Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 180
JUDITH BUTLER
virðist frelsandi slær hún út þær orðræðumtTidir í menningu homma og
lesbía sem stuðla að þ\i að fjölga kynjuðum sjálfsmtTidartegundum sam-
k\Tihneigðra með því að taka upp kynjaflokkanir og setja þær fram á
nýjan leik. Heitin drottningar (e. queens), svarkar (e. butcbes), kvendi (e.
femmes), skvísur (e. girls) jafnvel endurnýttu skopyrðin lessa (e. dyke), hin-
segin (e. queer) og bommi (e.fag) endurskilgreina og veikja kynjatlokkan-
ir þar á meðal þær niðrandi sjálfsmyndarflokkanir sem upphaflega voru
notaðar til að lýsa samkynhneigðum. Oll þessi heiti má túlka sem tákn-
ræn fyrir aðferðir hins „gagnkynhneigða huga“, sem leiðir til að sam-
sama sig útgáfu kúgarans á sjálfsmynd hins kúgaða. A hiim bóginn hef-
ur lesbía örugglega verið endumýtt vegna hiima sögulegu tengsla og
skopstæld flokkun þjónar þeim tilgangi að gera kymð í sjálfú sér óeðli-
legt. Þegar hommaveitingahúsið í nágremiinu lokar vegna sumarfrís
setja eigendumir upp skilti þar sem segir að „hún sé útkeyrð og þarfnist
hvíldar“. Þessi mjög svo hommalega notkun á hinu kvenlega á að fjölga
þeim stöðum þar sem hugtakið gemr nýst og um leið að afhjúpa hin
handahófskenndu tengsl milh táknmyndarinnar og táknmiðsins, losa mn
táknið og gera það hreyfanlegt. Er þetta nýlenduleg „tdirtaka11 á hinu
kvenlega? Mér finnst það ekki. Sú ásökun gerir ráð f\TÍr þ\n að hið kven-
lega tdlheyri konum, sem er \nssulega tomyggileg forsenda.
I lesbíusamhenginu er „samsömun" lessuímyndarinnar \dð karlk\Tiið
ekki einföld aðlögun á samk\Tihneigð k\ænna sem færir hana aftur inn í
nafngiftir gagnkyTihneigðarinnar. Eins og eitt lesbískt Hendi (e.femme)
skýrði frá vildi hún að drengirnir hennar væm stúlkur, þ\ú það að „vera
stúlka“ tengi saman og endurtákni „karlmennsku“ í svarkaímyndinni. Af
því leiðir að þessi karlmennska, ef hægt er að nefna hana svo er alltaf
dregin fram gegn hinum menningartáknaða „kvenlíkama“. Það er ein-
mitt þessi hjáróma hliðseming og kynferðisleg spenna brotsins sem
skapar viðfang girndarinnar. Með öðmm orðum er viðfangið (og greini-
lega er þar ekki bara um eitt að ræða) sem hið lesbíska kvændi girnist
hvorki einhver samhengislaus kvenHkami né hátm's en samt áberandi
karlmannsím\Tid, heldur afbökun beggja nafngifta þar sem þær koma
saman í kynæsandi samspili. A svipaðan hátt gemr verið að sumar gagn-
kyTihneigðar eða tvíkynhneigðar konur kjósi fremur að tengsl „myndar“
við „gmndvöll“ verki í öfuga átt - sem sagt að stúlkur þeirra verði dreng-
ir. I því tilfelli gæti hugmyndin um „k\-enlega“ sjálfsmynd verið sett fram
með „karllíkamann“ sem grundvöll, en bæði heiti mundu með hliðstæð-
178