Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 135
AUKIN VELTAIISLENSKRI FRÆÐIHUGSUN
hugmyndir við greiningu á kvikmyndahstinni. Umfjöllunin um túlkun
Lacans á kenningum Freuds er sömuleiðis býsna snöggsoðin en í staðinn
er bent á að Metz geri ýtarlega grein fýrir þeim í riti sínu. Eins og Garðar
gerir Torfi ráð fýrir ákveðnum forskilningi hjá lesandanum í stað þess að
leiðbeina honum inn í það völundarhús sem kenningasmíðar þessara
höfunda eru með því að útskýra þær hð fyrir hð og setja í samhengi við
strauma og stefnur.
Sjötta og síðasta bókin er sama marki brennd. Það er hreint og beint
enginn inngangur að bók Pauls Virilio, Stríð og kvikmyndir, og er það
synd þar sem Virilio er svolítdð sér á parti í þessum hópi og lítt kynntur
hér á landi. Bók hans snertir líka efhi sem er ofarlega á baugi um þessar
mundir: Hvemig kvikmyndatæknin tengist þróun stríðsrekstrar. I upp-
hafi bókar segir Virilio að hryðjuverk veki „á slóttugan hátt vitundina um
að stríð er sjúkdómseinkenni, óráð sem orkar í hálfrökkri leiðslu, eitur-
lyfja, blóðs og samstillingar: I fangbrögðum bandamanna og óvina, fóm-
arlamba og böðla skynja menn eigin líkama í líkama hins“ (bls. 13). Hann
heldur því fram að þegar herskáir andófshópar beiti ofbeldi, fremji morð
eða pynti til þess að vekja á sér athygli og mati fjölmiðla á ljósmyndum
af fómarlömbum sínum hverfi sjálf aðgerðin, „hið innra stríð, aftur til
uppruna síns, hinna sálrænu mynda þar sem fyrir era seiðurinn, hið heill-
andi sjónarspil fóma og dauðastríðs og lendur ævafornra trúarbragða og
ættbálkaþinga“ (bls. 13). Að mati Virilios snýst stríð síður um að komast
yfir landsvæði eða efnahagskerfi en að ná valdi á hugum fólks, „á öllum
sviðum skynjunarinnar“, eins og hann kemst að orði (bls. 16). I slíku
stríði gegni hið leikræna og táknræna miklu hlutverki; ógnarjafnvægi
kaldastríðsins hafi þannig fyrst og fremst verið byggt á því að geta veifað
vopnum sínum opinberlega, tíundað fjölda þeirra og sýnt myndir af
tilraunum með kjamorkusprengjur. Og með sífellt aukinni og hraðari
miðlun á upplýsingum snúist stríð ekki lengur um að reisa varnarvirki
eða grafa skotgrafir þar sem hermenn geti dúkkað upp með alvæpni og
komið óvininum í opna skjöldu heldur felist það í „myndum og táknum
sem birtþjst allt í einu á stjórn- og hermiskjám og stríðið líkþjst æ meir
endalausri kvikmynd eða sjónvarpssendingu“ (bls. 138). Virilio telur að
mikil áhersla á sjónræna framsetningu og síaukin hröðun upplýsinga hafi
orsakað það að þyngdarleysiskennd og losarabragur sé kominn á
venjulega skynjun sem bendi til þess að „æ minni greinarmunur [sé]
gerður á hinum sýnilega veruleika og framsetningu hans í miðlum jafn-
03