Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 11
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN ■ Afgreiðsla á neyðargetnaðarvörn í apótekum Margrét Lilja Heiðarsdóttir1 lyfjafræðinemi Anna Birna Almarsdóttir1 lyfjafræðingur Reynir Tómas Geirsson23 kvensjúkdómalæknir Lykilorð: getnaðarvarnir, neyðargetnaðarvörn, þungun. ’Lyfjafræðideild HÍ, Haga, Hofsvallagötu 53,107 Reykjavík, 2kvennasviði, Landspítala, 3læknadeild HÍ. Fyrirspurnir og bréfskipti: Reynir Tómas Geirsson, kvennasviði Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. reynirg@landspitali. is Ágrip Tilgangur: Notkun neyðargetnaðarvarnar með levónorgestrel-töflum hefur orðið algeng eftir að bein afgreiðsla í apótekum var heimiluð. Kannað var hvernig lyfjafræðingar á höfuðborgarsvæðinu afgreiða neyðargetnaðarvörn. Efniviður og aðferðir: Alls voru 46 lyfjafræðingar af báðum kynjum og á öllum aldri beðnir um að svara spumingalista (svarhlutfall 84,8%) um hvernig þeir afgreiddu neyðargetnaðarvörn. Niðurstöður: Fjórir af fimm eyddu <5 mínútum í að ræða um neyðargetnaðarvörnina, en nær allir athuguðu tímalengd frá samförum. Fáir (20%) spurðu um heilsufarsvandamál, en lyfjanotkun og milliverkun við levónorgestrel var oftast könnuð. Tæpur helmingur benti á að neyðargetnaðarvörn dygði ekki gegn kynsjúkdómum, en 3/4 nefndu reglubundna getnaðarvörn. Nær allir (95%) spurðu um fyrri notkun neyðargetnaðarvarna. Aðeins 30% afgreiddu neyðargetnaðarvörn aftur í sama tíðahring. Helmingur lyfjafræðinganna vildi afgreiða karlmenn og aðstoða þá við að axla ábyrgð, en aðrir aðeins konuna sjálfa. Af þeim sem afgreiddu karlmenn sagðist helmingur (55%) ræða við konuna í síma til að tryggja rétta ávísun og upplýsingar. Nær þriðjungur ræddi sjaldan eða aldrei við skjólstæðinga í einrúmi. Ályktun: Lyfjafræðingar virðast sammála um meginatriði í afgreiðslu neyðargetnaðarvamar, en þó ekki hvað varðar afliendingu til karla. Aðstaða til að ræða viðkvæm málefni við skjólstæðinga mætti víða vera betri. Inngangur Á árinu 2007 vöktu fréttir um notkun neyðar- getnaðarvarna meðal unglinga talsverða athygli (Ríkisútvarpið og fleiri fjölmiðlar). Viðmælendur úr hópi unglinga töldu auðvelt að nálgast neyðargetnaðarvarnapillur í apótekum og það þekktist að ungir piltar ættu lyfið til að bjóða stúlkum fyrir samfarir ef þær hefðu ekki aðrar getnaðarvamir. Sala neyðargetnaðarvama hefur meira en tvöfaldast í seldum pakkningum frá því árið 2001 þegar klínískar leiðbeiningar komu frá Landlæknisembættinu og þar með að lyfið mætti afgreiða beint sem neyðarlyf í apótekum.1- 2 Neyðargetnaðarvörn kemur í veg fyrir getnað eftir óvarðar samfarir með því að hindra egglos og trufla að einhverju leyti sæðisflutning í eggjaleiðara. Olíklegt er að liún komi í veg fyrir bólfestu blöðrukíms í legslímhúð þó það geti verið þáttur í verkuninni ef lyfið er tekið á gulbússkeiði tíðahrings nálægt blæðingum.3- 4 Ekki em vísbendingar um að neyðargetnaðarvörn hafi áhrif eftir bólfestu blöðrukíms í legi4 og því er ekki um fóstureyðingu að ræða. Allar konur á frjósemisaldri geta notað hana og aðferðin er álitin mikilvæg sem úrræði fyrir ungar konur sem ekki nota öruggar getnaðarvarnir1'2-4'5 til að fækka ótímabærum þungunum. Til eru þrír mismunandi möguleikar á neyðargetnaðarvörn; ósamsett hormónatafla sem inniheldur prógestógenið levónorgestrel, uppsetning koparlykkju og nota má samsettar hormónatöflur (pilluna) með nægilegu magni af ethýlestradíóli og levónorgestreli ef levónorgestrel er ekki tiltækt.1-2 Fyrsta val er alltaf levónorgestrel eitt sér vegna góðrar virkni. Fyrir því lyfi eru nær engar frábendingar og aukaverkanir vægar (fyrst og fremst ógleði og uppköst, sjaldnar höfuðverkur, svimi og eymsli í brjóstum). Segja má að þetta sé eitt öruggasta lyf sem til er hvað aukaáhrif varðar.1* 3 Koparlykkjan hentar frekar konum sem hafa átt börn og óska eftir að fá getnaðarvörn til nokkurrar frambúðar um leið.4 Tvö levónorgestrel-lyf hafa verið skráð á íslandi frá ársbyrjun 2003, Postinor® (Medimpex UK Limited, Bretland) og NorLevo® (Laboratoire HRA Pharma, Frakkland). Postinor-pakkning inniheldur eina 1,5 mg töflu, en NorLevo® inniheldur tvær 750 pg töflur í hverri pakkningu. Eftir notkun geta tíðablæðingar hliðrast til en í flestum tilfellum gerist ekkert.3 Levónorgestrel-gjöfin er talin geta dregið úr áhættu á að konan verði þunguð sem nemur 60- 93%, eftir því hversu fljótt neyðargetnaðarvörnin er tekin eftir óvarðar samfarir. Ný rannsókn bendir til árangurs allt að fimm sólarhringum eftir óvarðar samfarir.6 Þetta er mun minni virkni en sést af getnaðarvörnum sem teknar eru til LÆKNAblaðið 2009/95 343
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.