Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.09.2014, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 12.09.2014, Blaðsíða 20
Fáðu þetta heyrnartæki lánað í 7 daga - án skuldbindinga Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu og fáðu Alta til prufu í vikutíma Sími 568 6880 Prófaðu ALTA frá Oticon Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | Sími 568 6880 | www.heyrnartækni.is | Góð heyrn er okkur öllum mikilvæg. ALTA eru ný hágæða heyrnartæki frá Oticon sem gera þér kleift að heyra skýrt og áreynslulaust í öllum aðstæðum. ALTA heyrnartækin eru alveg sjálfvirk og hægt er að fá þau í mörgum útfærslum. „Ég væri til í að fara til Tyrk- lands. Þeir eru að fá til sín marga af bestu leikmönnum heims í dag og það er einhver stemning. Svo er Istanbúl ein skemmtilegasta borg sem ég hef heimsótt, svo það væri gaman. Eins er ég með tilboð frá Belgíu sem virkar spennandi en það þarf margt að ganga upp í þessu áður en maður ákveður eitt- hvað. Ég hef líka fengið nokkur til- boð frá Spáni, sem er kannski ekki eins spennandi. Ég vil berjast um titla, ég hef ekki gert það lengi og maður finnur að það er ekki sjálf- gefið. Þangað til ég tek ákvörðun nýt ég þess að vera með fjölskyld- unni. Ég er mikill fjölskyldumaður,“ segir Jón sem er í sambúð með Lilju Björk Guðmundsdóttur lögfræðingi og eiga þau tvö börn, þau Guðmund Nóel 3 ára og Stefaníu Björk sem varð 1 árs í sumar. Jón verður 32 ára síðar í mán- uðinum og gerir sér grein fyrir því að hann á aðeins nokkur ár eftir sem atvinnukörfuknattleiksmaður. „Ég get hæglega spilað í u.þ.b. 4 ár til viðbótar, á háum standard. Ég held samt að hausinn sé orðinn þreyttari en líkaminn. Persónulega langar mig ekki að spila svona lengi, mig langar að fara að koma heim og gera eitthvað annað.“ Þið eruð genatískt heppnir þið bræður, eigið báðir auðvelt með að halda ykkur í toppstandi, þrátt fyrir aldur. „Já, ég hugsa það, en vissulega hefur maður séð vel um líkamann, sérstaklega undanfarin ár og með því getur maður lengt ferilinn um nokkur ár,“ segir Jón sem er, eins og flestir vita, bróðir Ólafs Stefáns- sonar handboltamanns. „Maður finnur mun á líkam- anum, það er ekki lengur hægt að háma í sig McDonalds og fá sér bjór kvöldið fyrir æfingu. Maður gat það þegar maður var yngri og fór létt með það. Ég er samt ekki alveg jafn ferskur og Óli sem spilaði til fertugs og hafði gaman af því. Ég er á öðrum stað. Ég er byrjaður að fá heimþrá og langar að fara að gera eitthvað annað. Konan mín vill líka fara að vinna í sínu fagi, og við viljum að börnin fari í íslenska skóla.“ Kjöt- og fiskverslun Jón Arnór er komin með annan fótinn heim til Íslands og er farinn að einbeita sér að rekstri kjöt- og fiskverslunar í miðborginni. „Ég hefði aldrei veðjað á að ég mundi opna fisk og kjötverslun fyrir nokkrum árum. Þetta er hug- mynd frá Pavel Ermolinski, vini mínum og félaga í landsliðinu. Hann fékk mig með í þetta. Við fundum húsnæði sem hentaði og við fengum strákana á SNAPS til þess að vinna í þessu með okkur, þar sem við höfum aldrei unnið í matariðnaði áður. Þá fór hug- myndavinnan í gang og það er svo rosalega gaman. Gaman að fá hug- myndir og gera eitthvað í því. Ég hef aldrei verið týpan sem gerir eitthvað spontant, en þetta var spennandi og eg ákvað að stökkva á þetta,“ segir Jón Arnór. Kjöt og fiskverslunin Strætið mun opna í lok september í gömlu kjallarahúsnæði við Bergstaða- stræti 14, sem eitt sinn hýsti Bern- höftsbakarí. „Ég hef lengi verið á Spáni og Ítalíu og þekki vel matarmenningu þessara landa og Pavel var líka lengi á Spáni og Frakklandi. Okkur langar að færa þessa stemningu hingað heim. Miðbærinn er orðinn svo skemmtilegur í Reykjavík og sérstaklega í kringum Skóla- vörðustíginn og Þingholtin. Þetta vantaði og við ætlum að gera þetta almennilega.“ Ætlar þú þá að standa vaktina við búðarborðið? „Á sumrin, alveg klárlega, ég verð mættur og er mjög spenntur. Við viljum kynnast fólkinu og hverfinu og höfum verið að því. Það eru alltaf einhverjir að kíkja við þegar við höfum verið í fram- kvæmdunum. Þetta verður hverf- isbúð, með hverfisbúðaranda. Ég hlakka mjög mikið til.“ „Mér finnst eins og ég sé að staðna í boltanum, kannski er það vegna þess að ég hef þurft meiri áskorun undanfarin ár. Við erum búin að eignast tvö börn með stuttu millibili þannig að maður vill eyða meiri tíma með þeim. Mig langar að klára stúdentinn, á mjög lítið eftir og í rauninni fáránlegt að vera ekki búinn að því, svo hugurinn er svona aðeins farinn að leita annað.“ Heldurðu að EM á næsta ári verði þínir síðustu leikir með ís- lenska landsliðinu? „Það gæti verið, en það er ekkert ákveðið. Ég hef velt því fyrir mér og þarf ekkert að fara í felur með það. Það væri fullkominn endir með landsliðinu, ég væri samt alveg til í að taka þátt á einhvern annan hátt.“ Ertu að gæla við þjálfun? „Nei, en hef mikinn áhuga á viðskipta- hliðinni á íþróttinni og áhuga á því að hjálpa hæfileikaríkum leikmönn- um að komast út. Það getur verið erfitt og þá er gott að geta leitað til einhverra sem vit hafa á því. Ég er með mikil tengsl og í rauninni meiri tengsl en ég geri mér sjálfur grein fyrir.“ Elsta systirin límið í hópnum Jón Arnór kemur úr stórum systk- inahópi og segir þau öll samheldin en ólík. Ásamt Óla eru það Eggert sem spilaði lengi knattspyrnu með Fram, en er flugmaður hjá Ice- landair í dag, Stefanía sem er tenn- isleikari og Íris barnasálfræðingur sem er elst. „Hún er svona stóra systirin sem gnæfir yfir okkur hin og hefur alltaf verið til staðar, gull af manneskju,“ segir Jón. „Hún er límið í hópnum, finnst mér, en við erum öll mjög náin. Þó við hittumst ekkert endilega oft öll saman, þá er ástin til staðar.“ Þú hefur ekkert hent þér eins djúpt í heimspekina eins og bróðir þinn? „Nei, ég hef alveg lesið hana, en ekki kafað í hana eins og hann. Ég get alveg skilið áhugann en er ekki mikið að velta fyrir mér ósýni- legum hlutum og slíku. Það er hægt að grafa djúpt, en fyrir mér er alltaf hægt að fara dýpra og dýpra, en maður kemst aldrei alveg upp,“ segir Jón Arnór kíminn. „Þetta er endalaus pæling en engin niður- staða. Það er kannski það sem heillar mig ekki. Ég veit ekki hvort við erum líkir, ég átta mig ekki á því. Örugglega, við erum nú bræður, en allir samt mjög ólíkir.“ „Ég er búinn að vera úti meira og minna síðan ég var 15 ára, þegar ég fór til Bandaríkjanna í skóla, og hef verið einn meira og minna allt mitt líf. Ég kynntist Lilju í kringum 2009 og síðan hef ég viljað rækta samband mitt við vini og fjölskyldu meira. Það er mikill skóli að vera einn erlendis í svona langan tíma. Maður lærði það snemma að standa á eigin fótum og þetta er harður heimur. Mig hefur vantað fjölskyld- una oft á tíðum, það er ekkert gam- an að upplifa alla hluti einn, erfitt að geta ekki deilt upplifuninni með einhverjum nema í gegnum ein- hvern síma sem ég er ekki hrifinn af. Ég er mjög mikill Íslendingur í mér. Það kom til dæmis aldrei til greina að eignast erlenda konu, ís- lenska blóðið er mjög dómínerandi í mér,“ segir Jón Arnór. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is „Við höfum bara ekkert verið góðir í körfubolta,” segir Jón Arnór Stefánsson sem hér sést í leik með Lottomatica Roma á Ítalíu. Jón Arnór lék með Rómverj- unum í eitt tímabil. 2000-2002 ........................................... KR 2002-2003 ................................. TBB Trier 2003-2004 ................... Dallas Mavericks 2004-2005 ....Dynamo Saint Petersburg 2005-2006 ....................... Carpisa Napoli 2006-2007 ................. Parmesa Valencia 2007-2008 ................ Lottomatica Roma 2008-2009 ........................................... KR 2009-2011 .............................CB Granada 2011-2014 ............................ CAI Zaragoza FErlill Jón Arnórs 20 viðtal Helgin 12.-14. september 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.