Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Side 68
ULFHILDUR DAGSDOTTTR
og skírteinagerð, skattaskýrslum, prófskírteinum, sakaskrá, sjúkraskrá
og nú kortafærslum og erfðamengi. Jafnframt þessu breytist formgerð
valdsins, það er ekki lengur eitt, að ofan, heldur ósýnilegt, hvergi í raun,
en jafnframt allsstaðar, eins og augnaráð efdrlitsins. Eiríkur bendir á að
þessar skrár geymi þekkingu sem snýst um okkur sjálf og á stærstan þátt
í að móta þann mannskilning sem allajafna hefur við kenndur við húm-
anisma eða mannhyggju. I þessu samhengi ræðir Eiríkur raddir samfé-
lagsins, sem skipa einstaklingnum að halda sér í formi, að fara ekki yfir
á rauðu, sýna þolinmæði, raddir sem sýna stöðuga mnhyggju sem bein-
ist sérstaklega að líkamanum, að heilbrigði og sjálfidrkni hans, með vel-
ferð okkar að markmiði. Þessar raddir eru í dag ekki lengur btmdnar
stofnunum heldur orðnar innbyggðar, efdrlitið kemur ekki lengur að
utan, heldur innan frá, er orðið að spurningu um sjálfsaga og sjálfsefdr-
lit. Eiríkur segir það vera eitt af einkennum okkar tíma að sótt sé að
okkur úr öllum áttum í nafhi velferðar, heilbrigðis og hamingju. Auk
þess bendir hann á hvernig heill einstaklingsins hefur runnið saman við
hagsmuni samfélagsins, til að samfélagið virki þarf einstaklingurinn að
vera í formi, honum er gert að gaumgæfa líkama sinn og sálarástand í
nafni eigin velferðar og ekki síður í þágu samfélagsins, þar sem fléttast
saman hugmyndir um afköst, viðmót, vellíðun, frammistöðu og sjálfs-
ánægju.
Það er einmitt þessi tegund af húmanisma og maimúð sem hrollvekj-
an snýst gegn og hafnar, sem banvænum, zombískum. Dæmi um stofn-
anir sem viðhalda framleiðslu og móta hina auðsveipu líkama eru skóhnn
en það er herinn sem zombíumyndin beinir hvað mest spjótum sínum
gegn eins og kemur ljóslega fram í Return ofthe Living Dead myndunum.
I zombíumyndunum er undirstrikað að það er ekki bara líkaminn sjálfur
sem er gróteskur, heldur líka sjálf ögunin. I Retum of the Living Dead III
hannar herinn lyf og göngugrindur sem eiga að temja zombíurnar og
gera þær að fullkomnum hermönnum. Samkvæmt þessu lýsa zombíu-
myndirnar því hvernig efdrlitið sjálft gerir okkur að gróteskum zomb-
íum. Um leið og efdrlirið er þannig gert gróteskt er mennsku þess og
‘hreinleika’ hafhað: Líkami zombíunnar er ekki auðsveipur og hún ekki
hæfur samfélagsþegn. Zombían snýr gildismatinu á haus. Og vegna þess
að allt samfélagið er lagt undir en ekki bara einstaklingurinn, ganga
zombíumyndirnar yfirleitt út á að öllu samfélaginu er snúið tdð, þær eru
iðulega dómsdagslegar, heimurinn hefur verið tekinn yfir af hinum auð-
66