Gaflari - 04.09.2014, Blaðsíða 6

Gaflari - 04.09.2014, Blaðsíða 6
6 - gafl ari.is „Ef ég fæ að skrifa og segja sögur þá er ég sátt“ Björg Magnúsdóttir fjölmiðlakona og rithöfundur er gaflari vikunnar Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og rithöfundur, sendi frá sér sína aðra skáldsögu, „Þessi týpa“ í sumar, sem er sjálfstætt framhald bókarinnar „Ekki þessi týpa“ sem kom út árið 2013. Sú bók vakti mikla athygli fyrir skemmti- legan og frjálslegan stíl og Björg þótti draga upp trúverðuga mynd af tilfinn- ingalífi fjögurra ungra vinkvenna sem búa í Reykjavík og vilja lifa lífinu hratt og lifandi. Í „Þessi týpa“ heldur Björg áfram að segja frá lífi vinkvennanna sem eiga það til að lenda í skemmti- legum ævintýrum en alvara lífsins er auðvitað alltaf handan við hornið og áleitnar spurningar vakna hjá lesand- anum um hin ýmsu málefni íslensks samfélags um leið og þær stöllur glíma við erfiðleikana. Erla Ragnarsdóttir hitti Björgu í matarhléi á einni af þeim mörgu löngu vöktum á fréttastofu RÚV sem Björg stóð í sumar og spurði hana út í þennan blákalda veruleika ungra kvenna sem hún dregur upp. Það er smá af mér í þeim öllum „Í báðum bókunum eru þær vinkonur að takast á við þau ýmsu úrlausnarefni sem við ungar konur þurfum að takast á við. Seinni bókin, Þessi týpa, er að- eins alvarlegri, ég fer þar inn á myrkari svið, en ein persónan verður fyrir kyn- ferðisofbeldi og á afar erfitt með að horfast í augu við það. Hún er engan veginn stelpa sem lendir í svoleiðis að eigin mati. En þetta „gráa“ svæði í samskiptum kynjanna, þegar kemur að fylleríi og kynlífi saman, hefur verið mér og fleirum hugleikið; það sem ger- ist getur verið túlkað á afar ólíkan hátt af þeim sem upplifa sem er ábyggilega hluti af ástæðu þess að sárafá slík mál komast alla leið í réttarkerfinu,“ segir Björg. „Þessar sögur mínar eru held ég raunsæjar og sýna hvernig það er að vera ung kona í dag sem lifir og hrærist í höfuðborginni. Ég byggi persónurnar að einhverju leyti á samskiptum sem ég verð vitni að eða tek sjálf þátt í frá degi til dags. Gef mér þó auðvitað ríf- legt skáldskaparleyfi og er ekki þekkt fyrir annað en að færa í stílinn þegar það hentar, en þetta er þó ekkert svo fjarlægt raunveruleikanum. Markmið mitt er eiginlega alltaf að gera góða sögu betri. Það má segja að þetta séu atburðadrifnar skemmtisögur með alvarlegum undirtón,“ segir Björg og hlær sínum smitandi hlátri. Blaðamað- ur grípur þarna orðið og spyr Björgu hvort hún sé þá líka þessi týpa, enda er auðvelt að sjá hana fyrir sér í atburð- arrás vinkvennanna, því þannig upplifir maður Björgu frá fyrstu mínútu; ein- læga, forvitna, gáfaða, frjálslega og stútfullu af ævintýraþrá. „Ég held að smá af mér sé í þeim öllum, mest í einni þeirra en ég ætla að sjálfsögðu ekki að gefa upp hver það er.” Íslenskar konur hafa það best í heiminum Við Björg ræðum þennan raunheim ungra kvenna í dag, þar sem tækifær- in virðast endalaus og fátt sem getur staðið í vegi þeirra til þess að skapa sér viðunandi lífskjör og lífsstíl . „Ungar konur á íslandi í dag eru alveg fáránlega flottur hópur. Við höfum það líklegast einna best í heiminum og erum að ég held meðvitaðar um stöðu okkar. Við gerum það sem við viljum, það nægir að fletta blöðunum í dag til þess að átta sig á því. Það er mikill styrkur sem felst í ungum konum. Samt eru alltaf ákveðin mál sem við erum að eiga við, eins og t.d. jafnréttismál, baráttu um launin og kyn- ferðisofbeldi – þetta eru mál sem konur þurfa sérstaklega að eiga við sökum kynferðis síns. Stemningin er vonandi þannig að við erum meðvitaðar um það að við þurfum að setja þetta sjálfar og sjálf á dagskrá, sbr. Druslugangan, sem mér finnst algjörlega frábært framtak ungs fólks til að minna á óréttlæti sem felst í hverskonar kynferðisofbeldi,“ segir Björg sem telur að hlutirnir séu að mjakast í rétta átt. Aukin umræða eigi sér stað í þjóðfélaginu og allir hafi farveg til að tjá skoðanir sínar. „Það er hins vegar staðreynd, þrátt fyrir að kon- ur séu meirihluti þeirra sem útskrifast með háskólapróf, að enn er skekkja í því hverjir fá æðstu stjórnunarstöður og hærri laun. Það eimir enn af ákveðnu karlaveldi, hverju sem það sætir, en ég vona að nú sé að rísa upp kynslóð sem elst upp við lagalegt jafnrétti og að það verði algild krafa að ekki sé hægt að mismuna eftir kyni í hvora átt sem er. Það er okkar, mín og minnar kynslóðar, að viðhalda þessu og taka við keflinu. En þó ég sé að lýsa æðislega jákvæðum stað, sem mér finnst ungar íslenskar konur vera á, er það um leið hættuleg- asti staðurinn ... þegar manni finnst allt vera komið er einmitt hætt við bakslagi. Og í þessu samhengi er áhugavert að líta út í heim, þar sem staðan er allt önnur og miklu verri mjög víða. Jafnrétti kynjanna er kannski eitthvað sem við ættum að flytja meira út af.“ Pólitík er alls staðar Eru bækurnar þínar pólitískar? „Í mín- um huga er pólitík alls staðar. Stjórn- málamenn hafa til dæmis mjög mikil áhrif á okkar daglegu athafnir. Í bókun- um eru ýmsar vísanir í pólitík, vinkon- urnar eru að velta vöngum yfir hinum ýmsu málum og þá koma í ljós skoð- anir, eða jafnvel skoðanaleysi, minnar kynslóðar. En þetta er ekki endilega með augljósum hætti, menn eru ekki nafngreindir eða neitt slíkt, en þarna er klárlega verið að skoða samfélagið með ákveðnum hætti.“ Allir eiga að hafa skoðanir á ríkisfjölmiðlinum Björg lauk BA-gráðu í stjórnmálafræði og MA gráðu í hagnýtri menningarmiðl- un frá Háskóla Íslands. Björg hefur m.a. starfað sem blaðamaður, formaður Stúdentaráðs HÍ, kynningarfulltrúi og verkefnastjóri. Á síðustu misserum hefur hún starfað sem fréttamaður á RÚV en er nýtekin við sem umsjónar- maður Síðdegisútvarpsins á Rás 2. Þegar Börg minnist á vinnustaðapólitík kemur RÚV fljótlega upp í umræðunni, enda einn umtalaðasti vinnustaður landsins. Björg segir umræðan um RÚV því miður oft of neikvæða og nánast í frasalíki. Hávær gagnrýni um vinstrisinnaða fréttastofu sé t.a.m. mjög ósanngjörn. Reglulegar traust- mælingar sýni annað. „Landsmenn treysta þessum fjölmiðli best. Ég skil mínar pólitísku skoðanir eftir þegar ég fer í vinnuna á morgnana, ég myndi ekkert endast lengi í djobbinu ef ég ætlaði að gera þetta einhvern veginn öðruvísi. Ég hef ekki orðið vitni að öðru á fréttastofu RÚV,“ segir Björg. Hún segir margt mjög vel gert þar, þó auð- vitað geti ekki allir verið sammála um hvað er gott eðli málsins samkvæmt. Að því sögðu eigi allir að hafa skoð- anir á ríkisfjölmiðlinum. „Kollegi minn gerði nýlega rannsókn á fjölmiðlum hér á landi og þar kom í ljós að það væri minna greinanlegt á RÚV en á öðrum fjölmiðlum að karlmenn tækju harðar fréttir eða væru leiðandi. Þessar niður- stöður komu mér ekki á óvart, ég hef ekki upplifað annað en að reynt sé að rótera hverjir taka fyrstu fréttir, hverjir eru að lesa fréttir og stýra umfjöllun- um á öllum póstum, hvernig vaktir eru mannaðar – það er pælt í þessu öllu og það er gott. Á RÚV vinnur góð blanda ólíks fólks á ólíkum aldri og mismund- andi kynslóðir eiga díalóg um hin ýmsu málefni. Þannig fær maður líka speglun, sem er jákvætt að mínu mati en verður að virka í báðar áttir,“ segir Björg sem þykir greinilega vænt um vinnustaðinn. En hvernig kom það til að hún fór að vinna á RÚV? „Ég sá bara auglýst eftir fréttamönnum fyrir einu og hálfu ári og hugsaði með mér að þetta gæti verið gaman að prófa. Ég er ógeðs- lega forvitin að eðlisfari og hef mikinn áhuga á samfélaginu og ég vil helst vera þar sem eitthvað að gerast. Ég vil hafa svolítið líf í tuskunum,“ segir Björg. „Ég hef alla tíð haft mikla þörf fyrir að skrifa, hef til dæmis haldið dagbækur í fleiri ár og mér datt í hug að sá áhugi gæti nýst í fréttaskrifin. Ég skrifa oft einhverjar karakterlýsingar og sketsa og að því leyti eru þessir heimar ekki ósvipaðir. Þau eru þó ólík lögmálin í þessum tveimur söguheimum. Í öðr- um þeirra fæ ég að skálda og búa til, í hinum verð ég að fara eftir ströngustu kröfum um að segja satt og rétt frá,

x

Gaflari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gaflari
https://timarit.is/publication/1097

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.