Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.10.2014, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 17.10.2014, Blaðsíða 14
U „Unnið verður að víðtækri sátt við aðila vinnu-markaðarins um þróun vinnumarkaðar og upp-byggingu til framtíðar.“ Svo sagði meðal ann-ars í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þegar hún tók við völdum í maí í fyrra. Ef marka má viðbrögð aðila vinnumarkaðarins nú, þegar lið- ið er tæplega eitt og hálft ár af kjörtímabilinu, er ekki að sjá að sú sátt hafi náðst. Blika er lofti þegar horft er til vinnumark- aðar í vetur. Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífs- ins hafa gagnrýnt stjórnvöld fyrir samskiptaleysi. Á meðan svo er stefnir í óefni. Stór orð hafa fallið sem auka ekki tiltrú á samstarf vinnumarkaðsaðila og stjórnvalda. Gylfi Arnbjörns- son, forseti ASÍ, hefur sagt fjár- lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar vera aðför að launafólki og hótað að láta af öllu samstarfi við ríkis- stjórnina, verði það samþykkt óbreytt. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson for- sætisráðherra dró hins vegar í efa að forseti ASÍ stæði við hótun sína, að hætta samráði væri umbjóðendum hans ekki til gagns. Dyrn- ar stæðu opnar í forsætisráðuneytinu. Samtök atvinnulífsins hafa tekið undir gagn- rýni á ófullnægjandi samráð ríkisstjórnarinnar um mikilvæg mál sem að vinnumarkaðnum snúa. Samið var til eins árs á almenna vinnu- markaðnum um hófsamar launahækkanir í þeirri von að slíkt skilaði auknum kaupmætti. Samtök atvinnulífsins segjast hafa skilning á því að reiði ríki innan verkalýðsfélaga á almennum vinnumarkaði vegna mikilla launa- hækkana á opinberum vinnumarkaði. Ábyrgð á verðstöðugleika verði aldrei borin af almenn- um vinnumarkaði einum. Þar verði stéttarfélög opinberra starfsmanna einnig að axla ábyrgð – og það sama á vitaskuld við um samningsaðil- ann, hið opinbera. Samtök atvinnulífsins benda á þann árangur sem náðst hefur með hófsömum kjarasamning- um. Á tæpu ári hefur verðbólga hjaðnað hratt og er nú 1,8 prósent á ársgrunni. Aðilar vinnu- markaðarins lögðu upp með að hóflegar launa- hækkanir myndu stuðla að lægri verðbólgu og meiri kaupmáttaraukningu en ella. Minna gæti orðið meira, eins og Samtök atvinnulífsins orða það – og það hafi gengið eftir. Kaupmáttur launa hafi því verið 4 prósent meiri í september en fyrir ári. Á það er að vísu bent að aukning kaupmáttar sé umfram aukningu framleiðni í atvinnulífinu og varanleiki hans því í nokk- urri óvissu. Svo hröð aukning kaupmáttar verði ekki varin nema vel sé haldið á spilum í efnahagsstjórn og við gerð kjarasamninga á komandi mánuðum. Þar er óvissan mikil, hvort heldur litið er til almenna markaðarins eða hins opinbera. Læknar hafa til dæmis boðað verkfall og farið fram á verulegar kjarabætur. Mikil óvissa ríkir um niðurstöðu á þeim viðkvæma vett- vangi – annars vegar mat á að kjör lækna þurfi að vera með þeim hætti að þeir vilji starfa hér á landi og hins vegar það fordæmisgildi sem umtalsverð hækkun hefði og kröfur annarra í kjölfarið. Samtök atvinnulífsins benda því á að þrátt fyrir þann árangur sem náðst hefur í bar- áttu við verðbólgu og með auknum kaupmætti sé staðan á vinnumarkaði tvísýn. „Að óbreyttu gæti stefnt í víðtækari verkföll á almennum vinnumarkaði en um áratugaskeið,“ segja Sam- tökin. „Ástæðurnar má rekja til kjarasamninga opinberra starfsmanna, samskiptaleysis stjór- nvalda og aðila vinnumarkaðar og ósamstöðu um áherslur í efnahagsmálum. Í hnotskurn er verkalýðshreyfingin á almennum vinnumark- aði að undirbúa harðar aðgerðir vegna trún- aðarbrests við ríkisstjórnina,“ segir einnig og samtökin bæta við: „Forsenda þess að gerðir verði kjarasamningar á grundvelli verðstöðug- leika er að traust ríki á milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar. Það traust er ekki fyrir hendi og því stefnir í óefni á vinnumarkaði í vetur. Sameiginleg sýn á meginlínur efna- hagsstefnunnar er nauðsynleg forsenda slíks trausts, Það verður að vera forgangsverkefni stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar að stilla betur saman strengi.“ Það er krafa almennings að aðilar vinnu- markaðarins og stjórnvöld sýni umbeðna ábyrgð. Sá árangur sem náðst hefur fýkur fljótt út í veður og vind logi allt í vinnudeilum á komandi vetri. Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðar gangi í takt Tvísýn staða á vinnumarkaði Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@ frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt. Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur. Ert þú að huga að dreifingu? MMikilvægt Magnesíum plús með B12, B6 og fólinsýru er slakandi og styrkjandi fyrir líkama og sál. 14 viðhorf Helgin 17.-19. október 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.