fyrir samfellu í þekkingarsköpuninni og viðhaldi mannauðs. „Við verðum að vera vakandi í þessu efni og stefna að því að í reynd verði aukning á heildarum- fangi opinberra fjárframlaga. Þetta er sérstaklega mikilvægt í tengslum við þá umræðu sem nú á sér stað um skipulag rannsókna við Háskóla Islands, samvinnu opinberra rannsóknastofnana og ekki síst stöðu rannsókna við Landspítala.“ Hann bætir því við að miklar væntingar séu gerðar til stjórnmálamanna með tilkomu þessa nýja stjórn- kerfis vísindanna. „I Vísinda- og tækniráði eiga nú sæti 19 manns, þar af eru fimm ráðherrar og er forsæt- isráðherra formaður ráðsins. Þarna er því orðinn til í fyrsta sinn vettvangur fyrir ráðherra í ríkisstjórninni til að eiga bein samskipti við fulltrúa vísindamanna og fyrirtækja. Þetta ráð mótar stefnuna í vísindarann- sóknum Islendinga og getur orðið mjög öflugt tæki á æðsta stjórnvaldsstigi ef það virkar sem við vonum að sjálfsögðu að það geri,“ segir Hans. Fjárfest í tækifærum En það eru ekki bara íslenskt stjórnkerfi sem tekur ákvarðanir um fjármagn til rannsókna hér á landi. Á undanförnum árum hafa styrkir borist í æ ríkari mæli frá útlöndum. Hans Kristjáni eru Evrópustyrkirnir hugstæðir enda starfaði hann um sjö ára skeið sem vísindafulltrúi í Brussel. „Vissulega greiðir íslenska ríkið framlög í sjóði Evrópusambandsins en við fáum mun meira til baka, það rennur bara ekki í ríkissjóð heldur til atvinnulífs- ins og vísindamanna. Eg lít á þessi ríkisframlög sem fjárfestingu í tækifærum. Við gætum valið að greiða ekki til ESB en láta framlögin renna beint til rann- sókna hér á landi. Þá fengjum við hins vegar hvorki umframféð sem nú berst úr sjóðum sambandsins né þann virðisauka sem verður af virku samstarfi. Heilbrigðisgeirinn hefur svo verið duglegur við að afla styrkja frá Bandaríkjunum. Þar má meðal ann- ars nefna styrkina sem Hjartavernd hefur fengið frá National Institute of Health (NIH) en sú stofnun er opin fyrir öndvegisrannsóknum úr öllum heiminum. Umhverfis allt þetta vísindastarf hafa svo verið stofn- uð fyrirtæki sem blómstra og dafna á þeirri þekkingu sem aflað hefur verið í rannsóknum.“ - Hver er þín skýring á því hvers vegna öll þessi gerjun hefur átt sér stað í heilbrigðisgeiranum? „Við því er ekkert einfalt svar en ég held að við séum að fá uppskeruna af góðum fjárfestingum í mannauði. Hingað til hefur ekki verið hægt að bjóða upp á doktorsnám hérlendis. íslenskir læknar og aðrir vísindamenn hafa því hlotið vísindamenntun sína erlendis, gjama í bestu skólum heims og snúa heim með þekkingu og tengsl sem skapa einstakar aðstæður hér á landi. Þessi tengsl gera mönnum auðveldara fyrir við að útvega fjármagn erlendis frá til rannsókna. Við uppbyggingu vísindamenntunar við íslenska háskóla þarf að huga vel að því að þessi tengsl haldist áfram sterk. Oft er rætt um það að krít- ískan massa þurfi til þess að vísindahópar nái árangri. Sem eðlisfræðingur lfki ég þessu oft við þá keðjuverk- un sem verður við kjarnorkusprengingu. Þegar krít- ískum massa er náð þá fer allt af stað sem auðvitað er með jákvæðum formerkjum í vísindunum. Við höfum augljóslega náð þessu stigi á fjölmörgum sviðum hér- lendis, ekki hvað síst í líf- og heilbrigðisvísindum. Við þetta má svo bæta einsleitu samfélagi sem hefur haldið kirkjubækur öldum saman og á heil- brigðiskerfi sem er orðið nógu gamalt til að skrár þess og lífsýni er einstök auðlind til rannsókna. En ég ítreka að það sem skiptir mestu máli er að hafa sterkan mannauð sem grípur tækifærin sem gefast til að skapa vísindi á heimsmælikvarða.“ Bjart framundan Hans er bjartsýnn á framtíðina og segir fátt benda til annars en að vöxturinn sem verið hefur í vísinda- starfseminni haldi áfram. „Ég nefndi áðan að Evr- ópusambandið hefði sett sér það markmið að ná því stigi sem við erum á eftir sex ár en samt heyrir maður unga vísindamenn kvarta undan skorti á fjármagni til rannsókna hér á landi. Kannski er það svo að vegna þess að við höfum komið okkur upp þessu góða umhverfi fyrir vísindastörf þá sé þörf á meira fjármagni svo við getum nýtt okkur tækifærin Þetta snýst að stórum hluta um það hvernig við stýrum því opinbera fjármagni sem veitt er til rann- sókna. Ég er á því að við getum nýtt það betur með því að setja stærri hluta þess í samkeppnissjóðina. Þeir tryggja gæði rannsóknanna og góðan árangur vísindamanna,“ segir Hans Kristján Guðmundsson forstöðumaður Rannís. 578 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.