Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.09.2014, Side 34

Fréttatíminn - 12.09.2014, Side 34
citroen.is C3 LÆGRA VERÐ - FRÁ 2.250.000 KR. Brimborg og Citroën áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. Nýir og notaðir bílar: Söludeild er opin alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16. Við frumsýnum nýja bíltækni á lægra verði. Hinar nýju PureTech vélar frá Citroën hafa meiri kraft, lægri eldsneytiseyðslu og 25% minni losun koltvísýrings en fyrri kynslóðir slíkra véla. Eldsneytiseyðsla Citroën C3 með nýju PureTech vélinni er aðeins 4,3 l/100 km í blönduðum akstri. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 Komdu og reynsluaktu vel búnum Citroën C3. CRÉATIVE TECHNOLOGIE NÝR CITROËN C3 LÆGRA BÍLVERÐ - MINNI EYÐSLA „Það var annað sem mér fannst stórkostlegt að upplifa í þessari ferð og það var þegar nokkr- ir strákar úr fátækrahverfinu sem við heim- sóttum við útjaðar höfuðborgarinnar plötuðu mig til að spila með sér fótbolta,“ segir Ólafur Darri og hlær. „Þeir kölluðu í mig og bara drógu mig bókstaflega inn í leikinn og ég hef sjaldan skemmt mér jafn vel. Það er svo merki- legt að sjá svona mikla gleði og fegurð innan um annars þessa miklu neyð sem þarna ríkir. Því eins og þetta var nú falleg stund þá var þessi heimsókn í fátækrahverfin eitt það erfiðasta við ferðina. Það fyrsta sem slær mann þar er lyktin og mikið rusl allsstaðar. Svo eru bara börn út um allt. En samt er svo áber- andi hvað allir eru að reyna að bjarga sér, það er svo mikil von. Á einum staðnum sáum við eins- konar endurvinnslustöð þar sem fólk fer með allt endurnýtanlegt úr ruslinu og fær greitt fyrir. Á öðrum stað í hverfinu er starf- rækt þvottahús. Það eru allir að vinna alls staðar.“ Barnungar stúlkur í vændi Blendnar tilfinningarnar sem Ólafur Darri upplifði í fátækra- hverfinu breyttust í sorg þegar hann hitti fyrir barnungar stúlk- ur sem neyðast til að stunda vændi til að lifa af. „Sú yngsta sem við sáum var ellefu ára. Það var hryllilega sorglegt. Ég talaði við nokkrar þeirra og þær voru bara börn, þetta var mjög átakanlegt. Við hittum þarna konu, sem stundaði vændi áður, sem tók það upp hjá sjálfri sér að passa upp á vændiskonur í hverfinu, hjálpa þeim og veita þeim ráðgjöf. Hún fór að dreifa smokkum til þeirra og þá setti UNICEF sig í samband við hana og fór að að- stoða hana. Svo núna er hún komin í samstarf við UNICEF. Ég verð bara að segja aftur hversu frábært mér finnst það vera að svona stór sam- tök sem starfa um allan heiminn vinna á svona sterkan hátt innan samfélaganna og með þeim. Sjálfboðaliðar í pínu litlu þorpi á Madagaskar, og á ótal öðrum stöðum í heiminum, fá tæki og tól frá UNICEF sem hefur áhrif svo langt upp stigann.“ Börnin skipta mestu máli „Maður fær ákveðið samviskubit yfir því að lifa svona góðu lífi þegar aðrir eiga svona lítið. Ekki það að ég sé ríkur maður, en samt finnst mér ég skyldugur til þess að leggja eitt- hvað af mörkum til að gera heiminn að betri stað,“ segir Ólafur Darri og notar tækifærið til að hvetja alla til að gerast heimsforeldar UNICEF. „Fyrir flest okkar eru 2500 krónur á mánuði ekki miklir peningar. Eftir að hafa fengið að fara á stað sem nýtur svona góðs af þessu framlagi þá get ég ekki annað en mælt með því að allir sem geti gefi þessa gjöf til barnanna með hjálp UNICEF. Ég veit að við erum öll sammála um það að standa vörð um réttindi og hag barna, allra barna sama hvar þau fæðast og alast upp. Gamla klisjan á vel við um það að þegar maður eignast sjálfur börn og getur ekki bara rétt öðrum þau þegar maður er orðinn þreyttur þá opnast fyrir manni nýr heimur. Maður verður þátttakandi í þessum stórkostlega hugarheimi barnsins, sem bara hættir ekki að koma manni á óvart. Dætur mínar gera það að verkum að maður getur ekki beðið eftir að vakna og heyra fleiri gullmola og djúpvitrar pælingar. Á sama tíma, um allan heim, hugsa ótal foreldrar það sama en eru í ofanálag áhyggjufullir um framtíð og heilsu barnanna sinna vegna þess að ytri aðstæður þeirra eru á annan veg en okkar. „It takes a village to raise a child“ og börn heimsins eru á ábyrgð okkar allra. Það er bara ekkert mikilvægara en börnin.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is heimsföreldrar Heimsforeldrar UNICEF mynda net sem nær um alla heimsbyggðina og grípur bágstödd börn sem þurfa hjálp. Heimsforeldrar gæta að velferð barna um heim allan, hjálpa börnum sem eiga undir högg að sækja, börnum á öllum aldri, í ólíkum aðstæðum – allan ársins hring. Í dag gæti gjöf þín sem heimsforeldri hjálpað ungri stúlku að ganga í skóla í fyrsta sinn. Á morgun gæti barn fengið meðferð við alvarlegri vannær- ingu eða losnað undan barnaþrælkun. Heims- foreldrar styðja þannig ekki við eitt barn í einu samfélagi heldur hjálpa börnum um allan heim. „Börnin þurfa að hafa málsvara, ein- hvern sem passar upp á að þau njóta réttinda sem við á Íslandi teljum sjálf- sögð, einhvern sem hjálpar börnunum og fjölskyldum þeirra með mat, skóla, föt, lyf og fleira. Það er það sem UNICEF gerir, á Madagaskar og í ótal löndum í heiminum. UNICEF starfar í yfir 190 löndum í heiminum og eru rekin áfram með hjálp hugsjóna- fólks eins og heims- foreldra og af ástríðu fyrir réttindum og velferð barna. Það er eitthvað sem ég vil vera hluti af. Þess vegna er ég heims- foreldri.“ 34 viðtal Helgin 12.-14. september 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.