Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Síða 142
GUÐNIELISSON
tengslum \nð samtímann, þó að vissulega gæfi umræðuefnið mönnum
ekki kost á að seilast langt í skilningi og endurmati á íslenskri arfleifð.
Sverðið í sverðinum
Vorið 2004 komst Þjóðminjasafnið í fréttimar af þtu að opnunartíma
þess hafði enn einu sinni verið frestað (nú ffam á haust) og svo vegna
hugmyndar þáverandi ktmningarfulltrúa safnsins, Snorra Más Skúla-
sonar, um að koma sjö og hálfs metra hárri endurgerð af Kaldár-
höfðasverðinu frtrir á Melatorgi.' Sverðið átti að vera úr graníti og uppi
vom hugmyndir um að höggva það í Kína þar sem steintegundin finnst
ekki í íslenskri náttúm. I viðtali við Morgunblaðið í maímánuði 2004
sagði Snorri: „Við teljum að þetta gæti orðið skemmtileg táknmtmd fyrir
safnið. Ef maður hugsar þetta lengra þá gæti sverðið orðið eitt af
kennileitum Reykjatnkur. [...] Mér finnst þessi hugmynd allt of góð til að
hún fái að deyja.“8
Kínverska gramtsverðinu var fremur illa tekið í íslenskum fjölmiðlum,
þó að Jónas Kristjánsson fagnaði hugmyndinni í leiðara DV og kallaði
hana frábæra.9 Halldór Bjöm Runólfsson listfræðingur sagði meim þurfa
að „fara tdl Las Vegas til að finna svona smekkleysu“ og undir það tók
Ólafur Kvaran, safhstjóri Listasafns ískands, sem sagðist ekld sjá hvemig
verkið rímaði við umhverfið.10 Fastast kvað Eiríkur Þorláksson, for-
stöðumaður Listasafns Reykjavíkur, að orði, en hann sagðist ekld sjá
hvernig hægt væri að tala um risasverðið sem listaverk, það væri ofbeldis-
fullt reðurtákn sem vísaði til skálmaldar þjóðveldistímans.11 Af þessmn
sökum væri það ósamboðið Reykjamk „og þeirri jákvæðu ínnmd orku,
hreinleika, og nálægðar við náttúm sem borgin hefur byggt upp á síðustu
áram“.
Opmmar Þjóðminjasafnsins hafði verið lengi beðið, en upphaflega átu það aðeins að
vera lokað í tvö ár, fram til ársins 2000. Síðan stóð til að opna það 17. júní 2001 og
því næst á sumardaginn fyrsta 2003 og 2004. Viðgerðir drógust á langinn og
kostnaðurinn fór langt ffam úr þeim 700 milljónum sem upphaflega hafði verið gert
ráð fyrir í verldð. Sjá t.d. fféttina „Meirningararfinum skilað til komandi kjmslóða",
Morgunblaðið, 1. september 2004.
8 „Víkingasverð á Melatorg í ágúst“, Morgunblaðið, 12. maí 2004.
9 Jónas Kristjánsson: „Kaldárhöfðawerðið", DV, 14. maí 2004.
10 „Risasverðið eins og skrattinn úr sauðarleggnum", DV, 13. maí 2004.
11 Aður höfðu samgöngunefnd Reykjavíkurborgar og hverfisráð Vesturbæjar mælt með
hugmyndinni. Sjá „Reður- og ofbeldistákn ósamboðið Reykjavík“, DV, 26. maí 2004.
140