Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Page 49
I NAVIST DAUÐANS
ur. Þeir sem gáfust upp urðu „músulmanar11.28 Beinlínis vesluðust upp,
urðu til einskis nýtir og hurfu þess vegna í gasklefana eða dóu úr sjúk-
dómum. Þeir voru dauðadæmdir. Einmanaleiki slíkra manna var alger,
enginn vildi tala við þá eða skipta sér af þeim (80-81). Levi lýsir þeim
ekki neitt að ráði, en tekur sér aftur á móti fýrir hendur að lýsa þeim
föngum sem flutu ofan á í búðunum (84—90). Segir það nokkuð til um
frásagnaraðferð hans og val á efni.
„Félagi, ég er sá síðasti!“ Kameraden, ich hin der letzte! hrópaði maður-
inn áður en hann var líflátinn. Hengdur. Og hljómsveitin spilar og sam-
fangarnir eru látnir ganga framhjá fanganum sem engist í dauðateygjun-
um. Maðurinn hafði tilheyrt Sonderkommando, sérsveit þeirri sem
fangarnir í Buchenwald höfðu aldrei heyrt nefnda á nafn, hvað þá við
hvað hún starfaði. Sérsveitinni sem hann tilheyrði hafði tekist að
sprengja líkbrennsluofh í loft upp. Auk þess var því hvíslað að hann hefði
verið í sambandi við uppreisnarmenn í Birkenau-búðunum og tekist að
smygla vopnum inn í Buna-Monowitz til að stofna til uppreisnar þar
(132-133). Maðurirm sem hékk í gálganum var því hetja.
Eftir „athöfnina“, þegar Levi og Alberto, vinur hans, voru komnir í
skálann til sín, áræddu þeir ekki að líta hvor ffaman í annan. Það gerðist
hið sama og gerst hafði með þá Walter og Levi. Þeir skömmuðust sín,
fylltust skömm á sjálfum sér og fundu til sektar. Þegar fanginn hafði
hrópað „ég er sá síðasti!“ heyrðist ekki í nokkrum hinna, enginn gaf frá
sér hljóð. Aður en snara var sett um háls hans hafði Þjóðverji haldið langa
ræðu sem enginn sldldi og einmitt spurt: „Hafið þið skilið}“Habt ihr ver-
standen? Allir og enginn svaraði: Jawohl! (133).
Primo Levi segir ffá þessum atburði í kaflanum Kultimo (Sá síðasti)
sem er 16. kafli bókarinnar og sá næstseinasti. Jafnframt lætur hann þess
getið að hann hafi þegar horft á þrettán aðra hengda. En þetta er fyrsta
hengingin sem hann talar um, og er hún tengd hugrekki og fórnfysi
mannsins sem var líflátinn. Slíkt átti ekki við um hina.
Enginn vafi er á að Levi stundar úrdrátt í frásögn sinni, hann veigrar
sér við að segja ffá vissum hlutum, og ekki að ástæðulausu. Honum er í
mun að lesandinn trúi honum, samanber drauminn sem hann hafði
dreymt í Auschwitz um systur sína. Það má ekki ofbjóða hlustandanum
eða lesandanum. Óhætt er því að fullyrða, hvað það atriði varðar, að Levi
leggi megináherslu á trúverðugleika ffásagnar sinnar.
28 Persneskt orð yfir múslimi: Sá sem beygir sig (undir vilja guðs).
47