Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.10.2014, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 17.10.2014, Blaðsíða 62
62 fjölskyldan Helgin 17.-19. október 2014 Bankastræti 3 | S. 551 3635 | www.stella.is sokkabuxurRosaflottar Líka í yfir- stærðum Kvenleiki hvernig hjálpa mæður dætrum sínum frá gildrunum? F ullkomnun er hið sjálfsagða viðmið í heimi ungra kvenna. Ekki það að þær séu þessar hlægilegu ofurkon- ur, heldur lifa þær sínu sjálfsagða lífi þar sem þær gera svosem ekkert merkilegt. Það er sjálfsagt að hafa menntað sig; það lærðu þær af mæðrum sínum og eins er sjálfsagt að bæta við sig framhaldsgráðu á háskólastigi. Sjálfsagt að gera það með vinnu enda eru þær ábyrgar fyrir fram- færslu fjölskyldunnar, að vísu á lægri launum en eiginmaðurinn en dugar þó fyrir rekstri heimilis og barna á meðan hann borgar húsið og bílinn – hin seljanlegu verðmæti meðan kvennalaunin fara inn og út um gluggann og alltaf sömu leið. Svo þarf að lesa nýjar fræðigreinar og sækja námskeið og ráðstefnur heima og heiman til að halda sér við í faginu, fylgjast vel með fréttum og þjóðmálaumræðu, sinna menningar- lífi heimsins og hitta vinkonurnar á kaffihúsi og í saumaklúbbnum sem núna heitir reyndar leshringur. Gleymum ekki foreldraviðtölum og eftirfylgd með námi barnanna, mætingu á fótboltamótin og fimleika- æfingarnar og akstrinum í píanótímana en pabbinn tekur þó hluta af þessu, sérlega ef búið er að minna hann á tímasetningar og hringja í hann 5 mínútum áður en æfingu lýkur eða viðtal hefst. Heimilisrekstur tekur reyndar sama tíma og hann gerði fyrir 50 árum skv. breskri rannsókn þar sem kröfur um hreinlæti hafa margfald- ast, fatamagn fjölskyldunnar hefur marg- faldast og flækjustig í næringu fjölskyld- unnar hefur líka margfaldast. Hollusta og heimaeldun, lífræn ræktun, sykurleysi, laktósalausar mjólkurvörur, glúteinóþól unglingsins og bakstur að kvöldlagi. Loks er það ræktin og jógað og salsað, fótleggj- arakstur, dagförðun og kvöldförðun og vitaskuld frábært kynlíf, allt á innan við þúsund kalóríum á dag. Margt bendir til þess að sjálfsmynd stúlkna á barnsaldri sé sterkari en hún var fyrir einhverjum áratugum en sá ár- angur byggir að einhverju leyti á brauð- fótum þar sem átökin við upphaf unglings- áranna brýtur sjálfstraust þeirra niður. Fullkomnunin sem viðmið kvenleikans heldur sem sagt innreið sína. Streita yfir íþróttaiðkun eða tónlistarnámi sem er orðið að fullkomnunarprófi, áhyggjur af frammistöðu í skóla, grátur fyrir próf og sjálfsrefsingar fyrir einkunnir undir níu komma fimm. Ótti við að standast ekki samanburð við „hinar“ stelpurnar og hræðsla við höfnun hins kynsins, kvölin um að vera ekki nógu sæt eða nógu vel klædd, vera of lágvaxin eða of hávaxin, vera ekki í nógu góðu formi og verst af öllu – að vera ekki nógu mjó. Þreyta og meiri þreyta, magaverkir og höfuðverkir, kvíði og þunglyndiseinkenni sigla í kjölfar þess að þær eru aldrei nógu góðar á mælistiku fullkomleikans. Sú stika leyfir engin frávik og engin mistök enda óttast stúlkur ekkert meira en þá skepnu. Þær fara að stjórna lífi sínu frá mögulegum mistökum, velja „öruggt“ og halda ásýndinni í lagi. Þar með afsala þær sér nýjum möguleikum þar sem æfing með tilheyrandi mistökum skapar meist- ara. Ímyndum kvenleikans er fjölvarpað í formi fótósjoppaðra mynda af hálfnöktum konum og vitað er að sjálfstraust kvenna lækkar mælanlega við það eitt að fletta tískublaði. Þar með eru þær auðveld fórnarlömb fyrir átraskanir í fjölmörgum myndum, allt frá lífshættulegu lystar- stoli yfir í offitu til að skapa vernd utan um viðkvæmt sjálf. Með tímanum þróast svo langvarandi veikindi vegna þess margfalda álags sem þær búa við með til- heyrandi læknisheimsóknum, fjölbreyttri lyfjanotkun, aðgerðum af ýmsum toga og loks vefjagigt og síþreyta ofan á notkun þunglyndislyfja og kvíðastillandi lyfja og geðdeildarheimsókna. Öryrkjar á besta aldri þegar verst lætur. Hvernig hjálpa mæður dætrum sínum frá gildrunum? Fyrst og fremst verða þær sjálfar að vinna með sjálfar sig þar sem þær eru fyrirmynd stúlknanna sinna frá fyrstu stundu. Meira að segja snýst upp- reisn unglingsstúlkna um að slíta sig frá mömmu og gera allt öðruvísi en mamma – en teygjanleiki naflastrengsins togar þær fljótt til baka. Mæður verða að skipta út neikvæðum einkennum kvenleikans í eigin fari og setja nýja þætti inn eða endurforrita sig fyrir stúlkurnar sínar. Verið framkvæmdastjórar heimilisins en ekki pirraðar hús-mæður. Verkstýrið allri fjölskyldunni í heimilisverkum með gleðibrosi á vör til að andæfa gegn ímynd hinnar pirruðu húsmóður. Takið ykkur ekki of hátíðlega, leyfið ykkur að hlæja að erfiðleikum daglegs lífs og reyndar eru gleðiæfingar, fjör og hlátur ómetanleg andóf gegn fullkomnunaræðinu. Sýnið dætrum ykkar að þið prófið óvenjulega hluti eins og að fresta framhaldsnáminu um tvö ár eða skreppið einar til útlanda án þess að spyrja hvernig hann muni græja heimili og börn á meðan. Segið dætrum ykkar frá lífi ykkar, sigrum og mistökum án þess að ætlast til að þær verði með- virkar með ykkur og hvetjið þær til að tala um sína líðan. Skiljið stundum eftir óuppvaskað og farið í ísrúnt eftir kvöldmatinn og setjið barnaflokkinn ykkar í fötin frá í gær þrátt fyrir smábletti. Ávítið dætur ykkar aldrei fyrir að skíta út fötin sín eða segið þeim að „passa sig“ í nýju jólafötunum. Veljið fleiri liti en bleika á stúlkuna ykkar og leyfið henni að prófa fleiri leikföng en bleikar prinsessur, munið að það fæst frá- bær bíll með barbie og hún getur fengið hraustlega hlaupakjóla af ýmsum gerðum. Segið þeim að áhugamálin séu til gleði og ekki til að verða bestar, syngið endalaust að góðar einkunnir séu allt í lagi en líka frábært að fá stundum lágar einkunnir til að muna að þær séu jafndásamlegar hvað sem eitthvert einkunnablað segir. Höldum áfram og áfram að bæta eigin líf og fram- tíð dætra okkar án gjalds kvenleikans; dropinn holar steininn, ekki af því að hann falli svo fast – heldur að því að hann fellur aftur og aftur. Gjald kvenleikans Margrét Pála Ólafsdóttir ritstjórn@ frettatiminn.is heimur barna Ávítið dætur ykkar aldrei fyrir að skíta út fötin sín eða segið þeim að „passa sig“ í nýju jólafötunum. Veljið fleiri liti en bleika á stúlkuna ykkar og leyfið henni að prófa fleiri leikföng en bleikar prinsessur, munið að það fæst frábær bíll með barbie. SPECIALIZED BICYCLES & COMPONENTS KRÍA HJÓL GRANDAÐGARÐUR 7 101 REYKJAVÍK s.5349164 Heilsukai Móðir & barn Föstudaginn 24. október verður sérkai um heilsu í Fréttatímanum þar sem allað verður um allt sem viðkemur meðgöngu og heilsu barna. Ef þú hefur áhuga á að kynna starfsemi þína eða kaupa auglýsingu hafðu þá samband við auglýsingadeild Fréttatímans, auglysingar@frettatiminn.is eða í síma 531-3300.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.