Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.09.2014, Síða 38

Fréttatíminn - 12.09.2014, Síða 38
Nú til dags – á Íslandi – veit ég af feðrum sem banna sonum sínum að fara í ballett Í Kristiansund í Noregi var lítil stelpa að æfa sig í að dansa ballett á leikskólanum og um sama leyti var íslenskur drengur að gera slíkt hið sama í Svíþjóð. Bæði fundu þau ástríðuna fyrir ballettdansi strax á unga aldri en það reyndist drengnum erfiðara en stúlkunni að láta drauma sína rætast. „Þegar ég byrjaði í ballett bjó ég með fjölskyldu minni í Sví- þjóð,“ segir Kári Freyr Björns- son. „Mamma keyrði eldri systur mína í balletttíma og beið meðan tíminn var og ég fór alltaf með. Ég skildi ekki hvers vegna ég mætti ekki byrja að læra við sama skóla. Þegar ég var fjögurra ára rættist draumurinn og ég hóf ballettnám í Västerås.“ Þá þegar var eiginkona Kára Freys, Christine Thomassen, byrj- uð í námi við ballettskóla þótt þau séu jafngömul – og það er ástæða fyrir því að hún fékk að hefja ball- ettnám aðeins þriggja ára: „Ég var þriggja ára og átti marga vini á leikskólanum í Kristi- ansund sem voru byrjuð í ballett. Þau voru að kenna mér ballettspor en ég átti að bíða fram að fjögurra ára afmælinu mínu til að mega byrja í námi við ballettskóla,“ segir Christine brosandi. „Ég neitaði að trúa því að ég yrði orðin nokkuð betri eftir nokkra mánuði, svo mamma fór með mig í ball- ettskólann til að kennarinn segði mér að fjögur ár væri lágmarks- aldur. Kennarinn spurði hvort ég kynni nokkuð í ballett. Ég hélt nú það og dansaði fyrir hann. Þannig fékk ég að byrja í ballettskóla nokkrum mánuðum fyrr þannig að ég var bara þriggja ára þegar ég vissi hvað ég vildi.“ Viðtekin venja að leggja ball- ettstráka í einelti Það hefur lengi loðað við Ísland að leggja í einelti börn sem eiga aðra drauma en flestir, hvað þá ef draumarnir tengdust dansi. Ég spyr Kára því hvort hann hafi orðið fyrir einelti: „Já heldur betur,“ segir hann. „Við fluttum heim þegar ég var sjö ára og þá fór ég í Lækjarskóla og stundaði ballettnám hjá Guð- björgu Björgvinsdóttur. Fyrstu árin var ég eini strákurinn í tím- unum en það voru nokkrir eldri komnir lengra. Strákum á mínum aldri fjölgaði eitthvað á unglings- árum mínum. En eineltið í Lækjar- Það var einn af þessum fallegu sumarmorgnum þegar leið mín lá í fallegt hús við Lækinn í Hafnarfirði. Þar innandyra biðu mín tveir eftir- sóttir ballettdansarar – sem reyndar hafa aldrei dansað á Íslandi þar sem enginn áhugi var fyrir því að fá ballettinn þeirra hingað heim. Hún er norsk, hann íslenskur. Þau sögðu mér af lífinu innan ball- ettsins, hörku sem stundum er beitt þegar velja á dansara og hvað það er sem er sterkara en listin. Þyrnirósarkoss leiddi til hjónabands skóla var svo mikið að ég færði mig í Setbergsskóla, en það hafði lítið að segja. Þetta var einhvern veginn við- tekin venja. Mér leið oft óskaplega illa en sem betur fer gat ég talað við fjölskyldu mína um það. Ef einhver sem les þetta viðtal á barn sem hefur áhuga á að læra eitthvað annað en það sem þykir gott og gilt, ráðlegg ég þeim einstaklingi að fara algjörlega eftir draumi sínum og láta engan verða til þess að eyðileggja hann. Umfram allt að þegja ekki yfir eineltinu… það er mín ráðlegging. Missa aldrei sjónar á draumnum og ræða vanlíðanina.“ Við sitjum á fallegu heimili foreldra Kára í kyrrðinni við Lækinn. Móðir Kára, Ragnheiður Gestsdóttir, er þrautþjálfuð ballettmamma og segir að þegar börnin hennar hafi farið í ballett, hafi ríkt fordómar gagnvart strákum og því miður ríki þeir enn. „Nú til dags – á Íslandi – veit ég af feðrum sem banna sonum sínum að fara í ballett,“ segir hún. „Það virðist sem margir karlmenn áliti ballett bara vera sokkabuxur, tútúpils og eitthvað bleikt!,“ bætir hún við brosandi. „Þetta er algjör vanþekking, enda kannski ekki skrýtið þar sem ballett er sjaldn- ast sýndur í sjónvarpi hér. Fólk fær svo lítið innlit inn í þessa veröld.“ Pressan meiri á strákum að gera það sem „allir“ gera „Ég hef aldrei skilið þessa fordóma,“ segir Christine. „Það er oft hóp- þrýstingur sem orsakar hvað það er sem börn velja og þau láta oft undan þrýstingi vina og skólasystkina um að skipta um áhugamál. Það eru bara þeir sem eru með eru með trausta sjálfsmynd, sem standast það að fara eftir köllun sinni. Það er ekki endilega það sem börnin langar mest til að gera sem verður ofan á. Það vilja kannski ekki allir strákar spila fótbolta en gera það því það er það Framhald á næstu opnu Kári Freyr og Christine með soninn Sebastian Frey sem fæddist í janúar síðastliðnum. Ljósmynd/Teitur 38 viðtal Helgin 12.-14. september 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.