Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.10.2014, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 17.10.2014, Blaðsíða 12
Við hönnun íþrótta- og menningarmið- stöðvarinnar höfðu Aðalheið- ur og félagar samnýtingu að leiðarljósi. Í húsinu eru fjölnota rými sem nýtast ekki bara íþrótta- iðkendunum heldur stórum hópi íbúa hverfisins við hverskyns upp- ákomur. A 2f arkitektar, sem er með skrif-stofur í Reykjavík og Berlín, hefur áður hlotið viðurkenningar en þar á meðal er nýbygging Framhaldsskólans í Mosfellsbæ. Samkeppnin var opin þar sem 95 tillögur voru samþykktar en af þessum 95 tillögum voru svo 10 valdar til þátttöku í samkeppninni. Það var einróma álit dómnefndar að tillaga af2 arkitektar skyldi vinna. Harður heimur Arkitektarnir á bak við tillöguna eru þau Aðalheiður Atladóttir, Falk Krüger og Fi- lip Nosek. „Við erum þrjú saman í þessu, við Falk, sem er eiginmaður minn, og Fi- lip, gamall vinur okkar úr háskólanum, en hann rekur stofuna í Berlín. Við lærðum í Aachen í Þýskalandi og á lokaönninni okkar leigðum við saman gamalt sláturhús sem var tómt á þeim tíma og umbreyttum því í vinnustofu. Það var svo í kjölfar vinn- unnar við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ sem við ákváðum að stofna saman stofu.“ Aðalheiður segir verðlaunin vera mjög þýðingarmikil fyrir stofuna. „Þetta er miklu harðari heimur úti en hér. Það er ekki mikið um opna samkeppni og mjög oft er forval til að komast að í keppni. Við höfum enn ekki mikið af opinberum bygg- ingum á ferilskránni svo það getur verið erfitt að komast að. Stundum er svona „wild card“ fyrir ungar stofur og þá er það bara happaglappa hvort maður komst að. Það er bara svo ofboðsleg samkeppni í Þýskalandi að það getur verið erfitt um vik fyrir litlar ungar stofur. En þessi verðlaun eiga eftir að hjálpa okkur mikið og veita þeim aðgang að fleiri samkeppnum.“ Áhersla á samnýtingu og vistvæn efni Húsið sem um ræðir er íþróttahöll og menningarmiðstöð og segir Aðalheiður bygginguna sjálfa endurspegla notagildi sitt í hönnun og efnisvali. „Menningar- miðstöðin umlykur íþróttahöllina og salur hennar nýtist sem fjölnota salur með menningarmiðstöðinni. En þar að auki er húsið á lóð grunnskóla hverfisins sem nýtir þá líka íþróttasalinn. Þannig að við leggjum mjög mikla áherslu á sam- nýtingu. Það sem er líka mikilvægt er að byggingin er hluti af átaki borgarinnar til að bæta hverfið, efla það og styrkja, en þess vegna hugsum við húsið sem mið- stöð þar sem fólk getur komið saman. Það eru fleiri fjölnota rými í húsinu sem fólkið í hverfinu getur nýtt við hverskyns upp- ákomur. Íþróttahöllin sjálf er hærri eining og hlaðin úr múrsteinum, líkt og næsta bygg- ing í hverfinu. Hugmyndin er að hún virki sem öflugur stólpi sem svo menningarmið- stöðin umlykur á „organískan“ hátt, bæði í efnisvali og formi,“ segir Aðalheiður en menningarmiðstöðin verður byggð úr viði. Stofan þeirra Aðalheiðar vann alþjóðleg verðlaun árið 2014 fyrir vistvænar út- færslur við hönnun Framhaldsskólans í Mosfellsbæ. Aðalheiður segir þau alltaf vinna með vistvænar lausnir í huga. „Í þessari samkeppni var ekki beðið sérstak- lega um vistvænar lausnir en við erum alltaf með það á bak við eyrað í okkar hönnun. Til dæmis hugsum við mikið um efnisval og hvað verði um efnið í framtíðinni. Við reynum að nota ending- argott efni, en ef það þarf að rífa eða laga hvað verður þá um efnið? Er hægt að farga því? Við erum mjög hrifin af tré því það er lifandi efni og það er hægt að gróðursetja nýtt tré í stað þess sem þú tekur.“ Sveiflukenndur bransi Aðalheiður og Falk höfðu alltaf mikinn áhuga á því að vinna á Íslandi og fluttu því hingað eftir útskriftina í Aachen. Þau ákváðu svo að fara aftur út eftir hrun í atvinnuleit. „Við unnum úti í eitt ár en þegar við sigruðum í samkeppninni um Framhaldsskóla Mosfellsbæjar fluttum við aftur heim. Mig langar að vinna hér heima en auðvitað er gott að hafa þessa tengingu við Þýskaland og geta unnið þar líka. Þetta mjakast svona hægt og rólega áfram hér heima, en kannski ekki alveg jafn hratt og maður var að vonast til þegar maður var að byrja. Þetta er svolítið sveiflukenndur og erfiður bransi, því verð- ur ekki neitað, en við getum þó alls ekki kvartað núna þar sem við erum með næg og fjölbreytt verkefni í gangi. Við erum bjartsýn á framtíðina.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Loft innan fárra mínútna Ilmur af mentól og eukalyptus Andaðu með nefinu Otrivin Menthol ukonserveret, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 1 mg/ml. Ábendingar: Bólgur og aukin slímmyndun í nefi, kinnholum og nefkoki. Skammtar og lyfjagjöf: Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára: 1 úði í hvora nös 3 sinnum á sólarhring eftir þörfum, lengst í 10 sólarhringa og ekki úða oftar en að hámarki 3 úða í hvora nös á sólarhring. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingranna. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn eða ert með þrönghornsgláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þunguð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, ert með skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, æðakölkun, slagæðargúlp, blóðtappa í hjarta, óreglulegan eða hraðan púls, erfiðleika við þvaglát, æxli í nýrnahettum, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. Íslensk arkitektastofa vinnur til verðlauna í Þýskalandi Íslensk-þýska arkitektastofan, a2f arkitektar, vann í vikunni samkeppni um hönnun íþróttahallar og menningarmið- stöðvar í Rendsburg í Þýskalandi. Aðal- heiður Atladóttir, einn eigenda stofunnar, segir verðlaunin mjög þýðingarmikil og hjálpa þeim að komast áfram í annars hörðum heimi. Aðalheiður Atladóttir og Falk Krüger, sem eru samstarfsmenn og hjón, reka stofuna a2f ásamt Filip Nosek. Þau lærðu arkitektúr í Þýskalandi og vinna nú bæði á Íslandi og í Þýskalandi. Þau segja bransann mjög sveiflukenndan beggja vegna Atlantshafsins en þau séu samt bjarsýn á framtíðina. Mynd Hari. 12 fréttaviðtal Helgin 17.-19. október 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.