Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2004, Síða 50

Læknablaðið - 15.12.2004, Síða 50
UMRÆÐA & FRETTIR / HEILBRIGÐISMAL Heilbrígðiskerfið sem hagstjórnartækí Ingólfur S. Sveinsson Höfundur er geðlæknir. Ríkisrekstur heilbrigðisþjónustu skerðir gæði henn- ar. Gildir það bæði um stofnanir og sjúkratryggingar. Hagur neytandans/sjúklingsins víkur fyrir hag ríkis- ins. Hlutverk hafa snúist við. Einstaklingar eru illa tryggðir og áhrifalitlir um þjónustu sem þeim ber. Þegar fréttir berast þá af voðaverkum veiks fólks verðum við að líta á þá atburði sem umferðarslys á hættulegum vegarkafla. Viðurkenna að brýnna úr- bóta sé þörf og gera síðan það sem unnt er til að slys verði sem fæst í efnuðu landi okkar þar sem óhemju af skattfé er varið til miðstýrðrar heilbrigðisþjónustu. Þarna er oft um að ræða fólk sem þurft hefði endur- tekna eða viðvarandi geðheilbrigðisþjónustu sem er virk og ekki sjálf í kreppu. Ber einhver ábyrgð á að veita hana í landi þar sem ráðamenn vella um velferð og bestu heilbrigðisþjónustu í heimi? Svarið er nei. Góð heilbrigðisþjónusta er samfélagslegt öryggismál og spurning um menningu. Dæmisaga úr ríkisrekstri Fyrir nokkrum árum hafði sá er þetta ritar til með- ferðar samviskusama duglega konu með geðsjúkdóm. Ofsóknarhugmyndir gátu komið upp. Hún gat ruglast og misst tengsl við raunveruleikann við álag og and- vökur. Lyf voru henni lítt að skapi en mjög til gagns. Ekki vildi hún innlagnir á geðdeildir. Það særði stolt hennar. Hún þurfti þétt geðlækniseftirlit og fékk það á einni göngudeilda ríkisspítalanna. Eitt sinn að sumri til leitaði konan ásjár, baðst innlagnar á geðdeild, hrædd við hugmyndir sínar og óttaðist gjörðir sínar. Sá sem hitti hana fyrst vandaði verk sitt og kvaddi til vakthafandi sérfræðing sem tal- aði einnig við konuna. Niðurstaða varð þó sú að kon- an var ekki lögð inn. Fékk lyf til viðbótar fyrri lyfjum og var send heim. I þeirri ákvörðun réð mestu að spara þurfti pláss á spítalanum. Helmingur móttöku- deilda lokaður og því var þá - eins og í fjölda tilvika í geðheilbrigðisþjónustu sem annarri þjónustu - tekin áhættusöm ákvörðun í „neyð“ fjársveltrar stofnunar. Að hlífa - ekki sjúklingnum heldur kerfinu. Læknir- inn lét sig hafa það í plássleysinu (fjármálaráðuneytið tekur ekki sjúklinga) að framkvæma fjárlögin vitandi um vissa hættu sjúklings. Konan fór heim og í ótta og andvöku næstu nætur lagði hún til bónda síns. Hann vaknaði, gat afvopnað konuna sem fékk þá vafninga- lítið innlögn á geðdeild og hann á skurðdeild. Konan var ekki kærð, enda augljóslega ósakhæf. Læknirinn var ekki kærður heldur, hvorki fyrir van- rækslu né mistök. En hefði svo verið gert hve mikil hefði ábyrgð hans verið? En ábyrgð stofnunarinnar? Ríkisins? Er læknir sem vinnur á ríkisstofnun búinn að afsala sér læknisábyrgð sinni og orðinn þý? Með- virkur ríkinu. Samdauna langvarandi siðleysi ríkis- reksturs sem fórnar rétti einstaklingsins sí og æ? Versnandi geðheilbrigðisþjónusta Niðurskurðarferlið hefur haldið áfram. Geðdeildir ríkissjúkrahúsanna eru nær þær einu í landinu. Þrátt fyrir slaka göngudeildarþjónustu hefur sjúkrarýmum verið fækkað þar um þriðjung á fáum árum. Verið er að loka geðdeild í Arnarholti (40 rúm) án þess að önnur úrræði en bollaleggingar liggi fyrir. „Öll- um bráðum tilfellum verður að sjálfsögðu sinnt" er endurtekin þula spítalaforstjóra, heilbrigðisráðherra og prófessors í geðlæknisfræði hvert sinn sem þrengt er að. Stjórn Landspítala skilgreinir hlutverk hans sífellt þrengra sem bráðasjúkrahúss en reynir þó jafitframt að hindra starfsemi utan spítalans. Allir sem þekkja vita að flest bráð vandamál þarfnast lengri umönnun- ar eða endurhæfingar eftir á. Þau mál lenda utan sjón- sviðs fjárlagamiðaðrar stjórnarinnar og skulu gufa upp. Þjónustusjónarmið gufa einnig upp. Forstjóri Landspítala var áður niðurskurðarmeist- ari ríkisins - ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyti. Ár- angur ríkisins af herferðum sparnaðar hefur enginn orðið utan versnandi þjónusta við sjúklinga, óöryggi starfsfólks og stærrra stjórnkerfi. Sjúkratryggingar sveltar Verðugt má vera að minnka stofnanaþjónustu, fækka geðsjúkrarúmum og finna önnur úrræði. Verkefni og þjónusta hljóta þá að færast út fyrir spítala. En samtímis þessum niðurskurði hefur ríkið svelt sjúkra- tryggingarnar sem áður hétu sjúkrasamlög sveitar- félaga. Nú skammtar ríkið okkur tryggingarnar eins og við værum búfé. Einstaklingar og sveitarfélög ráða þar engu lengur. Sjúkratryggingar eiga að jafna aðstöðu fólks. M.a. auðvelda aðgang að læknisþjónustu utan stofnana. Þjónusta sjálfstætt starfandi sérfræðilækna er vax- andi, vel metin, skilvirk, og tekur við æ fleiri verk- efnum sem áður kostuðu spítalavist. Það er hún sem heldur uppi þjónustustiginu þegar stofnanir ríkisins lamast. Kostnaður trygginganna af þessari mikilvægu þjónustu (um 400.000 verk árlega) er smábrot (2-3%) af heildarkostnaði ríksins við heilbrigðismál. Sjúkratryggingarnar eru ekki skilgreindar betur en svo að auðvelt er að misnota þær til hagstjórnar. Allir eru í orði kveðnu tryggðir fyrir öllu en enginn fyrir neinu ef stjórnvöld kjósa að skerða tryggingarnar til 870 Læknablaðið 2004/90
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.