Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.10.2014, Blaðsíða 27

Fréttatíminn - 17.10.2014, Blaðsíða 27
það og þar með allan líkamann. Þess vegna missir maður meðal annars allt líkamshár og þar með augabrúnirnar og höfuðhárið. Ég fór í brjóstnám og í lokin fór ég 25 sinnum í geisla. Ári eftir að ég hafði staðið í þeirri trú að ég væri hraust- asta kona landsins var ég orðin svo veikburða að ég komst varla á milli stóla. Á milli þess sem mér voru gefnar eiturgusurnar reyndi ég að halda mér í nógu góðu formi til að þola næsta eiturskammt sem fer enn verr með mann. Það komst ekkert annað að en að þola næsta skammt. Þetta er styrjöld og maður er í henni af fullum þunga, með allan herinn sinn með sér,“ segir Hildur og gjóir augunum til eigin- mannsins. „Að meðferðinni lokinni tók við uppbygging og ég hef reynt að fara sem mest út að ganga og synda,“ segir hún. Kósí með enga hárkollu Hildur var um tíma með hárkollu eftir að hún missti hárið og komst að því að ýmsir fjölskyldumeðlimir kunnu vel að meta það. „Barnabörn- unum fannst svo ævintýralega flott að amma gæti tekið af sér hárið. Þeim finnst henni síðan hafa farið aftur núna því hún getur það ekki lengur,“ segir Einar kómískur. Hild- ur rifjar upp góðar stundir sem hún átti með þá þriggja ára dótturdóttur sinni uppi í rúmi að lesa á kvöldin. „Mér fannst óþægilegt að vera með hárkolluna þannig að ég tók hana af mér þegar við vorum að hafa það notalegt saman. Hún veit að ég læt oft undan henni þegar hún biður mig fallega þannig að hún biður mig stundum enn afskaplega fal- lega: „Elsku amma, viltu taka af þér hárið.“ Þegar við höfum það kósí saman þá finnst henni tilheyra að ég sé sköllótt. Hún á erfitt með að meðtaka að nú sé hárið fast og hún togar stundum í það til að fullvissa sig. Stundum togar hún jafnvel í hárið á öðrum bara til að athuga hvort það losnar,“ segir Hildur. Einar stóð þétt við hlið eiginkonu sinnar í veikindunum og þegar hún lauk meðferð var það ekki bara hún heldur hann líka sem fékk orkuna aftur. „Það var ekki bara ég sem hresstist heldur varð allt annað upplit á manninum. Þegar litið var á mig sem læknaða kom allt önnur orka í Einar og það var eins og hann væri að orkudrykkju dag eftir dag. Það var ekki bara það að ég væri lasin heldur fórum við saman í hvert einasta viðtal og stigum þennan dans alveg saman. Þetta reyndi mikið á okkur bæði, á okkar fjölskyldu og vini. Miðað við kraftinn sem kom yfir hann var ég ekki hissa þegar hann sagði mér að hann yrði líklega með bók fyrir jólin,“ segir Hildur. Í fótspor Star Wars og Wagner Þríleikur Einars sem gerist á Sturlungaöld og hófst með bókinni Óvinafagnaði sem kom út árið 2001 hefur vakið verðskuldaða athygli. Fjórða bókin kemur út fyrir jólin sem gerir bókaflokkinn að kvartett en ekki þríleik, og ber hún nafnið Skálmöld. „Ég hélt að þessu væri lokið og að þetta væri trílógía. Þegar ég fór að skoða þetta í heild sinni áttaði ég mig á því að ég var búin að dekka afar dramatískt tímabil á Sturlungaöld en ég hafði sleppt fyrstu og dramatískustu atburðunum. Óvinafagnaður hefst þegar Þórður Kakali fréttir að faðir hans og flestir bræður voru drepnir á Örlygsstöðum. Bækurnar Ofsi og Skáld gerast eftir það. Aðdragand- anum hafði ég hins vegar aldrei E N N E M M / S ÍA / N M 6 4 6 14 Skammdegið er skemmtilegt, sérstaklega þegar maður er vel búinn. Þeir sem eru með F plús fjölskyldutryggingu geta sótt sér hlýja og skínandi fallega húfu eða eyrnaband á næstu þjónustuskrifstofu VÍS. Sjáumst með F plús VÍS | ÁRMÚLA 3 | 108 REYKJAVÍK | SÍMI 560 5000 | VIS.IS gert skil en hann er líklega það dramatískasta sem gerðist á Sturl- ungaöld. Mig langaði því að klára þetta og fylla út í myndina,“ segir Einar. Það stóð aldrei til hjá honum að skrifa þrjár, hvað þá fjórar, bækur um Sturlungaöldina. „Ég hafði upphaflega bara áhuga á kar- akternum Þórði Kakala. Mér fannst hann nútímalegur og spennandi og passa vel í nútímaskáldsögu. Það var seinna sem ég ákvað að skrifa meira um þetta tímabil. Skálmöld er fremsta bókin, svokallað „pre-quel“, og hún endar þar sem Óvinafagnað- ur byrjar. Þar með heitir þetta ekki trílógía heldur kvartett sem þykir mjög fínt,“ segir hann kíminn. Einar komst síðan að því að hann var ekki fyrsti maðurinn til að skrifa forleikinn síðast „Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því en mér var bent á að Star Wars hefði endað á byrjuninni,“ segir hann en fyrsta myndin í forleiknum að hinum klassíska þríleik Star Wars kom út 16 árum eftir að síðasta myndin var gerð. „Tónlistarmaðurinn Vikingur Heiðar Ólafsson benti mér síðan á að ég væri að gera það sama og tón- skáldið Richard Wagner í Niflunga- hringnum en hann endaði á þeirri óperu sem á sér stað fyrst, Rínar- gulli. Ég, Star Wars og Wagner eigum því allavega þetta sameigin- legt,“ segir hann hógvær. Einar byrjaði að skrifa Skálmöld í febrúar en þó er lítið að marka þann tíma því hann hefur undanfarin 15 ár Elsku amma, viltu taka af þér hárið. Framhald á næstu opnu viðtal 27 Helgin 17.-19. október 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.