Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Qupperneq 13
SVEINN SKORRI HOSKULDSSON - MINNING
segja um ævisögu Benedikts frá Auðnum, 1993, en hún er í ákveðnum
skilningi eðlilegt framhald af verkinu um Gest, enda bilaði áhugi Sveins
á raunsæisstefnu nítjándu aldar aldrei. Bæði þessi rit munu þegar frá líð-
ur teljast með merkustu ritum um íslenska menningarsögu.
Ekki er ofmælt að með Sveini Skorra hafi nútíminn haldið innreið sína
í bókmenntakennslu og bókmenntarannsóknir við Háskóla Islands.
Hann var bæði giftudrjúgur og áhrifamikill kennari, fræddi nemendur
sína um um flugastraum nýrra aðferða og hugmynda, þótt sjálfur notaði
hann bíógrafíska eða ævisögulega aðferð í sínum helstu skrifum. Þessi
„aðferðaffæði“ féll úr tísku meðal háskólamanna á áttunda áratugnum,
svo vera má að Sveinn hafi fundið til einangrunar um skeið, en víst er að
bíógrafian hefur rétt hlut sinn á síðustu árum, samofin nýsögu (new-hi-
storicism), einsögu (micro-history) og fleiri hugmyndastraumum sem
sýna að fátt er nýtt undir sólinni. Svo virðist sem margir hafi hálfgleymt
því um tíma að bókmenntasaga án undirstöðu í hlutstæðri rannsókn hins
smáa og hversdagslega er aldrei meira en hálfsögð rolla, að sagnfræði og
bókmenntakönnun heyra saman eins og eyra og höfuð.
Sveinn Skorri átti mikið verkefni óunnið þegar hann féll frá; ævisögu
Gunnars Gunnarssonar sem einnig glímdi við andstæður í leit að niður-
stöðu sem ef til vill er hvergi að finna. Mér finnst það við hæfi: að deyja
frá óloknu verki, í spurn en ekki upphrópun, enda var lífsskoðun Sveins
Skorra þess eðlis eftir á að hyggja. I ritum hans um eðli og einkenni ljóð-
listar, Að yrkja á atómöld (1970) og Ljóðarabb (1989), má þannig greina
ljóðræna fegurðarhyggju, þrá til rómantíkur, þrátt fýrir hugmyndaflug
skymsemistrúar og existensíalisma. „Að skynja sjálfan sig skyndilega yfir
litlu kvæði sem heilan og ósundraðan í heilum og óskiptum heimi“, skrif-
aði hann, „er hamingja sem lestur góðs ljóðs getur veitt.“ Hamingju-
kennd Sveins kann að hafa verið tengd ósplundraðri heimsmyTid, sem
lýst er í æskuminningum hans, Svipþingnm, en sú kennd tengdist reynslu
fullorðins manns af afstæðri og tvístraðri veröld. Oðrum þræði vísinda-
leg staðfesta, en á hinn bóginn rómantísk, næstum trúarleg auðmýkt
gagnvart hinu Ijóðræna, sem aftur blandaðist kaldhæðinni vissu um
fánýti mannlegra skrifa. Sveinn Skorri var um allt þetta dæmigerður 20.
aldar maður.
Matthías Viðar Sæmundsson