Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.10.2014, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 17.10.2014, Blaðsíða 58
R enault Zoe ZE er glæsilegur fimm dyra smábíll sem aðeins gengur fyrir raf- magni. ZE í nafni bílsins stendur fyrir „zero emission“ eða engan útblástur. Bíllinn sem ég reynsluók var svartur og glansandi og einkar þægilegur í akstri. Renault kynnti bílinn fyrst árið 2010 og á dögun- um hóf rafbílafyrirtækið Even inn- flutning á honum hingað til lands. Sem smábíll hefur Zoe sína kosti og er hann hinn besti borgarbíll, honum er auðvelt að leggja í þröng stæði og lengd einnar hleðslu hentar vel til að flakka um höfuð- borgarsvæðið og nágrannasveitar- félögin en ekki mikið lengra. Mælaborðið í Zoe er skýrt og gott og þar eru ekkert of miklar og flóknar upplýsingar, heldur aðeins sýndur hraði og hve mikið er eftir af rafhlöðunni. Eins og í smábílum eru aftursætin nokkuð þröng en með þolinmæði og einbeitingu tókst mér þó að festa þrjár barnasessur þar og bjóða fjöl- skyldunni á rúntinn í rafbílnum. Í Renault Zoe er 22 kWh lithium- ion rafhlaða og samkvæmt Evr- ópustöðlum ætti að vera hægt að aka bílnum 210 kílómetra á einni hleðslu. Hjá Even fékk ég þó þær upplýsingar að eftir prófanir síð- ustu vikur væri niðurstaðan sú að með hefðbundinni keyrslu innan- bæjar kæmist bíllinn um 150 km á einni hleðslu en með því að keyra í sparakstri mætti auka drægnina verulega. Zoe er hlaðinn með því opna Renault merkið að framan og stinga í samband. Auðvelt er að hlaða Zoe í venjulegri 240V - 16A innstungu og tekur hleðslan þá um sex klukkustundir. Hægt er að hlaða mun hraðar með litlum hleðslustöðvum sem hægt er að koma fyrir á heimilum eða taka með sér á ferðalögum. Hafi fólk aðgang að þriggja fasa rafmagni (eins og notað er fyrir þvottavélar) er hægt að fullhlaða Zoe rafbílinn með slíkri hleðslu- stöð á hálftíma. Ísland er smám saman að rafbílavæðast og gaman að fá Zoe í flóruna. Zoe rafbíllinn er búinn annarri tækni en til dæmis Nissan Leaf rafbíllinn og er því ekki hægt að hlaða hann á þeim hraðhleðslu- stöðvum sem settar hafa verið upp að undanförnu af ON. Even hefur fengið til landsins 200 hleðslu- stöðvar sem stefnt er að setja upp allt í kringum landið, en á þeim hleðslustöðvum verður hægt að hlaða Zoe og allar tegundir rafbíla. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnuhulda@frettatiminn.is 58 bílar Helgin 17.-19. október 2014 Vantar þig gistingu í útlöndum? Gerðu Verðsamanburð á hóteltilboðum út um allan heim oG bókaðu haGstæðasta kostinn á túristi.is. T Ú R I S T I Rafmagnaður Renault  ReynsluakstuR Renault Zoe Ze 5 dyra Drægni: um 150 km í blönduðum akstri Hæð: 156 cm Breidd: 173 cm Lengd: 408 cm 13,5 sek í 100 km hraða Verð frá 3.590.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.