Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Síða 118
OLAFUR PALL JONSSON
spyrja t.d. hvort við höfum skyldur gagnv-art öðrum lífverum eða vist-
kerfum. Bandaríski heimspekmgurinn Tom Regan hefur fært rök fyrir
því að hugtakið um rétt einskorðist ekki við manneskjur heldur eigi
einnig við um dýr, „að minnsta kosti í þeim tdlvikum þar sem dýrin hfa
lífi sem er betra eða verra fyrir þau, rökfræðilega óháð því hvort þau eru
metin af öðrum“.19 Hagfræðingurinn og heimspekingurinn Amartya Sen
hefur fært rök fyrir því að við gætum haft skyldur gagnvart öðrum dýrum
eða tegundum án þess að vísa til réttdnda dýra. Sen leggur áherslu i að
við ættum ekki einungis að líta á fólk sem einbera þolendur, þ.e.
einstaklinga með þarfir sem má fullnægja með því að leita til náttúr-
unnar, heldur verðum við einnig að h'ta á fólk sem gerendur. Sen bætdr
svo við að fátæklegri náttúra takmarkar svigrúm okkar sem gerenda -
takmarkar frelsi okkar - og þar sem frelsi okkar er mikilvægur þáttur
mannlegs lífs ber okkur skylda til að viðhalda sem ríkulegastri náttúruv0
Þótt hugtakið um skyldu geti þannig átt við í samskiptum manns og
náttúru, þá held ég að við megum ekki horfa fram hjá því að þegar við
erum að þalla um líffræðilega fjölbreytni þá erum \dð ekki að fjalla um
eitthvað sem liggur utan okkar eigin h'fs. Eitt svar við því, hvers vegna við
ættum að leggja okkar af mörkum tdl að viðhalda lífffæðilegum fjöl-
breytdleika, er einfaldlega að líffræðileg fjölbretmri er vistfræðilega mikdl-
væg. Náttúran er ekki safn sundurlausra hluta heldur er samhengi í
henni, hvort heldur við erum að tala um misgróin landsvæði eða lífiærur.
Og það er vistfræðilega mikilvægt að viðhalda þessu samhengi. Þetta er
ekki ný hugsun. Stdpaða hugsun má finna hjá Aldo Leopold í Roimd
River.
Sú vísindauppgötvun sem ber af á tuttugustu öld er hvorki sjónvarp
né útvarp, heldur fjölbreytni vistkerfa landsins. Aðeins þeir sem
þekkja þau best gera sér grein fyrir hversu lítdð við \dtum um þau.
Hámark fáviskunnar er maðurinn sem segir um dýr eða jurtir: „Til
19 Tom Regan, ,Animal rights, human wrongs", Environmental Ethics, Vol. 2, nr. 2,
1980, bls. 99-120. Endurprentað í Environmental Philosopby: From Animal Rights to
Radical Ecology, M.E. Zimmerman o.fl. ritstj., Prentice Hall, þriðja útgáfa 2001, bls.
51.
20 Amartya Sen, „Why we should preserve the spotted owl“, London Review of Books, 5.
febrúar 2004. I þessari grein færir Sen jafnframt rök fyrir því að við ættum ekld að
sldlja kröfuna um sjálfbæra þróun sem kröfu um að tældfæri komandi Jnmslóða til að
fullnægja þörfum sínum séu ekki takmörkuð, heldur eimiig sem kröfu um að frelsi
komandi kynslóða sé ekki takmarkað.
i ió