Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 78
ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR
samhengi er áhugavert að sjá -ami-
arsvegar vísað í það að tala \áð
sérfræðing og hinsvegar er ítrek-
að að „það sem sagt er stendur“.
Hvað þá með það sem er sýnt?
Auglýsingin er eitt af fjöl-
mörgum dæmmn um þá tillmeig-
ingu að splæsa saman líkama og
vél í auglýsingum um vélbúnað
hverskonar.2 Og það áhugaverða
er að í þessurn auglýsingum birt-
ist oft einskonar sköran eða flökt,
skýrar markalínur eins og þær
sem eiga að ríkja milli hins líf-
ræna og hins vélræna leysast upp
eða raglast. Þessum raglingi fylg-
ir síðan á stundum enn ffekara
skrið, einskonar merkingarfrest-
un á hefðbundnum líffræðilegnm
skilgreiningum á kyni og kyn-
gervi byggðum á eðlishyggju.
Kynusli3 af þessu tagi er þekktur í sæberpönki og öðrum skáldskap-
arskrifum um líftækni og sainruna véla og fólks (sæborgir)4 og virðist
hafa smitast þaðan inn í sakleysislegar auglýsingar sem ætla sér að flytja
skýr skilaboð: „Það sem sagt er stendur.“ Leikurinn með kynin og kyn-
hlutverkin virðist reyndar njóta sín sérlega vel í myndmáli, en í kvik-
myndum og myndasögum um sæborgina era mýmörg dæini um áhuga-
verðar vangaveltur um kyn, kyngervi og kynhlutverk. Þessi myndræna
eftir að hafa horft of mikið á myndir sem þær tóku bókstaflega. Sjá um áhrif mynda
á fóstur kvenna í grein minni „Varahlutir fyrir útópíur: eða af varúlfum og píum“,
Ritið: 1/2002, bls. 19-37.
2 Sbr. bílaauglýsingar sem ganga ýmist útá að tengja manneskju og bílinn, eða bílinn
við náttúru, og tölvuauglýsingar sem auglýsa „dýpri hugsun".
3 Það er Geir Svansson sem á hugtakið kynusli og vísar það til hverskyns hringls með
kyn, kyngervi og kynhlutverk.
4 Sjá grein mína um sæberpönk í Lesbók Morgimblaðsins, „Sæberpönk: bland í poka“,
fyrri hluti, „Tegundir allra kvikinda sameinist: stjórnleysi í náinni framtíð", 9. júní,
2001, en þar fjalla ég um tilhneigingu sæborgarinnar og sæberpönksins til að Ieysa
upp ýmsar markalínur.
Gwnjrxir þu mrB
foiÍAÍÍis '0jjtf: »iiíiKrap Jiayfl'
Mynd 1
76