Skessuhorn


Skessuhorn - 12.11.2014, Blaðsíða 3

Skessuhorn - 12.11.2014, Blaðsíða 3
Vitbrigði Vesturlands eru orðin eins árs. Í tilefni þess höldum við Ráðstefnuhlé á Rifi. Það er ástæða fyrir því að við höldum „Ráðstefnuhlé.“ Hún er sú að á ráðstefnum gerast hlutirnir í hléunum. Við leggjum því einmitt áherslu á pásuna og samtalið hvort við annað á milli erinda. Við höfum nefnilega góða reynslu af því að hittast og ræða saman. Á þessu ári sem við höfum verið til höfum við haldið „Kaffistopp“ hér og þar á Vesturlandi og reyndar einu sinni í Reykjavík á Hönnunarmars líka. Það hefur bæði verið mætt vel og illa en alltaf hafa átt sér stað gullin samtöl sem hafa orðið að einhverju meiru. Nú þegar má telja upp nokkra viðburði og verkefni sem hafa orðið til út frá samtölum okkar sem ég ætla ekki að rekja hér. Samtölin hafa ekki aðeins verið kveikjan að nýjum verkefnum, heldur höfum við verið ófeimin við að ræða saman um hugmyndir okkar án allrar samkeppni og tortryggni um hugmynda- stuld viðmælenda. Þannig hafa opnast aðrar víddir í okkar vinnu og ný hugljómun orðið til – Vitbrigði. Hugverk eru okkar afurðir. Þær verða gjarnan betri ef við fáum önnur sjónarhorn á verkin. Sérstaklega sjónarhorn frá öðru fagfólki og þess vegna urðu Vitbrigði Vesturlands til. Fólki í skapandi greinum er að fjölga á Vesturlandi og sérstaklega ungu fagfólki sem er að stíga sín fyrstu skref í faginu. Fyrir okkur, þetta unga fólk er svo gott að vera með þannig bakland. Vitbrigði Vesturlands urðu einmitt til í samtalinu. Ég og Elísabet Haraldsdóttir menningarfulltúi Vesturlands höfðum áhyggjur af því að það væri ekki nógu kröftugt bakland fyrir ungt fólk í skap- andi greinum. Elísabet benti mér á nokkra ofurhuga sem höfðu áhuga á að starfa að skapandi greinum í landshlutanum. Við hittumst og spjölluðum. Þann 18.nóvember 2013 urðu Vitbrigðin til. Kröfur um aðild að Vitbrigðum Vesturlands eru ekki endilega að fólk þurfi að hafa búsetu á Vesturlandi. Félagar eru búsettir í Reykja- vík og reyndar um allan heim. Fjarlægasti félaginn okkar er arkitekt frá Hvanneyri sem býr og starfar í Dubai. Þvert á móti eru framandi áhrif og skoðanir vatn á myllu sköpunarkraftsins. Síðastliðin ár hefur verið erfitt fyrir alla sem eru að klára og hafa klárað nám að fóta sig í erfiðu árferði. Engin eru betur undir það búin en listafólk að hugsa út fyrir rammann og finna upp lífsbjörgina. Listnám gengur út á að hugsa í víðara samhengi. Í mínu tilfelli var fyrsta lexían sem mér var kennd fyrir næstum 15 árum síðan að maður yrði að læra reglurnar til að brjóta þær. Ég get fullyrt að ég brýt reglur á hverjum degi, á jákvæðan hátt að sjálfsögðu. Á næsta ári verða liðin fjögur ár síðan ég kom aftur heim. Það var einstaklega kalt vor. Enn snjóaði í júní. Það var líka eldgos í Gríms- vötnum. Aska var út um allt. Arkitektastofur lögðu upp laupanna í stórum stíl. Vega- nestið úr mínum skóla í Glasgow var að eini staðurinn með mögu- leikum á arkitektavinnu væri í London. Þó væri ekki hlaupið að því að sú vinna væri yfir höfuð launuð. Slíkt var eiginlega ekki kostur fyrir ungan mann með fjölskyldu. Eiginlega var eini kosturinn að flytja í heimahagann í Borgarnesi, úr lífinu, glamúrnum og menningunni sem er rík í Glasgowborg til litla þorpsins sem er þekkt fyrir sjoppur og pissustopp. Ég viðurkenni alveg að mér þótti þetta ekki álitleg örlög og við ætluðum að stoppa aðeins í nokkrar vikur. En í Borgarnesi tók ég eftir tækifærunum og fór að vekja athygli á þeim út frá minni menntun og hugmyndum. Til að gera langa sögu stutta er ég þar enn, er með mína vinnustofu í Hugheimum (nýja frumkvöðlasetrinu í bænum sem Vitbrigðin tóku einmitt þátt í að stofna), orðinn umkringdur skapandi fólki og er á kafi í verkefnum. Verkefnin hafa verið fjölbreytt, allt frá hefðbundnum arkitektaverkefnum upp í þróun á menn- ingarverkefnum, við- burðum og sýningum. Stofnun Vitbrigðanna var eitt af því. Með þeim tók ég eftir hversu jákvæð áhrif menningarstarf hefur á samfélög. Miðað við það sem ég hef upplifað þá er ég farinn að hallast að því að menningin sé það eina sem getur bjargað hnignandi samfélögum úti á landi. Menningartengdar greinar eru þannig að þær eru gjarnan búnar til úr engu. Oft á tíðum kemur skapandi hugur auga á vannýtt tækifæri í hráefni eða fram- leiðslufyrirtækjum sem geta malað gull. Áhrif menningarstarfs á samfélagið eru líka áþreifanleg. Í mínu sveitarfélagi sagði einn frambjóðendanna fyrir síðastu kosningar að hann „stundaði ekki menningunna“ en áhrif hennar næðu til hans með jákvæðni og tilfinningunni fyrir sterkara samfélagi. Í raun og veru er að koma í ljós á Íslandi eftirhrunsáranna að menningarhátíðir eru að lyfta samfélögum úti á landi upp úr bölmóði um að allt sé á leiðinni til fjandans. Því veltir maður fyrir sér af hverju skorið er svona niður til skapandi greina og þær enn flokkaðar sem afþreying og settar í sama flokk og trúmál. Menningarstarfsemi er atvinnumál. Vitbrigðin eru vaxandi samtök. Við erum í dag í kringum sextíu talsins og fer fjölg- andi. Þetta listafólk sem við höfum tínt saman á það allt sameiginlegt að vera stút- fullt af hugmyndum og sköpunarkrafti. Það er líka einstaklega jákvætt og ekki hrætt við að gera mistök. Það er frekar hrætt við að framkvæma kannski aldrei góðu hugmynd- irnar sem vöknuðu eitthvert kvöldið. Framundan er blómlegt starf Vitbrigða- meðlima. Kári Viðarson er með stút- fulla dagskrá í Frystiklefanum á Rifi sem er að gjörbreyta bæjarlífinu þar. Anna Leif stendur í að flytja list á Safnasvæðið á Akranesi í samstarfi við Nýló og er kyndilberi samtímalistar þar. Dögg Mósesdóttir er að halda stórkostlega, alþjóðlega kvikmyndahátíð á hverju hausti í Grundarfirði. Hún var að rúlla upp þeirri sjöundu nú í ár. Bærinn blómstrar í hvert sinn. Bryndís Geirsdóttir og félagar eru nú að framleiða þriðju þáttaröðina af hinu Blómlega búi sem var tilnefnt til Eddu- verðlauna í fyrra. Soffía Óðinsdóttir frá Einarsnesi í Borgarfirði er að gera það gott með Orfíu, Brother Grass og Tilbury. Hún er að koma fram á Airwaves í ár. Á sama tíma sit ég og skrifa þetta, með æðislega spennandi hönnunarverkefni sem bíða á borðinu. Þetta eru bara nokkur dæmi af svo óendanlega mörgum. Vitbrigðin munu áfram leika hlutverk baklandsins og leiða listamennina saman. Skrifað í Borgarnesi undir tónum Children of the Revolution með T. Rex. SKAPANDI BREYTUM VIÐ HEIMINUM Oft á tíðum kemur skapandi hugur auga á vannýtt tækifæri „ “ SIGURSTEINN SIGURÐSSON Arkitekt - Gjafi & formaður VV FYRIRLESTUR/ 15.11. kl.14.40 Vitbrigði Vesturlands | 3 |

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.