Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.08.2014, Side 16

Fréttatíminn - 22.08.2014, Side 16
WWW.LEIKHUSID.IS WWW.LEIKHUSID.IS Margrét Marteinsdóttir er mörgum kunn. Í 16 ár vann hún í hinum ýmsu stöðum hjá Ríkisútvarpinu. Lengst af sem fréttamaður en undir það síðasta sem dagskrár- stjóri Rásar 1 og 2. Í október á síðasta ári fann hún sig knúna til þess að segja upp í kjölfar kvíða sem hún var farin að finna fyrir í starfinu, og segir ákvörðunina hafa komið til sín. Í haust ætlar hún að venda kvæði sínu í kross og gerast vert á Kaffihúsi Vestur- bæjar sem opnar í september. Margrét er mjög hamingjusöm með lífið og nýja starfið. Ég varð að hætta hjá Ríkisútvarpinu. Það komu upp aðstæður hjá mér, í mínu lífi, sem urðu til þess að ég hafði ekki val og ákvað að segja upp. Myndir Hari Endurheimti gleðina M argrét Marteinsdóttir er 42 ára gömul og byrj-aði að vinna á RÚV upp úr tvítugu. Þegar hún hætti fyrir tæpu ári hafði hún gert nánast allt sem hægt var að gera þar. „Ég byrjaði á Rás 2 í Morgunútvarpinu sem var mitt fyrsta starf. Þaðan fór ég yfir á fréttastofuna þar sem ég vann lengst. Þegar sameining- in var 2008 þá varð ég varafrétta- stjóri og var yfir íþróttadeildinni. Þar vorum við með ansi góðar hug- myndir um hvernig við ætluðum að breyta þessu og gera þessa stóru og öflugu fréttastofu enn öflugri. Þá kom hrunið og það breytti miklu. Svo þegar fréttir af hruninu fóru að róast kom gos, svo þetta voru miklar og stórar fréttir og mikið að gera, í miðjum breytingum. Eftir starfið á fréttastofunni tók ég við dægurmáladeild fréttastofunnar, en undir það heyrðu Morgun- og Síð- degisútvarpið, auk Spegilsins. Við bjuggum til Hádegisútvarpið, sem fréttamenn og dagskrárgerðarfólk á landsbyggðinni stýrðu. Það var mjög góður og gefandi tími. Mikið um að vera og frábært fólk, mikill drifkraftur og mikil sköpun sem var í gangi,“ segir Margrét. Haustið 2012 tók hún við til bráðabirgða af Sigrúnu Stefánsdótt- ur sem yfirmaður beggja útvarps- stöðvanna. „Það gerðist allt saman mjög hratt og það þurfti einhvern til þess að taka við. Seinna sótti ég svo um stöðuna og fékk, það var mitt síðasta starf hjá RÚV því ég hætti í október 2013. Ég hef alltaf sagt að ég sé menntuð frá RÚV, þó svo að ég hafi farið í Háskólann þá er ég á því að ég hafi menntast á því að vinna með öllu því góða fag- fólki sem ég kynntist þar og á því að fylgjast með og hlusta á börnin mín,“ segir Margrét. Mér leið ekki vel Af hverju hættirðu? „Stutta svarið er að ég varð að hætta. Það komu upp aðstæður hjá mér, í mínu lífi, sem urðu til þess að ég hafði ekki val og ákvað að segja upp. Það hafði byggst upp hjá mér al- varlegur kvíði og einn daginn var ég að labba í tíma í hugleiðslu sem ég sótti á þessum tíma hjá Zen á Ís- landi. Þá kemur það bara til mín, að ég væri að fara að hætta. Ég var búin að vera ósátt og hafði ekki liðið vel í starfinu, aðallega af því að mér leið ekki vel. Ég snéri við, skrifaði Framhald á næstu opnu 16 viðtal Helgin 22.-24. ágúst 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.