Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.10.2014, Side 86

Fréttatíminn - 17.10.2014, Side 86
 LeikList Íris HóLm Hjá LeikféLagi mosfeLLsbæjar Hlutverkið fullkomið fyrir mig s öngkonunni Írisi Hólm er margt til lista lagt. Hún stendur nú á leiksviði í fyrsta sinn í uppfærslu Leikfélags Mosfellsbæjar á ævintýrinu um Ronju Ræningjadóttur. „Ég hafði alltaf viljað taka þátt í leikfélaginu hér í heimabænum mínum,“ segir Íris. „Ég var svo í heimsókn hjá Agnesi Wild leikstjóra og hún sagði mér að hún ætlaði að setja Ronju á svið og ég sagði henni að mig hefði alltaf langað til þess að leika hlutverk Lovísu, mömmu Ronju. Hún tók mig bara á orð- inu og það var ákveðið. Lovísa er ekkert ósvipuð mér, fyrir- ferðarmikil frekja,“ segir Íris. „Svo er skemmtileg tilviljun að maðurinn minn heitir Matthías, eins og maður Lovísu, svo ég fæ mikla útrás á sviðinu og er rólegri heima fyrir,“ segir Íris. „Þetta hefur gengið alveg rosalega vel og mjög gaman að taka þátt í þessu. Ég er allavega komin til að vera hjá Leikfélagi Mosó, mig langar að leika meira,“ segir Íris. „Það er ýmis- legt fram undan í söngnum, en ekkert sem hægt er að tala um strax. Ég finn það að hlutverk í leikhúsi á eftir að hjálpa mér mikið þegar kemur að söngn- um og framkomu og slíkt,“ segir Íris Hólm sem nýtur sín á sviðinu. Ronja Ræningjadóttir er sýnd alla sunnudaga í leikfélagi Mos- fellsbæjar. -hf Íris Hólm leikur Lovísu, mömmu Ronju Ræningja- dóttur. V ið byrjuðum á því í vor að vera með kosningu á vef Ríkisútvarpsins, þar sem allir landsmenn gátu kosið sín uppáhalds lög frá hverjum áratug. Frá árinu 1944 til dagsins í dag. Þátttakan var frábær og greinilegt að margir hafa sterka skoð- un á því hvaða lög eru í uppáhaldi,“ segir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. „Það var auðveldara að velja úr elstu lögunum en svo varð þetta erfiðara og erfiðara.“ Var ekki erfitt að sjá kannski lög sem þið höfðuð í uppáhaldi ekki komast inn á listann? „Auðvitað vantar alltaf einhverja gull- mola. Fjöldinn af góðum íslenskum lögum er bara svo svakalegur að annað væri ekki hægt, það kemst bara ekki allt að, því miður. Svo komumst lög inn sem maður sjálfur hefur enga tengingu við, sem er líka skiljan- legt. Listinn er mjög fjölbreyttur.“ Saga laganna sögð Í þættinum eru 5 lög flutt af hljómsveit og rjómanum af íslenskum söngvurum og söngkonum, en Jón Ólafsson útsetur lögin af sinni alkunnu snilld. „Ég held að það verði gaman að heyra þessi lög flutt af öðrum söngvurum en þeim sem fluttu þau, og sum þeirra í skemmtilegum útsetningum sem ekki hafa heyrst áður. Sum sem koma mjög á óvart,“ segir Ragnhildur. „Við segjum líka sögu laganna og þeirra sem flytja þau, erum búin að tala við marga höfunda sem og börn þeirra sem fallnir eru frá. Rifjum upp gamlar sögur og fréttir úr blöðum og sjón- varpsþáttum,“ bætir hún við. „Undirbúningur þáttanna hefur verið mjög skemmtilegur og maður hefur rekist á margar skrýtnar sögur og skemmtilegar fréttir. Í dag rakst ég t.d á gamla frétt frá 1982 þar sem fjallað var um æðið sem greip um sig á Íslandi þegar fótanuddtæki komu til landsins. Radíóbúðin seldi svo mikið af tækjunum að um tíma tók því ekki að stilla tækjunum uppí versluninni og voru þau seld úr fjörutíu feta gámi úti á stétt. Svo rekst maður á skemmtilegar staðreyndir eins og að hversu afkastamiklar sumar íslenskar hljómsveitir voru á þessum tíma. Purrkur Pillnikk starfaði t.d bara í eitt og hálft ár en gaf út 5 plötur! VIP-passi með launaumslaginu Það er nóg að gera þessa dagana því meðfram Óskalögum Þjóðarinnar ritstýrir Ragnhildur Steinunn nýjum þætti á RÚV sem heitir Hæpið og einnig er hún að hefja upptökur á fjórðu seríu Ísþjóðarinnar þar sem ungu áhugaverðu fólki er fylgt eftir. „Það er bara svo skemmtilegt að fást við öll þessi verkefni að manni finnst maður varla vera í vinnunni, þetta er meira eins og áhugamál. Og það að undirbúa Óskalög Þjóðarinnar er eins og eitt gott nostalgíu- partí. Svo er ég líka algjör Nýdanskra aðdá- andi þannig að fá að vinna með Jóni Ólafs er eins og að fá VIP-passa með launaumslaginu um hver mánaðarmót.“ Hvernig gengur að koma þessu öllu heim og saman? „Ég er algjört excel skjal þegar kemur að skipulagningu enda mörg verkefni sem þarf að sinna á hverjum degi. Ég var líka svo heppin að fá bestu dagmömmuna í Vestur- bænum, hana Þórunni, til að gæta sonar okkar sem er nýorðinn eins árs þannig að ég get sinnt vinnunni áhyggjulaus þar til vinnu- deginum lýkur. Ef dagarnir lengjast bjargar pabbinn alltaf málunum og þó ég segi sjálf frá þá held ég að við stöndum okkur nokkuð vel miðað við að hafa litla aðstoð í kringum okkur,“ segir Ragnhildur. Þættirnir verða 8 talsins. Einn þáttur fyrir hvern áratug og eftir hvern þátt verður hægt að kjósa sitt uppáhald í hverjum þætti fyrir sig. Þann 6. desember verður svo loka- þáttur í beinni útsendingu þar sem eitt lag frá hverjum áratug verður flutt og óskalag þjóðarinnar afhjúpað. Átt þú þitt uppáhalds lag? „Ég get ómögulega svarað því. Það er svo ótrúlega mikið til af fallegum og flottum lögum,“ segir Ragnhildur. Þátturinn Óskalög þjóðarinnar hefst á morgun, laugardag, í Ríkissjónvarpinu og söngvararnir sem syngja í fyrsta þættinum eru þau Ágústa Eva, Björn Jörundur, Eyþór Ingi, Lay Low og Sigga Eyrún. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is  sjónVarp ragnHiLdur steinunn stýrir óskaLögum þjóðarinnar á rÚV Hef svo mikið að gera að ég er orðin að excel-skjali Skemmtiþátturinn Óskalög þjóðarinnar hefst á laugardaginn á RÚV. Þættirnir eru tónlistar- þættir þar sem farið verður yfir uppáhaldslög landsmanna síðustu sjö áratugi. Umsjónarmenn þáttarins verða þau Jón Ólafsson tónlistarmaður og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, sem er nýkomin á skjáinn aftur eftir fæðingarorlof, en hún og maður hennar Haukur Ingi Guðnason eignuðust sitt annað barn fyrir ári. Fyrir eiga þau fjögurra ára dóttur. Ég er algjört excel skjal þegar kemur að skipulagningu enda mörg verkefni sem þarf að sinna á hverjum degi, segir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Purrkur Pillnikk starfaði t.d bara í eitt og hálft ár en gaf út 5 plötur! Valli sport í Chile Umboðsmaðurinn Valgeir Magnússon, betur þekktur sem Valli sport, hefur dvalið í Chile undanfarið. Þar er hann í góðu yfirlæti hjá söngkonunni Heru Björk Þórhallsdóttur sem þangað flutti með fjölskyldu sinni fyrr á árinu. Eins og kunnugt er sigraði Hera Björk í söngvakeppninni Viña Del Mar Festi va þar í landi í fyrra. Sigurinn opnaði henni ýmsa möguleika í tón- listarbransanum sem Hera er staðráðin í að nýta sér. Þau Valli og Hera leggja nú á ráðin um næstu skref og verður forvitnilegt að sjá hvernig til tekst hjá þeim á nýjum vettvangi. Auðnuspor í Salnum Auðnuspor með þér nefnast tónleikar sem leikararnir Kristjana Skúladóttir og Þór Breiðfjörð halda í Salnum Kópavogi á morgun, laugardag, klukkan 20. Þau ætla að flytja sönglög og frásagnir sem á ein- hvern hátt tengjast foreldrum og börnum. „Við ætlum t.d. að fjalla um hvernig það var að vera foreldri í fátæktinni á Íslandi fyrr á öldum eða hvernig það var að vera unglingur fyrir 2500 árum. Svo erum við að prófa að koma fyrir í einum stuttum söngtexta öllu sem nútímamóðirin þarf að segja á einum sólahring. Þetta verður bæði fróðleikur og fúlasta alvara, en líka grín og gaman,“ segir Kristjana. Þó umfjöllunarefnið séu börn og foreldrar eru þetta ekki barnatónleikar. „Þeir eru ekki bannaðir börnum en klárlega samt ætlaðir fullorðnum. Fyrst og fremst notaleg kvöldstund til að njóta ljúfra tóna.“ Bjarni Ara syngur Elvis Bjarni Arason syngur í Háskólabíói á sunnudaginn nokkur af vinsælustu lögum Elvis Presley frá helstu tímabilum söng- ferils kóngsins, rock’n roll, rythm’n blues, gospel, country og fleiri. Bjarni hefur sýnt það og sannað i gegn um árin að honum fer einstaklega vel að syngja lögin sem Elvis Presley söng á sínum tíma. Frábær 12 manna hljóm- sveit undir stjórn Þóris Úlfarssonar með blásurum og röddum verða með Bjarna á sviðinu í Háskólabíói. Bjarni Arason hefur verið aðdáandi Elvis Presley frá því hann var lítill gutti og frá því hann hóf upp raust sína á unglingsárum hafa lög Elvis Presley ávallt fylgt honum. Bjarni býður nú öðrum aðdáendum Elvis að njóta tónlistar kóngsins á þessum heiðurs- tónleikum. Þeir hefjast klukkan 20.30. MK kvartettinn úr 25 ára dvala MK kvartettinn mun koma saman á ný eftir 25 ára hlé, en meðlimir hans stofnuðu hópinn í Menntaskólan- um í Kópavogi og sungu saman í nokkur ár með miklum ágætum. Kvartettinn kom fram í sjónvarpi, útvarpi og á skemmtunum víða um höfuðborgarsvæðið og vakti mikla athygli en tónlistina sóttu þau að mestu í smiðju kvartettsins bandaríska, Manhattan Transfer. MK kvartettinn ætlar að rifja upp öll sín bestu lög á þessum einu tónleikum og athugið, það verða aðeins þessir einu tónleikar. Kvartettinn skipa þau Guðrún Gunnars- dóttir, Skarphéðinn Hjartarson, Hrafnhild- ur Halldórsdóttir, Þór Heiðar Ásgeirsson og Þuríður Jónsdóttir. 86 dægurmál Helgin 17.-19. október 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.