Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 39
FRÆÐIGREINAR / SVÆSIN SÝKLASÓTT weight) innan 1-2 klukkustunda frá því að öndun- arvélameðferð er hafin og jafnframt halda innönd- unarþrýstingi undir 30 cmH20. (Styrkur B). Þessar leiðbeiningar eru byggðar á rannsóknum sem sýna að dánartíðni sjúklinga með öndunarbilun (ALI, ARDS) er marktækt lægri ef andartökum er haldið innan ofannefndra marka og ef innöndunar- þrýstingi er haldið innan 30 cmH20 (7). 2. Það að leyfa koltvísýringi í blóði, PaCO, að hækka yfir eðlileg gildi (permissive hypercapnia) er talið ásættanlegt hjá sjúklingum sem eru í öndunarvél vegna öndunarbilunar af völdum ALI/ARDS. Þetta getur verið leið til þess að halda innöndunarþrýst- ingi niðri og þannig komast hjá skaðlegum áhrifum þrýstings á lungu (barotrauma). (Styrkur C). Sýnt hefur verið fram á að sjúklingar með ALI/ ARDS þola vel hækkun koltvísýrings upp í að minnsta kosti 100 mmHg. 3. Nota þarf jákvæðan þrýsting við lok útöndunar (positive end expiratory pressure, PEEP) til að hindra að lungnahlutar falli saman við lok útönd- unar. Mismunandi aðferðir má nota við ákvörðun á hæfilegu PEEP gildi. (Styrkur E). Algengt er að sjúklingar með ALI/ARDS þurfi að minnsta kosti 10-15 cmH,0 í PEEP. 4. Rétt er að reyna grúfulegu (prone positioning) hjá sjúklingum með ARDS, þar sem þörf er á háum hlutaþrýstingi innandaðs súrefnis (Fi02) og/eða háum innöndunarþrýstingi. (Styrkur E). Það hefur verið sýnt fram á í nokkrum minni rann- sóknum að flestir sjúklingar með ALI/ARDS svara grúfulegu með hækkaðri súrefnismettun í blóði. Ekki hefur þó verið sýnt með óyggjandi hætti að þessi meðferð bæti lifun en líklega gagnast þessi meðferð best veikustu sjúklingunum. 5. Ef ekki er um að ræða sérstaka frábendingu, eiga sjúklingar sem liggja í öndunarvél að vera hálf- sitjandi með höfuðendann hækkaðan upp um 45°, til að draga úr hættu á öndunarvélalungnabólgu (ventilator associated pneumonia). (Styrkur C). 6. Deildir sem meðhöndla sjúklinga í öndunarvél ættu að nota sérstakar leiðbeiningar (weaning protocol) þegar sjúklingur er vaninn úr öndunar- vél. Gera ætti öndunarpróf (spontaneous breath- ing trial) til að meta getu sjúklinga til að anda sjálf- ir þegar þeir uppfylla eftirfarandi skilyrði: a) eru vakandi, b) blóðrás er stöðug c) engin ný alvarleg vandamál hafa komið upp d) ekki þarf háan inn- öndunarþrýstingi eða hátt PEEP og e) nægjanlegt súrefni er hægt að gefa með andlitsmaska eða nef- legg. Ef öndunarprófið gengur vel skal fjarlægja barkarennu, nema sérstakar ástæður mæli gegn því. Öndunarprófið má gera með mismunandi að- ferðum. (Styrkur A). L. Slœving, verkjameðferð og vöðvalamandi lyf. 1. Mælt er með notkun leiðbeininga (sedation proto- col) varðandi slævingu mikið veikra gjörgæslu- sjúklinga og notkun sérstakra kvarða við ákvörð- un á slævingu. (Styrkur B). 2. Ýmist má gefa slævandi lyf með einstökum skömmtum eða sídreypi. Mikilvægt er að létta dag- lega á slævingunni til að meta meðvitundarástand sjúklingsins. (Styrkur B). Það hefur verið sýnt fram á að með notkun slíkra leiðbeininga má marktækt stytta þann tíma sem sjúk- lingur þarf að liggja í öndunarvél, stytta legutíma á gjörgæsludeild og minnka þörf fyrir barkaraufir. 3. Mælt er gegn notkun vöðvalamandi lyfja hjá sjúklingum með sýklasótt vegna aukinnar hættu á langvarandi vöðvaslökun og vegna aukinnar hættu á tauga- og vöðvakvillum sem tengjast al- varlegum veikindum (critical illness neuropathy). Ef notkun vöðvalamandi lyfja reynist nauðsynleg skal takmarka tímalengd meðferðar eins og kost- ur er. (Styrkur E). M. Stjórmm blóðsykurs 1. Þegar bráðameðferð er vel á veg komin ber að stefna að því að halda blóðsykri undir 8,3 mmol/1 með því að nota sykur- og insulíndreypi. Nauðsyn- legt er að fylgjast með blóðsykri á 30-60 mínútna fresti til að byrja með og síðar ekki sjaldnar en á fjögurra tíma fresti. (Styrkur D). Sýnt hefur verið fram á með rannsókn á blönduð- um hópi gjörgæslusjúklinga sem flesir höfðu gengist undir skurðaðgerðir, að ströng blóðsykurstjórnun þar sem blóðsykri var haldið milli 4,4 og 6,1 mmol/1, bætti lifun úr 8% í 4,6% (8). N. Blóðskiljun 1. Við bráða nýrnabilun hjá sjúklingum með sýklasótt virðist samfelld blóðskiljun gefa svipaðan árangur og hefðbundin blóðskiljun, sem er gerð í nokkrar klukkustundir á dag. Samfelld blóðskiljun auðveld- ar þó stjórnun á vökvajafnvægi, sérstaklega hjá sjúk- lingum með óstöðuga blóðrás. (Styrkur B). Enn er aðeins mælt með notkun samfelldrar blóðskiljunar hjá sjúklingum með sýklasótt vegna nýrnabilunar en ekki vegna hugsanlegrar skiljunar á bólguhvötum og sýklaeitri úr blóði. Rannsóknir á síðarnefndum atriðum eru í gangi. O. Bíkarbónat 1. Ekki er mælt með notkun bíkarbónats til að bæta blóðrás ef sýrustig helst yfir 7,15. Engar rann- sóknir eru heldur til um áhrif bíkarbónats á blóð- rás og virkni æðaherpandi lyfja við lægra sýrustig. (Styrkur C). Læknablaðið 2004/90 859
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.