Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.10.2014, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 17.10.2014, Blaðsíða 34
TILBOÐ EX20 skrifstofustóll ALMENNT VERÐ 95.026 kr. TILBOÐSVERÐ 66.518 kr. Hæðarstillanlegt bak Armar hæða- og dýptarstillanlegir Dýptarstilling á setu Hallastilling á baki, fylgir hreyfingu notanda Hæðarstilling setu Mótstöðustilling fyrir mismunandi þyngd notanda Sjálfstæð „fljótandi“ hallastilling setu fylgir hreyfingu notandans Mjúk hjól STOFNAÐ 1956 Íslensk hönnun & handverk Bæjarlind 8-10 201 Kópavogur s: 510 7300 www.ag.is líka oft vera í fleiri miðlum, kvik- myndum og sjónvarpi.“ Edda var meðlimur í þjóðlaga- sveitinni Þremur á palli, sem varð til í leikritinu Þið munið hann Jörund sem frumsýnt var árið 1970 þegar Edda var nýskriðin úr leiklistarnámi. Sveitin var mjög áberandi á áttunda áratugnum og ferðaðist um landið og út fyrir landsteinana með sína vísna- og þjóðlagamúsík. „Það var fenginn ungur piltur til þess að útsetja lögin, sem heitir Páll Einarsson og er jarðeðlis- fræðingur. Hann fór utan í nám og sá aldrei sýninguna. Nú er hann kominn aftur og er með okkur í sýningunni í dag, svo það er eigin- lega honum að kenna að ég fór að syngja. Við erum enn að styðjast við margar af hans útsetningum, auðvitað búin að breyta sumu en í grunninn eru þetta gömlu útsetn- ingarnar.“ Þrjú á palli héldu áfram eftir leiksýninguna og gáfu út 7 plötur hjá Svavari Gests og voru starf- andi á fullu í 6 ár og fóru víða. Þerapía Lafði Macbeth Árið 1975, þegar Edda er 29 ára, varð hún fyrir því óláni að hrasa í stiga og fá högg á höfuðið sem olli því að hún fékk heilablóðfall. Skiljanlega hægðist á öllu við slíkt áfall en rúmu ári síðar var hún komin á leiksvið aftur. „Ég missti ekki mátt en tapaði öllum nafnorðum,“ segir Edda. Það var eins og sú skúffa hefði bara verið tekin úr orðaforðanum. Það tók tíma að vinna það til baka. Fljótlega eftir þetta átti ég mjög erfitt með að mynda setningar, en það kom sér vel að vera leikkona og geta leikið orðin sem nafnorðin stóðu fyrir,“ segir Edda. Þú varst fljótlega komin á svið aftur, var það bara íslenska hark- an sem kom þér í það eða hvað? „Þegar ég lenti í þessu slysi var hljómsveitin á sínum hátindi. Það var komið sjónvarp og við vorum þekkt. Það voru komnar á kreik kjaftasögur á þá leið að ég væri lömuð fyrir lífstíð eða bara hrein- lega dáin. Einhverjum mánuðum síðar var ég að labba með Fróða, son minn, sem var nýfæddur þegar þetta gerðist, og Andrés Indriðason sem var hjá sjónvarp- inu sá mig á gangi. Stuttu seinna hafði hann samband og vildi fá mig til þess að stýra spurninga- þætti sem hann var að byrja með á RÚV,“ segir Edda. „Ég sagði við Andrés að ég gæti þetta ekki, en hann stappaði í mig stálinu. Ég reyndi að læra setningarnar mínar en ég gat það ekki. Hann sagði að ég þyrfti þess ekki, ég fengi að hafa þetta fyrir framan mig og gæti lesið þetta og verið kynnir. Ég lét draga mig út í þetta og það tókst. Ég man að ég var ekki með neitt hár eftir uppskurðinn og var með skuplu á höfðinu,“ segir Edda. „Fljótlega eftir þetta fékk ég tilboð frá Þjóð- leikhúsinu þar sem Sveinn Einars- son var við stjórn og frá Iðnó sem þá var undir stjórn Vigdísar Finn- bogadóttur. Þar var mér boðið að leika Lady Macbeth. Ég var nú ekki viss hvort ég gæti tekið að mér svona flókið hlutverk,“ segir Edda. „Þorsteinn Gunnarsson, sem leikstýrði, sagði mér að nota þetta sem þerapíu og það gekk. Þetta var í byrjun árs 1977. Við í Þremur á palli gerðum svo eina plötu í viðbót sem var líka góð þjálfun fyrir mig. Ég starfaði svo sem leikkona þar til ég tók við formennsku í leikarafélaginu árið 1992.“ Lífið til þess að leika sér að því Árið 1994 missti Edda einkason sinn, Fróða, sem dó af völdum krabbameins sem hann greindist 34 viðtal Helgin 17.-19. október 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.