Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2003, Side 105
í KIRKJUGARÐINEFNUM \IÐ EKK3 NÖFN
við ósigrandi fjall. Daginn sem ljóðmælanda skilst að fjallið verði ekki
klifið, „mun dauðinn gista þig“.26 I næstu bók Steinunnar, Þar ogþd, má
finna sjálfselegíur af svipuðum toga, eins og ljóðið sem hefst á línunum
„Barátta mín er baráttan fyrir engu“.2'
Þessi æskuljóð, sem ort eru meðan skáldkonan er rétt um tvítugt, eru
annars eðfis en þær írónísku og beinskeyttu sjálfselegíur sem Steinunn
skrifar síðar á ferfi sínum, en þar gerir hún grín að þeirri þörf skálda að
sviðsetja tregafullan dauða sinn og hótar meira að segja oftar en einu
sinni að láta dauðann ekki aftra sér firá því að taka þátt í tilverunni.28
Ljóðaflokknum „Sjálfsmyndir á sýningu“ úr bókinni Kúaskítur og norður-
Ijós lýkur á útför ljóðmælandans, sem er í senn sáfin sem deyr og sálar-
tetrið sem fylgir látnu sáfinni í líki einmana dvergs. Með þessu minnir
Steinunn lesandann á þau sannindi að í útfararfantasíum sínum er ljóð-
mælandinn í öllum hlutverkum:
Sál mfn er fangi í dýbfissu dvergsins
saklaus dæmd til lífstíðarvistar.
Hún verður að afþlána allan tímann
og fer ekki út nema í skrautlausri kistu
loksins frjáls, þetta fjötraða hró.
Þá höktir dvergur á eftir við lítinn staf
óhuggandi í eins manns fikfylgd.29
Ein leið til að greina útfarar- og dauðafantasíur í skáldskap Steinuxmar er
að sjá þær sem tilraun til að nefha og skilgreina hið óumflýjanlega og að
sama skapi sem vilja til að taka á sig dauða sinn, gera úr honum persónu-
legan gjöming, jafhvel tjáningarríka list. En mörkin á milli athafnasemi
og óvirkrar biðar eru löngum óljós þegar einstakfingurinn stendur
frammi fyrir ósigranlegu afli. Oft figgja þau í sálrænni afstöðu fremur en
26 Stemunn Sigurðardóttir: Stfellur, bls. 30.
2 Steinunn Sigurðardóttir: Þar ogþá, Reykjavík, Almenna bókafélagið, 1971, bls. 21.
28 I ljóðinu „Burtför“ neitar hún yfirhöfuð að yfirgefa jarðlífið svo hún þurfi ekki að
ganga aftur: ,„Að mér dauðri verð ég kjur./ ... /Aftur geng ég ekki“. Kartöfluprinsess-
an, bls. 11. I „Sjálfsmyndir á sýningu“ snýr hún aftur frá dauðum á þjóðlegan hátt
sem íslensk skotta: „Nú er sál mín eina íslenska skottan/ sem eftir Iifir, ef hf er þá
orðið.“ Hún veldur usla og ótta í héraðinu og er „Staðráðin í að ganga aftur og aft-
ur.“ Kúaskítur og norðurljós, bls. 13.
19 Steinunn Sigurðardóttir: Kíiaskítar og norðurljós, bls. 14.
io3