Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.09.2014, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 12.09.2014, Blaðsíða 62
Þar sem atvinnumennirnir hjóla er þér óhætt... SPECIALIZED BICYCLES & COMPONENTS KRÍA HJÓL GRANDAÐGARÐUR 7 101 REYKJAVÍK s.5349164 H austið er gott til að stunda tiltölulega rólegar fjalla-hjólreiðar í bæjarhlaðinu. Flestar keppnir sumarsins búnar og engin að setja pressu á þátt- töku í þeim. Eldfjöll koma líka í veg fyrir að menn séu mikið að þvæl- ast á hálendinu og svo er líka sam- félagslega ásættanlegt að kaupa splunkuný grófmynstruð dekk und- ir hjólið þegar fer að hausta. Þau er hægt er að brúka alveg þangað til það verður samfélagslega ásættan- legt að setja nagladekkin undir við fyrsta frost. Það þarf sem sé ekkert að fara lengst upp á fjöll til þess að nýta nýju dekkin. Þótt það sé auð- vitað gaman – í það minnsta á leið- inni niður. Í Reykjavík og á svæðinu í kringum höfuðborgina er nefni- lega að finna margar skemmtilegar leiðir og stíga til að hjóla á. Heið- mörkin er alltaf vinsæl, svæðið í kring um Rauðavatn líka. Helgafell- ið og Lækjarbotnarnir hafa komið sterkt inn í sumar og það er hægt að hjóla við Hvaleyrarvatn í Hafn- arfirði. Jaðarinn svokallaði, svæðið milli Bláfjallaafleggjarans og Heið- merkur, er svo ein skemmtilegasta og fjölbreyttasta leiðin sem hægt er að finna hérna í bæjarhlaðinu. Þó gleymist oft að í hjarta Reykja- víkur höfum við bæði krefjandi og skemmtilegt svæði með nokkrum mismunandi leiðum. Öskjuhlíðina sjálfa. Fögur er hlíðin Öskjuhlíðin er frábær fjallahjóla- vin þar sem undanfarin ár hefur myndast sú hefð að keppa um sjálf- an Íslandsmeistaratitilinn. Það eru því nokkrar leiðir sem hafa verið „skornar“ í hlíðina þar sem fjallahjó- lagarpar geta valið á milli. Hring- irnir eru yfirleitt um 5 kílómetrar samkvæmt keppnisstöðlum í grein- inni. Nokkrar mismunandi „brautir“ er um að velja þótt þær reynist oft erfitt að finna við fyrstu sýn. Þær skarast líka þó oft, enda ekki um það marga ferkílómetra að velja. Auk þess sem hægt er að auka enn á fjölbreytnina með því einfaldlega að hjóla brautirnar öfugt. Það er einfalt að mæta og hjóla eftir stígunum í hlíðinni til að byrja með. Færa sig svo rólega upp á skaftið eða skaptið eftir því hvernig stemningin er. Það eru nokkur hjól- ...eða svona næstum því – ef farið er varlega. Það þarf heldur ekkert að leita langt yfir skammt til að finna skemmtilegar fjallahjólabrautir í og við höfuðborgina þar sem þeir allra bestu bæði hanna og keppa. Á Strava.com er að finna brautina sem notuð var í Ís- landsmótinu í fjallahjólreiðum í Öskjuhlíðinni ásamt fleiri skemmtilegum leiðum. 62 frítíminn Helgin 12.-14. september 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.