Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2004, Qupperneq 58

Læknablaðið - 15.12.2004, Qupperneq 58
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ARFUR JÓNS STEFFENSEN Þegar Henry Gray Háskóla íslands kom læknadeild Örn Bjarnason Höfundur var ritstjóri Læknablaðsins 1976-1993. Hann er að mestu hættur lækningum og vinnur nú að undirbúningi að útgáfu á norrænum lækningahandritum frá miðöldum og skýringum á þeim. Teikningin er úr Stúdentablaðinu frá námsárum Arnar um 1960. í Árbók Háskólans fyrir háskólaárið 1911-1912 er þess getið að í líffærafræði kerfa hafi Guðmundur Hannesson notað við kennsluna Grundriss der Ana- tomie eftir Richter. Næsta skólaár segir að í líffæra- fræði svæða hafi Guðmundur notað Lehrbuch der Topographischen Anatomie eftir Corning. I Árbók- inni fyrir árin 1913-1914 er beggja fyrrnefndra bóka getið og þá er einnig getið um líffæramyndir [Atlas der Anatomie, þrjár útgáfur] eftir Spalteholz, Toldt og Broesike. Pá er nefnd Lehrbuch der normalen Ana- tomie eftir Broesike og virðist hún ásamt svæðalýs- ingum Cornings hafa verið aðal kennslubókin frá því. Er á líður hverfa alveg úr Árbók Háskólans frásagnir af því hvaða kennslubækur voru notaðar í greininni. Önnur heimsstyrjöldin kom í veg fyrir áframhald- andi viðskipti við Pýzkaland og því hefir Jón Steffen- sen þurft að taka upp nýja kennslubók í líffærafræð- inni. Snorri Páll Snorrason kom í deildina haustið 1941. Hann hafði Broesike frá föður sínum, Snorra Halldórssyni héraðslækni í Síðuhéraði. Snorri Páll keypti síðan Gray’s Anatomy þegar pöntunin barst til landsins og ritaði í bókina dagsetninguna: 1. desem- ber 1941. Aldarminníng Jóns Steffensen í febrúar 2005 er öld liðin frá fæðingu Jóns Steffensen. Af því tilefni verður haldin ráð- stefna í minningu hans dagana 18. og 19. febrúar í Þjóðarbókhlöðunni. Jafnframt verð- ur opnuð sýning í safninu sem helguð er minningu Jóns. Hans verður einnig minnst hér í blaðinu. Henry Gray F.R.S., F.R.C.S. fæddist árið 1827. Ekk- ert er vitað um fyrstu æviár hans eða menntun. í maí 1845 innritaðist hann sem „perpetual student“ við St. George’s Hospital, London og honum er svo lýst að hann hafi verið „a most painstaking and methodical worker, and one who learnt his anatomy by the slow but invaluable method of making dissections for him- self“. Árið 1848, meðan hann var enn stúdent, vann hann verðlaun The Royal College of Surgeons fyrir ritgerð byggða á samanburðarrannsóknum hans á byggingu augans í manninum og öðrum hryggdýrum. Árið 1852 var hann kosinn Fellow of the Royal Society og árið eftir vann hann Astley Cooper verðlaunin fyrir ritgerð um miltað. Hann kenndi líffærafræði við St. George’s Hospital og var forstöðumaður líffærasafnsins. Hann sendi frá sér fyrstu útgáfu líffærafræðinnar sem síð- an hefir verið við hann kennd, Gray’s Anatomy, ár- ið 1858. Sú útgáfa var 750 síður, með 363 ágætum myndum eftir vin hans, Dr. Vandyke Carter, sem áður hafði kennt líffærafræði við St. George's Hospital. Gray gekk frá annarri útgáfu árið 1860. Árið eftir sótti hann um stöðu aðstoðarskurðlæknis á spítalanum, en þá um sumarið annaðist hann frænda sinn sjúkan og smitaðist við það af bólusótt sem varð honum að aldurtila. Gray’s Anatomy var stöðugt endurskoðuð og end- urbætt og 28. útgáfan sem út kom 1942 var 1558 síður og myndirnar voru orðnar 1306. Breski lœknirinn og prófessorinn Anthony Gray. 878 Læknablaðið 2004/90
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.