Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 37
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HOUPE-RANNSÓKNIN Þurfum að fá samanburð víð það besta Kristinn Tómasson tók þátt ásamt fleirum í að kanna heilsufar og starfsumhverfi lækna á Landspítala í fyrra og telur brýnt að þátttaka í HOUPE-rannsókninni verði góð Eins og við greindum frá í síðasta tölublaði Lækna- blaðsins mega allir íslenskir læknar sem búsettir eru hér á landi og hafa gilt lækningaleyfi eiga von á að fá sent í pósti boð um þátttöku í rannsókn á heilsu og starfsumhverfi lækna. Þetta er liður í fjögurra landa rannsókn sem nefnd er HOUPE þar sem skoðaðir verða ýmsir þættir í umgjörð iæknisstarfsins og áhrif þeirra á heilsufar lækna. Brýnt er að sem flestir taki þátt í rannsókninni svo hún gefi sem besta mynd af því sem ætlunin er að kanna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem gerð er könnun á heilsufari og starfsumhverfi lækna þótt engin fyrri rannsókn hafi verið eins viðamikil og þessi. Krist- inn Tómasson yfirlæknir Vinnueftirlits ríkisins gerði ásamt samstarfsfólki sínu í fyrra rannsókn á nokkr- um þáttum í vinnuumhverfi lækna á Landspítala að beiðni og í samstarfi við læknaráð sjúkrahússins. Helstu niðurstöður hennar voru kynntar í skýrslu sem skilað var í nóvember í fyrra og var greint stuttlega frá þeim hér í blaðinu á sínum tíma. Skýrslan liggur einnig fyrir á heimasíðum Vinnueftirlitsins og Lækna- félags íslands og Kristinn hefur kynnt hana á fundum með læknum og yfirstjórn spítalans. Læknablaðinu lék hins vegar forvitni á að fá túlkun Kristins á niðurstöðum rannsóknar hans og hvers vegna hann telur nauðsynlegt að láta ekki staðar numið í því að fylgjast með heilsufari og starfsumhverfi íslenskra lækna. Hvað var það sem honum þótti athyglisverðast í niðurstöðum rannsóknarinnar á Landspítala? Væntingarnar rætast, en ... „Það er dálítið erfitt að svara því vegna þess að það vantar allar viðmiðanir. Vissulega hafa verið gerðar viðamiklar rannsóknir á vinnuumhverfi stórra stétta áður, bankamanna, fiskvinnslufólks og fleiri stétta, en læknastéttin hefur talsverða sérstöðu, auk þess sem Landspítalinn á sér engar hliðstæður hér á landi. Þess vegna er könnunin sem nú er að hefjast mjög nauðsyn- leg svo hægt verði að túlka niðurstöður rannsóknar- innar frá í fyrra og draga ályktanir um gæði vinnuum- hverfis á spítalanum. Það sem mér fannst athyglisverðast og ánægjuleg- ast við niðurstöðurnar er að þrátt fyrir talsvert umrót á sjúkrahúsinu og óánægju með yfirstjórnina meðal lækna þá er álit þeirra á samstarfsfólki sínu í öðrum stéttum heilbrigðisfólks afar mikið. Það segir manni að það séu allar forsendur fyrir því að byggja upp já- kvætt starfsumhverfi þegar fram líða stundir. Vissulega var líka margt neikvætt í niðurstöðunum Kristinn Tómasson og þar fannst mér alvarlegast hversu útbreidd sú til- yfirlæknir Vinnueftirlits finning er meðal lækna að þeir hafi lítil áhrif á ákvarð- ríkisins anatöku og stjórnun. Læknar bera ábyrgð á meðferð sjúklinga og þar með á stjórnun grunnstarfseminnar, en þeim finnst þeir hafa lítil áhrif á stjórnun sjúkra- hússins." - Það slær mann líka að þrátt fyrir óánægju með ýmislegt, vinnuálag, vinnutíma, stjórnun, bágar vinnu- aðstæður og fieira, þá segist stærstur hluti lækna vera ánægður í starfi. Þeim finnst þeir ráða vel við starfið og þeir hafa mikinn metnað. „Já, þetta er rétt. Þrír af hverjum fjórum segja að væntingar þeirra til starfsins hafi ræst, í það minnsta hvað varðar sjúklingavinnuna. Sá veikleiki er þó að einungis fjórðungur lækna segir það sama um rann- sóknir og fræðslu. Ánægja í starfi er flókið mál og á það hefur verið bent að ánægja í starfi tengist ekki endilega góðum starfsaðstæðum. Læknar á spítalan- um finna sig í starfi og finnst þeir vinna gott starf. Það er hins vegar sláandi munur á andlegri líðan lækna eftir stöðu þeirra á spítalanum. Andleg vellíð- an er betri meðal yfirlækna og stjórnenda en verri meðal aðstoðar- og deildarlækna. Þetta helst í hend- ur við að hjá þeim síðarnefndu er vinnuálagið mikið, vinnutíminn óreglulegur og lítið sjálfræði. Þetta er áhyggjuefni því þarna er um að ræða framtíðarvinnu- afl spítalans. Víða erlendis ber töluvert á kulnun í starfi meðal lækna, jafnvel ungra lækna. Þar hefur líka kom- Þröstur ið fram að á breytingartímum verður oft mikið álag Haraldsson Læknablaðið 2004/90 705
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.