Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2003, Side 188
PETERBROOKS
að deyja hinum rétta dauða. Sveigaflúr fléttunnar er nauðsynlegt eigi
endirinn að nást. Nafnskipti (e. metonyniy) er nauðsjmleg forsenda
myndhverfingar (e. metaphor).
Við komum úr kafi frá lestri Handan vellíðunarlögmákins með kraft-
mikið líkan sem formgerir endi (dauða, hvíld, ófrásegjanleika) andspæn-
is upphafi (Eros, önrnn sem leiðir til spennu, löngun eftir frásögn) á
þannig máta að miðjan er gerð að hjáleið sem brýst í átt til endis en er
sífellt tafin á leið sinni þangað, sem sveigaflúr í hinu svifasveina rými
textans. Líkanið stingur upp á því að við lifum í þeim tilgangi að deyja.
Af þeim sökum liggur ætlunareðli fléttunnar í stefiru hennar í átt að
endinum jafnvel þótt endalokunum megi aðeins ná í hjáleið. Þetta stað-
festir á ný nauðsynlega fjarlægðina á milli upphafs og endis, sem er við-
haldið með leik hvatanna sem tengja þau en varna því jafnframt að þau
hrynji saman. Þessu er eins farið í því hvernig nafnskiptin og rnynd-
hvörfin þjóna hvort öðru, en í því felst hinn nauðsynlegi skammleiki
hinnar-sömu-en-ólíku sem Todorov sér sem umbre)TÍngu frásagnarinn-
ar. Það sem skiptir sköpum fyrir rýmið í þessum leik eru endurtekning-
arnar sem gegna því hlutverki að fjötra orku textans eins og til þess að
gera lokalosunina árangursríkari. I skálduðum fléttum eru þessar
fjötranir kerfi endurtekninga sem eru endurkomur til og endurkomur
einhvers. Þær rugla saman hreyfingunni til endans og hreyfingunni
aftur til upprunans og snúa þannig inerkingn tíma sem líður áfram í
andhverfu sína. Svo vinna þær einnig að því að móta kerfi textaorkuimar
og bjóða upp á ánægjulegan möguleika (eða tálm}md) „merkingar“ sem
hrifsuð hefur verið frá „lífinu.“
Sem kraftmikið líkan frásagnarfléttu, gefur Handan vellíðunarlögmákins
hugmynd um hvernig hin ófrásegjanlega tilvera er örvuð yfir í ástand frá-
sagnarleika sem einkennist af mótþróa og hjáleið (metnaður, leit, grímu-
leikur). Þar er henni haldið í ákveðinn tíma, í lágmarks óhófi að minnsta
kosti, áður en hverfur úr flækjunni og snýr aftur til kyrrðar hins óffásegj-
anlega. Orkan sem er framleidd af töfinni, óhófinu, ofgnóttinni og til-
heyrir affekuin söguhetjunnar og tilhlökkun lesandans, ósk hans um texta
og þrá hans til textans, viðheldur hreyfingu fléttunnar í hikandi leik miðj-
unnar, þar sem hin fjötraða endurtekning vinnur að merkingarmyndun,
kennslum og afturvirkri sýn sem gerir okkur kleift að skilja textann sem
alger myndhvörf, en þó án þess að virða að vettugi naínskiptin sem leiddu
okkur þangað. Textaþráin er óhjákvæmilega þráin eftir endalokunum,
186