Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Qupperneq 52
GUNNÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR
eiginlegri arfleifð sem einkennist af skorti, af eyðu. Hann dregur í efa rétt
sinn til að tala, þar sem hann var ekki fórnarlamb, eftirlifandi, eða vitni.
En hann segir jafnframt að skrifin séu eina leiðin sem hann hafi til að
takast á við fortíðina, jafnvel þótt ekki sé hægt að endurgera fortíðina í
skrifum.29
Spurningin sem virðist alltaf vakna er: „Hver hefur rétt á að tala?“ Og
þá á móti: „A hvern eigum við að hlusta?“ Eru það einungis þeir sem
upplifðu atburðina sem hafa rétt á að segja frá? Hvemig geta þeir sem
lifðu með minningu foreldra sinna nálgast þá án þess að virðast minn-
ingaþjófar? Hvernig bregðumst við við höfundum sem af einhverjum
ástæðum hafa fundið samsvörun við eigin upplifanir í helförinni? Þá er
oft nefiid þörfin - sem sálfræðingar ýta oft undir fyrir - að tala. Hefur þá
sá sem hefur þörf fyrir að tala, rétt á að tala?30
Þegar hin fræga sjónvarpssería Holocaust (1978; sýnd hér í Ríkissjón-
varpinu 1980) var sýnd, spunnust um hana nokkrar deilur, svipaðar þeim
sem síðar urðu um Schindler's List (1993). Gagnrýnendur sögðu að hér
væri gefin ansi fegruð mynd, nokkurs konar blætisfrásögn af helförinni,
og upp úr þessu öllu var stofnað til Yale-verkefnisins sem fólst í því að
safna saman vitnisburði þeirra sem lifðu helförina af. Sem sagt; svarið við
29 Henri Raczymow, „Memory Shot Through With Holes“, sjá bls. 413.
30 Umræðan um rödd, frásögn og reynslu er að sjálfsögðu ekki bundin við helförina.
Femím'skar og póstkólóníal bókmenntarannsóknir hafa einnig verið svið slíkra um-
ræðna og deilna þótt ekki gefist tækifæri til að ræða það nánar hér. Sjá t.d. Gaytari
Chakravorty Spivak, „Can the Subaltern Speak?“, Marxism and the Interpretation of
Culture, ritstj. Cary Nelson og Lawrence Grossberg, London: MacMillan Educa-
tion, 1988, bls. 271-313; Dipesh Chakrabarty, „Postcoloniality and the Artifice of
History. Who Speaks for ‘Indian’ Pasts?“, Representations, 1992:27, bls. 1-26; The
Authority of Experience, ritstj. Arlyn Diamond and Lee R. Edwards, Amherst: Uni-
versity of Massachussetts Press, 1977. Þessar deilur teygja sig víða og eru alls ekki
bundnar við æviskrif. Nýlegt dæmi um þetta er umræðurnar sem sköpuðust í bresk-
um fjölmiðlum um skáldsöguna Londonstani (2006) efrir Gautam Malkani, sem með
notkun sinni á slangri pilta af asískum uppruna vakti miklar deilur um hver hefði rétt
á að tala mál minnihlutahópsins og móta þetta tungumál í texta. Sjá t.d. Sarfraz
Manzoor, „Why do Asian writers have to be authentic to succeed?" Guardian, 30.
aprfl, 2006. Umræðan endurspeglar þá kröfu að höfundar úr minnihlutahópum séu
,ekta‘, þ.e. þeir hafi bein tengsl við þá reynslu sem þeir lýsa, og var í því samhengi
bent á að Malkani væri háskólamenntaður blaðamaður á Financial Times og gæti því
ekki þekkt götumál piltanna af eigin reynslu. Upphafning á mikilvægi reynslunnar
gemr því beinlínis staðið bókmenntum og skáldskap minnihlutahópa fyrir þrifum.
Guðni Elísson benlri mér á þessar deilur.
5°