Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 54
UMRÆÐA & FRETTIR / BARNA- OG UNGLINGAGEÐLÆKNINGAR Eru barna- og unglíngageðlækningar að deyja út? - Viðhorf stjórnvalda til barna þarf að breytast segja þær Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, Dagbjörg Sigurðardóttir og Helga Hannesdóttir Barna- og unglingageð- lœknamir Dagbjörg Sigurðardóttir, Helga Hannesdóttir og Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir. Þröstur Haraldsson Stundum er lífið þverstæðukennt. Það fannst mér þegar ég stóð í anddyri Barna- og unglingageðdeild- ar Landspítalans (BUGL) og skoðaði veggspjald um tónleika sem haldnir voru fyrir skömmu til þess að afla fjár til starfsemi deildarinnar. Þeir voru liður í mikilli herferð sem staðið hefur í allt haust. Ég var hins vegar á leið til fundar við þrjá barna- og ung- lingageðlækna sem héldu því fram að sérgrein þeirra væri að deyja út. Viðmælendur Læknablaðsins voru þær Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, Dagbjörg Sigurðardóttir og Helga Hannesdóttir en þær starfa allar við barna- og unglingageðlækningar á Landspítala. Þær eru ómyrk- ar í máli um stöðu sérgreinarinnar sem þær segja að sé allsendis ófullnægjandi. Barist hefur verið án árangurs fyrir því að BUGL hljóti sjálfstæði innan Landspítala en deildin heyrir nú undir geðsvið spítalans og lýtur yfirstjórn fullorðinsgeðlækna í einu og öllu. Þær segja blaðamanni frá því að þegar deildin var stofnuð um 1970 hafi verið samin greinargerð um starfsemina þar sem lagt var til að BUGL yrði rekin sem sjálfstæð deild fyrstu fimm árin en svo sameinuð Barnaspítala Hringsins. Eftir á að hyggja hefði þetta þýtt að allar barnalækningar á Landspítala hefðu verið undir einu þaki eins og tíðkast hefur í mörgum löndum, til að mynda Svíþjóð þar sem allar lækning- ar 18 ára og yngri heyra undir sama svið. Hér varð þróunin hins vegar sú að aldrei varð af sameiningu við barnaspítalann heldur var BUGL færð undir geð- svið spítalans þegar honum var skipt upp í svið í lok níunda áratugarins. Einn í framhaldsnámi Þar við situr og þær Guðrún, Dagbjörg og Helga segja að þetta hamli verulega allri geðlæknaþjónustu við börn vegna þess að deildin er hornreka á spítalanum. Það sama á við um læknadeild Háskóla íslands en þar eru barna- og unglingageðlækningar alger afgangs- stærð. Enginn fastur kennari er í greininni og sú litla kennsla sem fram fer er í höndum stundakennara. „Þetta er mikið áhyggjuefni, enda er ísland eina landið sem aðild á að Evrópusamtökum barna- og unglingageðdeilda, að frátalinni Albaníu, þar sem enginn prófessor er starfandi í greininni," segja þær. „Þetta er með ólíkindum fyrir velferðarríki þar sem rannsóknir í greininni hafa verið stundaðar á þriðja áratug. Það er verið að hefta framgang og þróun greinarinnar, gagnstætt því sem hefur verið að gerast í öllum öðrum Evrópuríkjum." Fyrir vikið er áhugi læknanema og unglækna á að leggja barna- og geðlækningar fyrir sig hverfandi. Nú eru starfandi 11 barna- og unglingageðlæknar, auk þriggja sem komnir eru á eftirlaun. Hins vegar er aðeins einn læknir í framhaldsnámi í greininni. „Það er talið eðlilegt ástand að fjöldi lækna í sérnámi sé á að giska helmingur starfandi lækna í viðkomandi sér- grein. Ef þeir eru mikið færri er endurnýjun í grein- inni í verulegri hættu,“ segja þær. Kennsla læknanema í barna- og geðlækningum er ekki mikil í læknadeild og henni er einungis sinnt í stundakennslu. Það er heimild fyrir aðjúnktstöðu en hún hefur ekki verið auglýst. 874 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.