Vísbending


Vísbending - 03.05.2010, Blaðsíða 2

Vísbending - 03.05.2010, Blaðsíða 2
2 V í s b e n d i n g • 1 5 . t b l . 2 0 1 0 Öllum skuldbindingum fylgir áhætta Í umfjöllun Rannsóknarnefndar Al-þingis um lán veitt eignarhaldsfélög-um segir svo: Margir tóku „ ... há lán til að kaupa hlutabréf í nafni eignarhaldsfélaga og voru lánin veitt með veðum í bréfunum sjálf- um. Með þessu móti gátu einstaklingar takmarkað ábyrgðir sínar ef illa færi. Eitt höfuðatriði í lántökum er að taka ekki meiri lán en maður er borgunarmaður fyr- ir. Ljóst er að lán sem nemur hundruðum milljóna eða jafnvel mill jarði er langt um- fram getu venjulegs launafólks, jafnvel vel launaðs fólks innan banka kerfisins. Með því að setja lánin inn í eignarhaldsfélög komust menn hjá ábyrgðinni sem lán- tökunum fylgdi: Sköpuð voru tækifæri fyrir áhættulausan hagnað. En svona gerast kaupin ekki á eyrinni. Öllum fjárhagsskuldbindingum fylgir áhætta og einhversstaðar lendir hún ef illa fer. Í þessu tilfelli er áhættan bankans sem ein göngu hefur veð í bréfunum ... Enn og aftur var verið að þjóna litlum hópi fólks á kostnað annarra. ... Í öllum þessum til- fellum fengu einstaklingar eða félög lán án nokkurrar ábyrgðar, en áhættunni var allri varpað á bankann og þarmeð almenning ef illa færi“ (Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis, 8. bindi, bls. 45). Og það fór svo sannarlega illa. Bolli Héðinsson formaður Samtaka fjárfesta Í skýrslunni er réttilega bent á að „öll- um fjárhagsskuldbindingum fylgir áhætta og ein hvers staðar lendir hún ef illa fer.“ Í okkar tilviki lenti hún á íslensku þjóðinni, hinum venju lega íslenska alþýðumanni. Gullgerðarmenn fyrri alda gerðu engan skaða með starfsemi sinni og sendu engum reikninginn ef illa gekk. Þeir reyndu að skapa verðmæti úr engu. Á Íslandi var svo komið, að svo virtist sem heil stétt manna hefði uppgötvað aðferð til að skapa sér verðmæti úr engu. Þeir trúðu því eins og gullgerðarmennirnir á miðöldum að þetta væri hægt. En það höfðu gull gerðarmenn fyrri alda framyfir gullgerðarmenn sam- tímans, að þeir rukkuðu ekki samborgara sína fyrir eigin mistök. Samtök fjárfesta hafa eftir fremsta megni reynt að standa vörð um þá hags- muni sem lýst er sem tilgangi samtak- anna í samþykktum þeirra. - Samtökin hófu málarekstur gegn mis yndis mönnum í fjármálakerfinu áður en stofnað var til embættis sérstaks saksóknara og áður en sú mis notkun fjármálastofnanna komst í hámæli sem nú hefur sannast með skýrslu Rann sóknar nefndar Alþingis. Það er von mín að Samtök fjárfesta beri gæfu til að halda áfram á sömu braut og þegar litið verði til baka þá getum við með hreinni samvisku sagt að við reynd- um hvað við gátum og að ljóðlínur Tóm- asar Guðmundssonar verði ekki að áhrín- isorðum Samtaka fjárfesta: ,,Á meðan til er böl sem bætt þú gast, og barist var á meðan hjá þú sast, er ólán heimsins einnig þér að kenna.“ Við skulum hvert og eitt taka orð skáldsins til okkar og ekki að sitja hjá þeg- ar böl heimsins verður á vegi okkar. Í skýrslunni er réttilega bent á að „öllum fjár­ hagsskuldbindingum fylgir áhætta og ein­ hvers staðar lendir hún ef illa fer.“ Í okkar tilviki lenti hún á íslensku þjóð­ inni, hinum venju lega íslenska alþýðumanni.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.