Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.08.2014, Page 10

Fréttatíminn - 22.08.2014, Page 10
Á fram er hættustig í gildi vegna mögulegs goss í Bárðarbungu en mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á svæðinu vegna kvikustreymis. Rýming á víðfeðmu svæði norðan Vatnajökuls var ákveðin fyrr í vik- unni. Vel hefur gengið vel að rýma og allar lokanir verið virtar en mikill viðbúnaður og aðgerðir eru í undirbúningi ef eldvirknin skyldi ná upp á yfirborð jökulsins með hugsanlegu flóði. Mestu skjálft- arnir mælast enn við Dyngjujökul, en þeir stærstu mælast um 3 stig og eru á 10 til 5 kílómetra dýpi. Margir hafa velt fyrir sér mögu- legum afleiðingum goss í Báðar- bungu en meðal þess sem erlendir fjölmiðlar hafa fjallað hvað mest um er möguleg truflun á flugsam- göngum. Þegar Eyjafjallajökull gaus árið 2010 og spúði ösku til nálægra landa, var flugumferð yfir Evrópu lokuð í sex daga. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, telur þó ólíklegt að svo muni fara byrji Bárðarbunga að gjósa, mikið þurfi til að þetta verði sprengigos með tilheyrandi gjóskufalli. „Ef það verður gos þá höllumst að því að gosið verði lítið eða meðalstórt. Og ef gosið verður þar sem skjálftavirknin er mest núna, undir Dyngjujökli, þá myndi það fyrst og fremst bræða ís. Það myndi taka gosið allavega hálfan sólarhring að komast upp í gegnum jökulinn. En maður á nú ekki von á mjög stóru sprengigosi því það þyrfti að byggjast upp fjall þarna fyrst.“ Magnús Tumi segir að verið sé að meta möguleg umhverfisáhrif. „Þetta gæti endað sem innskot í jörðinni og enn sem komið er erum við ekki með nein merki um það að kvikan sé að koma upp á yfir- borðið. Ef gos yrði undir Dyngju- jökli, þá yrði það líklega nokkurra kílómetra löng gossprunga undir 500 metra þykkum ís og það myndi bræða kannski 200 til 1000 rúm- metra á sekúndu. Það vatn myndi þá renna niður í Jökulsá á Fjöllum sem jökulhlaup og rennslið yrði tíu sinnum meira en venjulega.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is www.volkswagen.is Volkswagen Golf var kosinn bíll ársins í Evrópu 2013 á bílasýningunni í Genf og 66 bílablaðamenn hvaðanæva að útnefndu hann bíl ársins í heiminum á bílasýningunni í New York. Í ár eru 40 ár liðin síðan Golf kom fyrst á markað og setti ný viðmið í hönnun fjölskyldubíla. Viðtökurnar við þessari sjöundu kynslóð sýna svo ekki verður um villst að enn er Volkswagen Golf fremstur meðal jafningja. Volkswagen Golf eyðir aðeins frá 3,8 l/100 km Velkomin í reynsluakstur í HEKLU og hjá umboðsmönnum um land allt * Golf Trendline, 1.4 TSI, beinskiptur, 122 hestöfl. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði Evrópu- og heimsmeistari Volkswagen Golf kostar frá 3.490.000 kr.*  BÁrðarBunga SkjÁlftahrina vegna kvikuStreymiS Jökulsá á Fjöllum tífaldast verði gos Mestu skjálftarnir mælast enn við Dyngjujökul, um 3 stig og á 10 til 5 kílómetra dýpi. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir ekki vera miklar líkur á sprengigosi en verði gos undir jökli muni það bræða mikinn ís og tífalda vatns- magn Jökulsár á Fjöllum. Fylgjast vel með þróun mála Loftmynd úr flugvél Landhelgis- gæslunnar af svæðinu, þar sem vel sjást upptök Jökulsár á Fjöllum. Í gær voru kannaðar aðstæður við Bárðarbungu og safnað efni með hitamyndavél, eftirlits- og rat- sjárbúnaði. Mynd Landhelgisgæslan 10 fréttir Helgin 22.-24. ágúst 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.