Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2006, Page 162
ALDA BJÖRK VALDIMARSDÓTTIR
mömmumegin á „leiðinu“ - rúminu. Sem lifandi elskhugi Antons getur
Alda loks samsamað sig móður sinni og öðlast ffelsi frá þrámii til föður
síns.28
En Kf Oldu er undirlagt sjálfseyðingarhvötinni efdr að Anton jdir-
gefur hana. Hún á engan annan kost en að Hfa hið ómögulega og
„dauðastund“ hermar er ætlað að vera hámark einingar í textanmn. Þeg-
ar Alda liggur sjúk og bíður endalokanna ávarpar hún ástina sína og ósk-
ar þess að hún komi og sæki hana: „... þá mmrdirðu ferja núg alsæla
þangað sem ég er fyrir löngu farin að eiga heima“ (bls. 189). Þegar hún
lýsir lokastund sinni telur hún ástina sína vera hjá sér og að þau séu að
deyja saman. Dauðinn er ekkr dónalegt og lostafullt gamalmenni ineð ljá
líkt og hún hefur ímyndað sér (bls. 164) heldur Hkrst hann stórum
bangsa sem yljar henni og elskhuganum „Hð feldinn sinn“ og stiýkur
gagnaugað „með lausa hramminum“ (bls. 189). Dauðinn er hlýr og með
loppu sinni og mjúku skinni veitir hann Öldu og ástiniú hennar blíðu og
skjól. Dauðinn fylhr upp í tómarúmið sem hefur knúið áffanr tungumál
Oldu og á eftír fylgir þögnin.
Til þess að útskýra betur formgerð Tímaþjófsins má styðjast við
módel sem Garret Stewart notar í greiningu sinni á skáldsögunni Villette
(1853) eftír bresku skáldkonuna Charlotte Bronté, en harm styðst við
túlkun Fredrics Jameson á ffægu módeli A. J. Greimas.29 Grundvallar-
andstæða Tímaþjófsins er andstæðan milli lífshvatarinnar (þrárirmar að
tengjast öðrum) og dauðahvatarinnar. Textinn leitast tdð að sætta þessar
andstæður og gerir það undir lokin þegar Alda sameinast elskhuga sínuin
í dauðanum. Onnur andstæða sem er staðsett undir hinni fyrri í mód-
28 Senan er auðvitað einnig táknræn fyrir það sem kemur síðar og í því að Alda sefur
hjá Antoni mömmumegin á leiði foreldra sinna letmist hugsanlega sú þrá hennar
eftir föðumum sem að lokum leiðir hana til dauða. Eg kýs þó fremur að túlka sen-
una sem leið Oldu út úr ödipusarduldinni þar sem Anton er lifandi elskhugi Oldu á
þessu augnabliki. Það er einmitt m'ræðni sem þessi sem gerir söguna svo erfiða en
skemmtilega í túlkun.
29 Gerrart Stewart, „A Valediction For Bidding Mourning: Death and the Narratee in
Bronte’s Villette“, Deatb and Representation, ritstj. Sarah Webster Goodudn og Elisa-
beth Bronfen, Baltimore og London: The Johns Hopkins University Press, 1993,
bls. 57-61. Módel Stewarts er byggt á hugmyndum Fredrics Jamesons en hér vitna
ég eingöngu í Stewart því hann vinnur á sjálfstæðan hátt úr hugmjmdum Jamesons.
Þeim sem vilja kynna sér kenningar Jamesons má benda á The Political Umonscious:
Nairative as a Socially Symbolic Act, Ithaca: Cornell UP, 1981, bls. 154—184, 253-257
og 275-280.
160