Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.09.2014, Síða 91

Fréttatíminn - 12.09.2014, Síða 91
12. september 2014 — 7 — Á hersla á heilsueflingu á vinnustöðum hefur verið sífellt meira áberandi seinustu ár. Vaxandi áhugi er hjá fyrirtækj- um og stofnunum að bjóða upp á heilsustyðjandi vinnuumhverfi, segir Guðbjörg Helga Birgis- dóttir, hjúkrunar- og lýðheilsu- fræðingur hjá Vinnuvernd ehf. Hvert er ykkar starfssvið? „Vinnuvernd er þjónustufyrir- tæki sem sérhæfir sig á sviði vinnuverndar og heilsueflingar á vinnumarkaðinum. Starf okk- ar beinist að starfsmönnum, en breiður hópur fagaðila starfar hjá Vinnuvernd. Með sameigin- legri sérfræðiþekkingu er boðið upp á heildræna þjónustu á þessu sviði og eru verkefnin sniðin að þörfum hvers og eins. Viðskipta- vinahópurinn er fjölbreyttur og fyrirtæki af öllum stærðargráð- um nýta þjónustuna.“ Hvert er markmiðið með þjónust- unni sem veitt er? „Markmið þjónustunnar er að stuðla að bættri heilsu og líðan starfsmanna, auk þess að huga að öryggi og almennri starfs- ánægju. Við Íslendingar erum ennþá aftarlega á merinni í þess- um efnum ef við berum okkur saman við nágrannaþjóðirnar. Það er þó jákvæð þróun í gangi og hægt og rólega erum við að mjakast í rétta átt, sem eru góð- ar fréttir, því ekki er vanþörf á auknum heilsutengdum forvörn- um hérlendis.“ Hver er ávinningurinn af svona þjónustu? „Heilsuefling er án efa góð fjár- festing sem skilar ávinningi til starfsmanna jafnt sem vinnustað- arins sjálfs. Við hjá Vinnuvernd finnum fyrir breyttum áherslum stjórnenda og auknum kröfum starfsfólks í þessum efnum. Það hefur orðið mikil vakning sein- ustu ár og stórnendur eru með- vitaðari en áður um mikilvægi þess að vera vakandi fyrir sínu fólki hvað vinnuumhverfi snertir og heilsufar starfsmanna varðar. Í heilsustyðjandi vinnuumhverfi er líðan fólks að jafnaði betri, sem aftur skilar sér í jákvæðari og heilsuhraustari starfskrafti, sem er dýrmætt.“ Af hverju heilsuefling á vinnu- stöðum? „Það er margt sem einstakling- urinn sjálfur getur gert til þess að auka lífsgæði sín, en ekki er verra að vinnustaðurinn stuðli að heilsusamlegri vinnustaðar- menningu. Vinnustaðurinn er frábær vettvangur til að ná til fjölda fólks og hafa áhrif. Þar dvelur fólk löngum stundum og eyðir jafnvel meirihluta sólar- hringsins. Árangur af heilsu- ef lingu hefur gjarnan marg- földunaráhrif, s.s. út í fjölskyldu viðkomandi starfsmanns, sem aftur skilar sér í bættri almennri lýðheilsu. Það er afar ánægjulegt að verða vitni að hugarfarsbreyt- ingu í átt að auknu heilbrigði hjá einstaklingum og jafnvel vinnu- staðnum í heild, þá er árangrin- um svo sannarlega náð.“ Hvaða þjónusta er svo í boði hjá ykkur? „Þessa dagana erum við að bjóða upp á skemmtilega heilsu- eflingu sem er jafnframt árang- ursríkt hópefli á vinnustaðnum. Þar er fléttað saman á skemmti- legan hátt, verkefni sem sjúkra- þjálfari, sálfræðingur og hjúkr- unarfræðingur koma að. Er þá boðið upp á prógramm í nokkrar vikur með fræðslu, forvörnum, hreyfiáskorun og heilsufars- mælingum í einum pakka. Ótal margt er hægt að gera til að efla heilsuna, stundum dugar jafn- vel að einhver einn starfsmaður sé hugmyndaríkur og gefi sér tíma til að skipuleggja heilsu- eflingarprógramm en mörgum finnst gott að geta þegið sér- hæfða þjónustu eins og hjá okk- ur ekki síst þegar tímaskortur er algengur. Fyrir utan það að skipu- leggja heilsueflingu er þjón- ustan margvísleg sem í boði er. Gjarnan er byrjað á því að gera samning um ákveðna þjónustu og lagður grunnur að trúnað- arlæknisþjónustu sem felur í sér aðgang að lækni. Trúnað- arlæknisþjónusta gefur starfs- mannahaldi möguleika á óháðu mati á veikindum starfsmanna, meðferðarmöguleikum, horfum og starfshæfni þeirra. Úrlausn- ir veikinda og fjarvista verða skjótari og geta því flýtt fyrir bata. Þá bjóðum við upp á fjar- vistarskráningu og símaráðgjöf hjúkrunarfræðings sem hentar fyrirtækjum með margar starfs- stöðvar og síbreytilegt vinnuafl. Mikilvægt að huga að heilsu og líðan starfsmanna Fjarvistasamtöl eru einnig vaxandi þáttur í þjónust- unni og hefur mælst vel fyrir og gefið góðan árang- ur. Fyrir utan fasta þjón- ustu stendur fyrirtækjum til boða að kaupa stök verk- efni, má þar nefna ýmis fræðsluerindi, skyndihjálp- arnámskeið, heilsufars- mælingar og árlegar bólu- setningar gegn inflúensu sem einmitt eru að fara í gang þessa dagana. Einn- ig bjóðum við upp á sér- hæfða þjónustu í bólusetn- ingum fyrir ferðamenn, sem kallast Ferðavernd. Þá annast sjúkraþjálfarar úttektir á vinnuaðstæðum, gerð áhættumats ásamt mati á umhverfisþáttum og fleira. Síðast en ekki síst, þá er fókusinn líka á andleg málefni, vinnu- sálfræðingur býður upp á álags- og streitustjór- nun, einelt isáætlunar- gerð, viðtalsmeðferðir og áfallahjálp, svo eitthvað sé nefnt.“ Að lokum segir Guð- björg að þrátt fyrir já- kvæða þróun og vitundar- vakningu á þessu sviði þá sé akurinn að mörgu leyti óplægður og því spennandi þróunarvinna fram undan hjá Vinnuvernd sem horfir jákvæðum augum til fram- tíðarinnar. Unnið í samstarfi við VinnuVernd. Markmið heilsueflingar  Bæta félagslega-, andlega og líkamlega heilsu  Stuðla að vellíðan  Auka stafsánægju  Bæta vinnuskipulag og vinnuum- hverfi  Tryggja öryggi Ávinningur heilsueflingar  Heilsuhraustara stafsfólk  Jákvæðari starfsmenn  Meiri starfsánægja  Meiri samheldni  Færri veikindadagar  Betri almenn lýðheilsa Í vetur langar okkur að leggja meiri áherslu á fyrirtæki í iðnrekstri og framleiðslu. Á þeim vettvangi eru fyrirækin oftar fámennari sem gera þau minna sýnileg. Við höfum tiltölulega minna þjónustað þau gegnum tíðina og við höfum hug á að bæta úr því.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.