Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2006, Qupperneq 136
MAGNÚS FJALLDAL
drápunum sem eiga sér stað, en í því síðara felst ef til vill hótun um að
Lundúna bíði svipuð örlög og Kantaraborgar.
I Kantaraborg stela víkingar öllu fémætu og brenna svo borgina til
grunna og þar með helstu kirkjur og klaustur Englendinga. Samkvæmt
Enska annálnuvi' (sem er samtímaheimild) var ráðist á Kantaraborg árið
1011, en í lýsingu hans er ekkert sagt um eyðileggingu staðarins.3 Hins
vegar geta sumir hinna svonefndu „kirkjusagnffæðinga“ (sem rita um
þetta tímabil á 12. öld) þess að staðurinn hafi verið brenndm til kaldra
kola.4 5 6 I lýsingu Oláfs sögu helga af þessum atbmði er borgin einnig
brennd.7 En þekkti Halldór þessa kirkjusagnfræðinga, sem ekki eru bein-
línis kunnir nema meðal fræðmanna sem fást við enska miðaldasögu? Jú,
það gerði hann og hefrn ef til vill fengið vitneskju um þá frá Jóni Helga-
syni sem Halldór umgekkst mikið meðan á samningu Gerplu stóð.8
Nákvæmlega hvaða heimildir Halldór styðst við þegar hann lýsir eyð-
ingu Kantaraborgar er ekki ljóst nema í einu tilviki. Meðal gísla sem
víkingar taka er minnst á Ljúfrúnu abbadissu (bls. 189), en þeirrar konu
er einungis getið í einni enskri heimild um þessa atburði, þ.e. í Króníku
(Annals) Rogers frá Hoveden.9 Meðal annarra gísla sem víkingar taka er
4 Enski annállinn er í raun sa£n átta annála sem eru auðkenndir með bókstöfum frá A
til I. Alfreð mikli Englandskonungur (849-899) lét rita annál sem náði frá fæðingu
Krists fram á síðasta áratug 9. aldar. Þessum annál var síðan dreift til klaustra tu'ðs
vegar um England, og þau héldu svo rituninni áfram. Síðasti annállinn í þessu safni
(E) nær til 1154.
5 Sjá G.N. Garmonsway, þýð. og ritstj., The Anglo-Saxon Chronicle, London: J.M.
Dent, 1992, bls. 141.
6 Sjá t.d. Joseph Stevenson, þýð. og ritstj., The Church Historians of England - The
Anglo-Saxon Chronicle, The Chronicle ofFlorence ofWorcester, 2. bindi, 1. hluti, Lon-
don: Seeleys, 1853, bls. 260; J.A. Giles, þýð. og ritstj., William of Malmesbury's
Chronicle ofthe Kings ofEngland, London: George Bell and Sons, 1904, bls. 168; J.
Stephenson, þýð. og ritstj., Simeon of Durham — A History of the Kings of England
(Endurprentun frá 1987), Dyfed, Wales: Llanerch Enterprises, 1858, bls. 103 og
Henry T. Riley, þýð. og ritstj., The Annals of Roger de Hoveden, 1. bindi, London:
H.G. Bohn, 1853, bls. 90.
7 Bjami Aðalbjarnarson ritstj., Heimshingla II, Islenzk formit, 27. bindi, Reykjavík:
Hið íslenzka fornritafélag, 1945, bls. 20.
8 Sjá Halldór Guðmundsson, Halldór Laxmess, bls. 550 og Hannes Hólmstein Giss-
urarson, Laxness - 1948-1998: ævisaga Halldórs Kiljans Laxness, Reykjavík: Bókafé-
lagið, 2005, bls. 45.
9 HenryT. Riley, The Annals ofRoger de Hoveden, 1. bindi, bls. 90: „Godtvin, the bis-
hop of Rochester, was also taken and Leoufruna, abbess of the monastery of Saint
Mildred.“
H4