Skessuhorn


Skessuhorn - 12.11.2014, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 12.11.2014, Blaðsíða 5
Gunnhildur Guðnýjardóttir er fædd og uppalin á kúabúi í Breiðuvík á Snæfellsnesi. Eftir að stúdentsprófi lauk ákvað hún að láta drauminn rætast og hélt til Ítalíu að nema innanhússhönnun. Hún lauk tveggja ára diplóma námi frá Florence Design Academy, en ákvað að halda áfram námi eftir það og komst inn í New York School of Interior Design. Til þess að fjármagna námið, að hluta til, tók hún þátt í mörgum hönnunarkeppnum og komst í úrslit eða vann í þeim flestum. Einna helst má nefna 3,5 milljóna styrk sem hún fékk frá Donghia Foundation fyrir framúrstefnulega hönnun á skrif- stofuhúsnæði í New York. Að fjögurra ára námi loknu útskrif- aðist Gunnhildur með BFA gráðu í innanhússhönnun og hóf fljótlega störf hjá Gensler í New York. Það er eitt stærsta arkitekta- og hönnunarfyrirtæki í Banda- ríkjunum. Það var ekki hlaupið að því að komast að hjá fyrirtækinu, en á meðan á námi stóð hafði Gunnhildur tekið þátt í hönnunarkeppni, sem fyrirtækið heldur á hverju ári og komist þar í úrslit. Þrátt fyrir að hún hafi ekki unnið skólastyrkinn var henni boðið verknám og gat þar sýnt hvað í henni bjó, sem gerði það að verkum að henni var boðin vinna þegar námi lauk. Þegar kom að því að sækja þurfti um nýtt dvalarleyfi tók Gensler þátt í því að sækja um það og styrkti umsóknina. Vegna strangra reglna og óheppni fékk Gunnhildur ekki áframhaldandi dvalarleyfi og þurfti að koma heim sumarið 2013. Því tók hún þó ekki illa þar sem heimþráin var þá farin að plaga hana. Í janúar 2014 hóf Gunnhildur störf hjá IKEA á Íslandi og komst fljótlega að í útstillingadeild fyrirtækisins. Í febrúar það sama ár fékk hún starfsleyfi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sem innanhússarkitekt. Hún hefur verið að taka að sér verkefni, sem sjálf- stæður hönnuður. Má þar einna helst nefna herrafataverslunina Skyrtu á Skólavörðustíg 21, sem opnaði núna í október. Þegar haft var samband við Gunnhildi vegna stofnunar félags skapandi greina á Vesturlandi tók hún því boði fagnandi. Hún hefur verið virk í starfi Vitbrigða Vestur- lands. Hún er einn skipuleggjanda Ráðstefnuhlésins og fyrirlesari. Hún ætlar velta upp spurningum og sinni sýn á hvað er hönnun og hvað eru hannyrðir. Sólrún Sumarliðadóttir tónlistar- kona stundaði nám í sellóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík, lauk þaðan 8. stigi og stundaði svo sellónám við Tónlistarháskólann í Maastrich í Hollandi. Hún lauk BA gráðu í tónvísindum frá háskól- anum í Utrecht og MA gráðu í menningarstjórnun frá Goldsmiths College í London. Hún stundaði MA nám í tónsmíðum við LHÍ frá haustinu 2010 til vorsins 2012. Sólrún hefur starfað sem hljóð- færaleikari og tónsmiður með ýmsum listamönnum á sviði tón- listar, myndlistar, dans og leiklistar, bæði sjálfstætt og sem meðlimur hljómsveitarinnar amiinu. Hún hefur farið á fjölda tónleikaferða- laga frá árinu 2000 ásamt amiinu, og hljómsveitinni Sigur Rós sem amiina starfaði náið með til 10 ára, og komið fram í virtum tónleika- húsum og tónlistarhátíðum í Evrópu, Asíu, Eyjaálfu, Norður- og Suður Ameríku. Sömuleiðis hefur hún frá upphafi starfað með sviðslistahópnum Bíbí og Blaka sem sérhæfir sig í nútímadansverkum og tónlist fyrir ung börn. Verkin Skýjaborg (2012) og Fetta Bretta (2013) hlutu bæði tilnefningar til Grímu verðlauna og hópurinn hlaut menningarverðlaun DV fyrir verkið Skýjaborg. Einnig kom hljómplatan Skýjaflétta eftir Sólrúnu út árið 2013. Auk tónlistarverkefna með hljómsveitinni amiinu og tónlistar- mönnum á borð við hljómsveitina Spiritualized, Riceboy Sleeps, Lee Hazlewood, Julianna Barwick, Ben Frost, Shugo Tokumaru, Yukihiro Takahasi, Yann Tiersen og Damien Rice hefur hún m.a. sinnt kennslu í sellóleik, verið tónlistargagn- rýnandi Víðsjár, fyrirlesari og stundakennari við menningar- stjórnunarnám háskólans á Bifröst og verkefnastjóri í stefnumótun menningarmála Reykjavíkurborgar. FYRIRLESTUR/ 15.11. kl.13.20 FYRIRLESTUR/ 14.10. kl.10.10 SÓLRÚN SUMARLIÐADÓTTIR Sellóleikari GUNNHILDUR GUÐNÝJARDÓTTIR Innanhússarkitekt FYRIRLESTUR/ 15.11. kl.10.00 DALIR & HÓLAR S A M S TA R F & SKÖPUN STUÐLAR AÐ BÆTTUM HAG MENNINGAR- ÁÆTLUN EVRÓPU- SAMBANDSINS Friður og samstarf er grunn- urinn að öllu starfi Evrópusam- bandsins. Fátt þjónar betur þessum markmiðum heldur en flæði menningar og lista landa á milli. Menningarleg fjölbreytni Evrópu er mikil - hvort heldur sem er í tungumálum, bókmenn- tum, leikhúsi, kvikmyndum, dansi, myndlist, byggingarlist eða handverki. Jafnvel þótt menning eigi sér rætur í einu ríki eða svæði þá er menning arfleið sem við deilum og hana vill ESB vernda, efla og gera aðgengilega. Aðgengi að menningu er hluti þess að lifa í frjálsu samfélagi. Menning- arstarf styrkir þekkingarleit og nýsköpun í samfélaginu og gegnir mikilvægu hlutverki í atvinnusköpun og stuðlar þannig einnig að sjálfbærum hagvexti í álfunni. Creative Europe 2014 – 2020 er menn- ingar- áætlun Evrópusam- bandsins og styrkir með ýmsum hætti evrópskt mennta- og listasvið til að starfa landa á milli og á alþjóðlega vísu. Áætlunin skiptist í MEDIA sem styður við kvikmyndir og margmiðlun og Menningu sem styrkir menningu og listir. Áætluninni er ætlað að standa straum af þýðingum á 4.500 bókum. Hún mun einnig gera 250.000 listamönnum og fagfólki í menningargeiranum kleift að koma verkum sínum á framfæri á alþjóðavettvangi auk þess sem hún mun styðja við bakið á hundruðum evrópskra samstarfsverkefna á menningar- sviðinu og á ýmis konar umræðu- og tengslanetum. Þá eru veitt verðlaun á svið bókmennta, kvikmynda, byggingarlistar, menningararfs og rokk- og popptónlistar. Íslendingar hafa hlotið þessi verðlaun. Fyrir skemmstu var tilkynnt að rithöfundurinn Oddný Eir hlyti Evrópsku bókmennta- verðlaunin, Harpa hefur fengið Evrópsku verð- launin fyrir nútíma byggingarlist og Hilmar Örn fékk fyrir margt löngu verðlaun fyrir tónlist sína við kvikmyndina Börn náttúrunnar. Menning er vítt svið. Því eiga margvísleg menningartengd verkefni einnig heima undir öðrum áætlunum s.s. mennta- áætluninni Erasmus +. Yfirlit yfir allar áætlanir sem Ísland hefur aðgang að í gegnum EES samninginn er að finna á vefnum www.evropusamvinna.is Evrópustofa er upplýsinga- miðstöð Evrópusambandsins. Markmið Evrópustofu er að auka almenna þekkingu á Evrópusambandinu og miðla hlutlægum upplýsingum um það. Evrópustofa hefur skipu- lagt ýmsa viðburði eða verið samstarfsaðili í margvís- legum verkefnum, ráðstefnum, málþingum og fundum með það að markmiði að stuðla að aukinni umræðu, þekkingu og skilningi á eðli og starfsemi ESB. www.evropustofa.is ÚR HAUGNUM Í HÁHÝSI FYRIRLESTUR/ 15.11. kl.13.20 Vitbrigði Vesturlands | 5 |

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.