Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Page 131
DÖNSKU SKOPMYNDIRNAR
mæða! Hvar sem hið lifandi orð slær mönnum skelk í bringu, þar færir
dauði þess órólegum sálum heldur engan frið. Draugar myrtra hugsana
hrella hinn tortryggna ofsækjanda, sem réði þeim bana, eigi síður en væru
þær enn á lífi. Fái almenningsálitið að flæða frjálst og öldur þess að berast
í dagblöðunum, þá myndar það hið þýska Rúbikon-fljót sem stjómlyndið
þarf að dvelja við til að hugleiða hvort það eigi að fara yfir það og leiða
blóðuga ringulreið yfir kæra ættjörðina og heiminn allan eða hvort það
eigi að sigrast á sjálfu sér og hverfa frá fljótinu.“18
Eftir reynsltma af 20. öldinni reynist afar erfitt að fallast á bjartsýni
Bömes um almenningsálitið og frjálsan gang þess. Víst er að Böme hefur
fremur haft í huga upplýsta prentara og útgefendur sem ffamleiða „þús-
und læki í fjölskrúðugu máli og riti“ og síður þá tegund útgefenda sem
ríkjandi urðu á 20. öld með mönnum á borð við Wllliam Randolph Hearst
eða RupertMurdoch. Af þeim sökum falla hugmyndir Bömes um almenn-
ingsáhtið illa að 21. öldinni. Böme sá í almenningsáhtinu Rúbikon-fljót
„sem stjómlyndið þarf að dvelja við til að hugleiða“ en Onora O’Neill
kemst hins vegar í Reith-fyrirlestrum sínum fyrir BBC að þeirri nið-
urstöðu að ótakmarkað skoðanafrelsi sé ekki „nauðsynlegt heldur skaðlegt
fi'TÍr lýðræðið“.19 Sjálfsskilningur fjölmiðla hefur einnig tekið stakkaskipt-
um á þeim langa tíma sem hðinn er frá því Böme var uppi,20 eins og t.d.
er ljóst af ummælunum sem höfð vom efidr Hearst þegar ljósmyndari sem
hafði verið sendur til Kúbu fyrir hann kvartaði undan því að finna engin
stríðsummerki sem hann gæti ljósmyndað. Þá mun Hearst hafa sagt: „Þú
sérð um myndimar. Ég sé nm stríðið.“21
Upplýsingarstefnan og enskir nytjastefhumenn htu á hinn opinbera
18 Ludwig Böme, Die Freiheit der Presse in Bayem, 1818, http: //www. zeno.
orgLiteratur/ M/B%C3%B6me,+Lud\\dg/Schriften/Aufs%C3%A4tze+ und+
Erz%C3% A4hlungen/Die+ Freiheit+der+Presse+in+Baye m.
19 „Af þeim sökum er ótakmarkað tjáningarffelsi, ekki aðeins einstaklinga heldur
einnigvoldugra stoftiana, þar á meðal fjölmiðla, ekki nauðsynlegt lýðræðinu heldur
skaðlegt“ (Onora O’Neill, Rethinking Freedom ofthe Press, 2004, http://wvvw.ria.ie/
reports/pdf/pressffeedom.pdf, s. 8).
:o „Enn einkerma myndir ffá gömlu góðu tímunum af hugrökkum blaðaeigendum,
ritstjómm eða blaðamönnum, sem þora að standa uppi í hárinu á yfirvöldum,
umræðuna um prentfrelsið. Þessi sýn er ekki einungis úrelt heldur er hún
beinlínis hættuleg á tímum þegar fjölmiðlar hafa að hluta til orðið að óábyrgum
valdaaðilum" (sama rit, s. 6-7).
:i Hvort ummælin era rétt höfð efrir Hearst mun vera umdeilt. Oumdeilt er
að með greinaskrifúm sínum átti hann sinn þátt í því að stríð braust út milli
Bandaríkjamanna og Spánverja.
129