Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.10.2014, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 17.10.2014, Blaðsíða 44
„Lasse – veltir þungu hlasse“ H „Hvað er að gerast? Við Norðmenn drekk- um lýsi og borðum hafragraut. Á hverju hafa Íslendingarnir eiginlega lifað?“ Svo spurði Norðmaður, einn af mörgum sem tjáði sig á norskum vefmiðli um úrslit margfrægs sigurleiks Íslendinga gegn Hollendingum á mánudaginn. Hann fékk fljótlega svar við spurningu sinni frá ís- lenskri konu sem upplýsti á sama kommentakerfi að Íslendingar borðuðu bæði hafragraut og lýsi, eins og Norð- menn – en líka skyr. Sá norski brást við fljótt og tilkynnti um 7 hektólítra pöntun á skyri. Það eru ansi margir lítrar. Sigurinn á Hollendingum kom í kjölfar tveggja annarra í undankeppni Evrópu- mótsins og hefur vakið verðskuldaða athygli ytra á góðu gengi íslenska lands- liðsins og einstakri gleði hér heima. Enn er þó langt í land, margir erfiðir útileikir eftir og liðið fráleitt komið í lokakeppnina í Frakklandi – en er á meðan er. Sjálfsagt er að gleðjast yfir góðu gengi en halda þó báðum fótum á jörðinni. Það virðast leikmennirnir gera, studdir af öflugum þjálfurum, Svíanum Lars Lagerbäck og hógværa tannlækninum frá Vestmanna- eyjum, Heimi Hallgrímssyni. Sænski þjálfarinn nýtur mikilla vin- sælda á Íslandi. Honum er ekki síst þakk- aður þessi árangur, að hafa þjappað saman hæfileikaríkum strákum sem vitað var, eftir frammistöðu með yngri landsliðum, að væri hópur til alls líklegur. Ég las það í erlendu blaði að svo mikið væri dálæti Íslendinga á Lars að þeir vildu ólmir að hann fengi íslenskan ríkisborgararétt og yrði forseti í kjölfarið. Það eru ekki nema tvö ár í forsetakosningar og ólíklegt er að Ólafur Ragnar Grímsson leggi í sjötta tímabilið, þótt enn sé kallinn sprækur sem lækur. Dæmi eru um það að íþróttamenn hafi fengið hraðmeðferð í ríkisborgara- kerfinu. Var það ekki Kúbumaðurinn Duranona sem varð Íslendingur á met- tíma og gerði síðan garðinn frægan með íslenska handboltalandsliðinu? Það hefur svo sem enginn spurt Lars hvort hann kjósi að gerast Íslendingur á efri árum, hvað þá hvort hann vilji setjast að á Bessastöðum og taka þar við búi eitt eða tvö kjörtímabil að þjálfaraferlinum loknum. Svo er heldur ekki víst að hann hafi tíma til þess að taka þátt í kosninga- baráttu sumarið 2016, það er að segja ef honum tekst það ómögulega, að koma íslensku karlalandsliði í fótbolta í úr- slitakeppni stórmóts. Hann var að vísu glettilega nærri því í fyrra, þegar aðeins munaði einum leik að íslenska liðið kæm- ist alla leið á HM í Brasilíu. Takist Lars ætlunarverk sitt er þó ólíklegt að hann þurfi á kosningabaráttu að halda. Úrslitakeppnin fer fram í Frakk- landi á svipuðum tíma og gengið verður til forsetakosninganna. Miðað við fótbolta- æðið nú, að loknum þremur sigurleikjum, er rétt hægt að ímynda sér stöðuna nái lið- ið takmarki sínu. Þá skiptir þjóðernið litlu, Lars verður forseti hvort heldur hann telst sænskur eða íslenskur á pappírunum – og sennilega hvort heldur hann vill embættið eður ei. Og ekki nóg með það, Heimir verður varaforseti. Það er að vísu ekki gert ráð fyrir slíku í stjórnskipan okkar en það skiptir engu. Þjóðin mun ráða. Lars er kallaður Lasse í heimalandi sínu. Slagorð hans í forsetakosningunum gæti því verið: „Lasse – veltir þungu hlasse“ – eða eitt- hvað álíka. Ég sat sem límdur við sjónvarpið þegar íslenska liðið lék gegn Hollandi. Á stórmótum hef ég gjarna haldið með hollenska liðinu, fundist það léttleikandi og skemmtilegt. Eftir heimsmeistara- mótið á liðnu sumri þekkti ég jafnvel helstu stjörnur liðsins með nafni, ekki síst Hollendinginn fljúgandi, Robin van Persie, sem skoraði skallamarkið ódauðlega í 5-1 sigrinum gegn Spáni í sumar – og sprett- harða kantmanninn, Arjen Robin. Það er óvenjulegt því aðrar stórstjörnur þekki ég fáar á velli, að undanskildum Rooney hjá Manchester United og Argentínumann- inum Messi. Bitvargnum Suárez man ég líka eftir – en bara fyrir það að hann skildi tannaförin eftir í öxl andstæðingsins. Ég var einn heima, ýmist sat eða stóð, allt eftir spennustigi. Ég átti að vísu von á tveimur barnabörnum í gæslu – og ömmu þeirra skömmu síðar. Móðir barnanna skutlaði þeim til mín þegar um það bil hálftíma var liðinn af leiknum en blessuð börnin náðu litlu sambandi við afann í sjónvarpssófanum og horfðu á hann stórum augum, gott ef ekki skelfingar- augum, þegar hann stökk upp, hrópaði og skellti saman höndum þegar Gylfi negldi boltann í þaknetið, skömmu fyrir hálfleik. Rétt í þann mund kom amma barnanna heim. Ekki veit ég hvort margir hafa þann hæfileika sem hún hefur en hún getur nær algerlega útilokað sjónvarpsíþróttir úr lífi sínu, einkum fótbolta. Flakki mín ágæta eiginkona milli stöðva er hún svo snögg á skiptitakka fjarstýringarinnar sjáist í læri fótboltamanns að augað nemur myndina varla. Hún fylgist heldur ekki með dag- skrá íslenskra landsliða og því komu lætin í eiginmanninum henni á óvart. Ég full- yrði að hún vissi ekki að til stóð að Ísland mætti bronsliði HM frá því í sumar og hefur enga hugmynd að í aðdraganda þess leik lagði liðið Tyrkland og Lettland. Þá þykist ég vita að hún hafi aldrei heyrt Sví- ann Lars Lagerbäck nefndan og því síður Vestmannaeyinginn Heimi Hallgrímsson. Það er því ólíklegt að hún kjósi Lars til for- setaembættis, komi til framboðsins þótt það muni trauðla koma að sök hvað hann varðar, í væntanlegu fótboltafári kosninga- sumarið 2016. „Hvað er í gangi,“ sagði hún við æstan eiginmann sinn sem átti að gegna því hlut- verki einu að gæta barnanna. „Staðan er 2-0,“ hrópaði ég og endurtók stöðuna, svo ótrúleg sem hún var. „Nú,“ sagði frúin, „á móti hverjum?“ „Hollendingum, mann- eskja, en ekki hverjum, bronsliðinu frá HM í sumar.“ „Jæja,“ sagði hún og kallaði í krakkana, „ég fylgist ekkert með þessum handbolta eftir að Óli Stef hætti.“ Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 08.10.14 - 14.10.14 1 2 5 6 7 8 109 43 Í innsta hring Viveca Sten Kata Steinar Bragi Náðarstund Hannah Kent Afdalabarn Guðrún frá Lundi Stundarfró Orri Harðarson Handan minninga Sally Magnusson Í krafti sannfæringar Jón Steinar Gunnlaugsson Slaufur Rannveig Hafsteinsdóttir Fuglaþrugl og naflakrafl Þórarinn Eldjárn Þegar dúfurnar hurfu Sofi Oksanen 44 viðhorf Helgin 17.-19. október 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.