Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.09.2014, Síða 42

Fréttatíminn - 12.09.2014, Síða 42
Steinbökuð súrdeigsbrauð að hætti Jóa Fel Nýtt – Toscana, súrdeigsbrauð með heilkorni Fjallabrauð, grófkorna súrdeigsbrauð með fræjum Sveitabrauð, dökkt súrdeigsbrauð með rúgi mjög vinsælir í öllum uppfærslum og Kári hefur þess vegna alltaf fengið mikið að gera, sérstaklega í nútímadansi.“ „Það hefur tekist mjög vel til í Noregi að byggja upp áhuga á ball- ett,“ segir Kári Freyr. „Á haustin er uppselt á stóran hluta sýning- anna. Það er algengt að aðsókn sé 85% á hverja sýningu. Það gefur mjög jákvæða mynd af ball- ettinum, bæði vegna þess að við sýnum mikið af nútímaballett og áhorfendahópurinn verður yngri. Við sýnum að jafnaði 100 sýn- ingar á ári, en vissulega erum við Christine ekki með í þeim öllum. Fyrir jólin í fyrra tók ég þátt í 45 uppsetningum af 50.“ Mikilvægara en listin En nú er heldur betur orðin breyt- ing á lífshögum ykkar. „Já, sonurinn Sebastian Freyr fæddist 6. janúar á þessu ári,“ segja þau stolt. ,,Við erum orðin 36 ára og ástæða þess að við biðum með barneignir er sú, að ég hef verið meira og minna löskuð eftir dansferil minn og það hefur tekið mikinn tíma að laga það,“ segir Christine. „Þar sem ég er sóló- dansari er ég ekki viss um að hægt sé að gefa allt sem þarf til eftir að maður hefur eignast barn. Ég er ekki að segja að ég eigi ekki möguleika á góðri endurkomu – kannski jafnvel sterkari – því nú hef ég annað sjónarhorn á lífið – sem er mikilvægara en listin.“ „Sem betur fer býr mamma Christine í Osló,“ segir Kári Freyr. „Ég veit ekki hvernig við færum að ef hennar nyti ekki við núna þegar vinnan fer á fullt. Það er ekki sjálfgefið að hafa einhvern til að gæta Sebastians. Með okkur vinna margir útlendingar sem eiga lítil börn en eiga engan að í borginni og það er mjög dýrt að kaupa barnagæslu á kvöldin.“ „Ef atvinnan breytist ekkert mun annað okkar þurfa leyfi til að hætta klukkutíma fyrr á æfingum til að sækja hann á leikskólann,“ bætir Christine við. „Það eru bæði ung pör og hjón sem dansa við ballettinn, fólk frá fjórtán þjóð- löndum.“ Harkalegar hæfnisprufur Þau segja oft geta verið erfitt að fara í „audition“ eða hæfnispróf, því þeir sem veljast ekki í dansinn upplifi höfnun: „Það er verið að hafna manni sem manneskju,“ segir Christine. „Það er erfitt að aðgreina mann- eskjuna og dansarann, því þau eru svo samofin. Ballettheimurinn er harður heimur. Það er ekki auð- velt að fá vinnu og til dæmis má nefna að ef það losnar staða við Oslóarballettinn eru um 100-200 manns sem sækja um hana. Það er mikil samkeppni meðal dansara og jafnvel við sem höfum starfað lengi við ballettinn finnum fyrir henni. Það eru oft hæfnispróf, það koma nýir dansarar og þetta er óvægin atvinnugrein. Ég elska starfið af öllu hjarta, en ef ég á að gefa ungum ballettdönsurunum ráðleggingu, þá er hún sú, að það nægir ekki aðeins að langa til að dansa, þeir verða að hafa brenn- andi innri þörf til að dansa, Sá sem hefur ekki raunverulega þrá til að leggja ballett fyrir sig, á að sleppa því. Það er erfitt að heyra þegar verið er að ráða inn í hlut- verk: „Já þessi er falleg, þessi líka, þessi er ekki nógu falleg“ og eftir því sem ég verð eldri á ég erfiðara með að heyra þessar raddir. Þá skynjar maður hvers konar harka er í þessum heimi. Það er ekki nóg að fólk geti dansað vel, heldur er líka verið að leita að sérstökum einkennum.“ Kári bætir við: „Stundum er val- ið í hlutverkin þannig að allir fara í röð og svo heyrist: Þú mátt vera, þú ferð, þú ferð, þú verður, þú ferð, þú verður... Líkaminn er auðvitað hljóðfæri okkar dansaranna og í Oslóarballettnum er farið eftir því hversu góðir dansarar eru.“ Bauð Listahátíð að koma með norska ballettinn Nú heyrist í herra Sebastian Frey gegnum kalltækið og öll vilja þau fá að sækja hann. Það er afinn, Björn Þór Sigurbjörnsson, sem hefur heiður af að koma með hann til okkar, en umræddur afi hefur líka séð okkur alveg fyrir kaffi- og teveitingum þennan morgun. Barnið er hreint út sagt gullfallegt og geislar af hamingju og hann hefur gríðarlega mikið til málanna að leggja: „Hann sagði fyrstu tvö orðin í fyrrakvöld,“ segir Christine stolt. „Hann sagði mamma og svo pabbi, svona til að særa engan!“ En hefur þau aldrei langað til að dansa á Íslandi? „Jú, auðvitað,“ segir Kári. ,,Ég bauð einu sinni Listahátíð í Reykjavík hvort þau vildu að norski Þjóðarballettinn kæmi, en það var enginn áhugi svo ekkert varð úr því.“ París og Prag Sumarfríið 2014 var að renna sitt skeið og fram undan mikil vinna hjá þeim báðum: „Ég fer með Þjóðarballettnum til Parísar þar sem við sýnum þrjú verk eftir Jiri Kylian,“ segir Christine. „Kári verður þá kominn í feðraorlof og þeir Sebastin munu rölta um göturnar og njóta þess að vera í París meðan mamman vinnur.“ Kára bíður vinna við dansmynd sem Jo Strömgren, sem hefur sett upp leiksýningar hér á Íslandi, ætlar að gera; „Þetta verður dansmynd sem endar á tökum á veitingastað í Prag en í raun veit ég ekki mikið meira um verkið,“ segir Kári. „Ég hlakka mjög til þess að vinna með Jo Strömgren sem er mikils virtur á sínu sviði.“ Hver dagur er veisla Þau byrjuðu fríið í sumar á því að leigja lítinn sumarbústað í Frakk- landi: „Það var mjög notalegt að vera þar, kaupa gott hráefni og dunda okkur við að læra nýjar upp- skriftir. Við eldum alltaf saman af þeirri einföldu ástæðu að ballett- dansarar hafa ekki tíma fyrir nein áhugamál, svo við urðum að finna okkur sameiginleg áhugamál út frá því sem við gerðum daglega. Og það er náttúrlega að elda mat. Við borðum alltaf við dúkað borð með logandi kertaljós og þægi- lega tónlist í bakgrunni.“ Ragnheiður, mamma Kára, skýtur inn í að það sé veisla hjá þeim alltaf þegar foreldrarnir koma í heimsókn, en það sé bara þeirra háttur dags daglega: „Hversdagurinn er veisla hjá þeim,“ segir hún. Þau segja mér að þau eigi eftir fimm ár sem dansarar, komi ekk- ert upp á: „Við förum á lífeyri 41 árs,“ segir Kári. „Hann er 66% af laun- unum okkar, sem sagt ekkert til að hrópa húrra fyrir. Við verðum því að finna okkur nýtt lífsviður- væri þegar að þessum tímamót- um kemur.“ „Flestir dansararanna hafa enga menntun að baki nema dansmenntunina,“ segir Christine. „BA próf dugar ekkert, nú þarf fólk að hafa lokið masters- námi til að fá vinnu. Þannig að þegar við hættum þurfum við annað hvort að afla okkur nýrrar menntunar – og vera í fyrsta sinn að sækja um vinnu á almennum markaði hátt í fimmtugt – eða skapa okkur eitthvað sem tengist dansgrunninum okkar. En við kvíðum ekki framtíðinni, þótt vissulega muni það verða skrýtið að mæta ekki í Óperuhúsið fimm daga vikunnar eftir tuttugu ára starf þar.“ Anna Kristine ritstjorn@frettatiminn.is Kári var prinsinn en mér datt nú ekki í hug þegar hann beygði sig niður að kyssa mig að þarna væri alvöru prinsinn minn mættur, segir Christina. Ljósmynd/Teitur 42 viðtal Helgin 12.-14. september 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.