Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Side 81
MYNDIR AF LISTAMANNINUM ANDSPÆNIS DAUÐANUM
Upplifun þess sem er eiginlegt birtist í beinskeittu eðli bréfsins. Sam-
band ffú Fnnns og Thorbroggers hefur frá því að það hófst valdið þögn
milli hennar og barnanna. Þögnin hefur síðan hlaðið utan á sig og er orð-
in óyfirstíganleg. Nú rýfur frú Fonns hana með því að færa hana í tal. I
Sein und Zeit ræðir Heidegger um það hvernig veran-til-dauðans gefur
kost á frelsi til að verða maður sjálfur. Heidegger ræðir í Sein und Zeit um
möguleikann á að verða maður sjálfur ífrelsi til dauðans. Þetta nýfengna
frelsi gagnvart börnum hennar er skýring á því sem frú Fonns gerir, en,
vel að merkja, án vonar um að hún geti sigrast á einmanaleika sínum.
I hugsun Heideggers eru afleiðingarnar af fundi tilvistarinnar við
dauðann m.a. að tilvistin opinberast sjálfinu sem veruform sem þjónar
eigin veru. Þ.e.a.s. hann sannfærist um að það séu ekki einungis röð ein-
stakra, „aðskilinna“ augnablika sem mynda tilvistina sem hann hefur
áhuga á, heldur umfang þessara augnablika. Með því að viðurkenna
dauðann sem ógnun við veru hans, viðurkennir tilvistin þannig að það sé
líf hennar í heild sem um sé að tefla andspænis dauðanum. Þetta birtist á
yfirlýstan hátt í „Fru Fonns“. Grunngerð smásögunnar er þrískipt og
samanstendur af eins konar safni eða heild sem umbreytist í aðskilnað og
sundrun sem að lokum renna inn í heildina. Samband frú Fonns og
Thorbroggers íýlgir þessu munstri og það endurtekur sig í sambandi frú
Fonns við börn sín. Af viðbrögðum Tage við tilkynningu frú Fonns um
mere. Derfor ser jeg paa Alt med den Bon i mit 0je, at det skal holde af mig, der-
for kommer jeg og beder Jer elske mig med hele den Kjærlighed, I en Gang gav
mig, for husk paa, det at mindes, det er al den Del i Menneskenes Verden, der fra
nu af vil være min. Blot at mindes, slet ikke mer.
Jeg har aldrig tvivlet om Eders Kjærhghed, jeg vidste jo saa godt, at det var Eders
store Kjærlighed, der voldte Eders store Vrede; havde I elsket mig mindre, havde I
ogsaa roligere ladet mig gaa. Og derfor vil jeg sige til Jer, at om det en Dag skulde
hænde, at en sorgnedbojet Mand kom til Eders Dor for at tale med Jer om mig, tale
om mig for sin Trosts Skyld, saa skal I huske, at som han er der Ingen, der har elsket
mig, og at al den Lykke, der kan straale ffa et Menneskes Hjærte, er gaaet fra ham
til mig. Og snart i den sidste store Time vil han holde mig i Haanden naar Morket
kornmer, og hans Ord vil være de sidste jeg horer...
Farvel, jeg siger det her, men det er ikke det Farvel som er det sidste til Jer, det
vil jeg sige saa sent, jeg tor, og der skal være al min Kjærlighed deri, og Længsler fra
saa mange, mange Aar, og Minder fra den Gang at I var smaa, og tusind 0nsker og
tusinde Tak. Farvel Tage, Farvel Ellinor, Farvel saa længe til det sidste Farvel.
Eders Moder.“
(185-86)
79