Vísbending


Vísbending - 07.01.2011, Blaðsíða 1

Vísbending - 07.01.2011, Blaðsíða 1
7. janúar 2011 1. tölublað 29. árgangur ISSN 1021-8483 1 Fyrsti áratugur 21. aldarinnar endaði með miklum vonbrigðum fyrir flesta. Nú þarf að setja þjóðinni markmið til lengri tíma þar sem stöðugleiki skiptir mestu. Í upphafi 100 ára háskóla- starfs er skorið niður fjármagn til menntunar í landinu en aukið í vegi. Hatrið sem birtist víða eitrar út frá sér. Enginn vill vera í skotlínu illa innrætts skríls. 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V í s b e n d i n g • 1 . t b l . 2 0 1 1 1 2 4 Um áramót er liðið ár oft gert upp. Nú vill svo til að ekki eru bara áramót heldur áratugamót. Fyrsti ársfjórðungur 21. aldarinnar er lið- inn og fáir munu sakna hans. Samt sem áður gekk efnahagslífið ágætlega að því að best varð séð framan af. Það sem líklega blekkti flesta var, að hættumerkin voru ekki á þeim stöðum þar sem menn eru vanir að leita. Sums staðar sjást nú merki sem vekja vonir um að úr rætist, en fyrst og fremst sýna þau þó, að ástandið er hætt að versna. Enn eru merki um bata takmörkuð. Hagvöxtur hægur Sérhverri þjóð er nauðsynlegt að auka framleiðslu á vörum og þjónustu ef hún vill bæta lífskjörin. Á mynd 1 sést hve sveiflukenndur hagvöxtur hefur verið á Ís- landi frá árinu 1998. Að hluta til skýrist það af því hve lítið hagkerfið er, en jafn- framt þarf að taka tillit til þess að fólki fjölgaði á vinnumarkaði allt fram á árið 2008. Með það í huga er árangurinn ekki jafnglæsilegur og virst gæti, en jafnframt er samdrátturinn á mann ekki jafnmikill og virðist á myndinni, ef tekið er mið af stærð vinnumarkaðarins. Spár um hagvöxt á nýbyrjuðu ári eru hófsamar og margt bendir til þess, að Ísland muni halda áfram að dragast aftur úr nágrannalönd- um á næstu árum og áratugum, ef ekki kemur til ný atvinnustarfsemi. Fiskimiðin eru fullnýtt og þó að enn sé óvirkjuð orka hér og þar, leynist engum að baráttan um að virkja sérhvert nýtt svæði verður sífellt harðari, auk þess sem að því kemur að orkulindirnar verða fullnýttar. Jafnframt setur krónan Íslendingum skorður í við- skiptum hvort sem hún er í höftum eða ekki. framhald á bls. 2 Mynd 1: Hagvöxtur á Íslandi 1998-2010 Mynd 2: Atvinnuleysi 1991-2010 Hvernig gengur? Fyrsti áratugur 21. aldar að baki Um áramót er liðið ár oft gert upp. Nú vill svo til að ekki eru bara áramót heldur áratugamót. Fyrsti ársfjórðungur 21. aldarinnar er liðinn og fáir munu sakna hans. Samt sem áður gekk efnahagslífið ágætlega að því að best varð séð framan af. Það sem líklega blekkti flesta var að hættumerkin voru ekki á þeim stöðum sem menn eru vanir að leita. Sums staðar sjást merki sem vekja vonir um að úr rætist, en fyrst of fremst sýna þau þó að ástandið er hætt að versna. Enn eru merki um bata takmörkuð. Hagvöxtur hægur Sérhverri þjóð er nauðsynlegt að auka framleiðslu á vörum og þjónustu ef hún vill viðhalda sömu lífskjörum og áður. Á mynd 1 sést hve sveiflukenndur hagvöxtur hefur verið á Íslandi frá árinu 1998. Að hluta til skýrist það af því hve lítið hagkerfið er, en jafnframt þarf að taka tillit til þess að fólki fjölgaði á vinnumarkaði allt fram á árið 2008. Með það í huga er árangurinn ekki jafnglæsilegur og virst gæti, en jafnframt er samdrátturinn á mann ekki jafnmikill og virðist á myndinni, ef tekið er mið af stærð vinnumarkaðarins. Spár um hagvöxt á nýbyrjuðu árið eru hófsamar og margt bendir til þess, að Ísland muni halda áfram að dragast aftur úr nágrannalöndum á næstu árum og áratugum, ef ekki kemur til ný atvinnustarfsemi. Fiskimiðin eru fullnýtt og þó að enn sé óvirkjuð orka hér og þar, leynist engum að baráttan um að virkja sérhvert nýtt svæði verður sífellt harðari, auk þess sem að því kemur að vatnsorkan sé fullnýtt. Jafnframt setur krónan Íslendingum skorður í viðskiptum hvort sem hún er í höftum eða ekki. Mynd 1: Hagvöxtur á Íslandi 1998-2010 -10 -5 0 5 10 15 1. á rs fj. 1 99 8 4. á rs fj. 1 99 8 3. á rs fj. 1 99 9 2. á rs fj. 2 00 0 1. á rs fj. 2 00 1 4. á rs fj. 2 00 1 3. á rs fj. 2 00 2 2. á rs fj. 2 00 3 1. á rs fj. 2 00 4 4. á rs fj. 2 00 4 3. á rs fj. 2 00 5 2. á rs fj. 2 00 6 1. á rs fj. 2 00 7 4. á rs fj. 2 00 7 3. á rs fj. 2 00 8 2. á rs fj. 2 00 9 1. á rs fj. 2 01 0 Sýnd er breyting frá sama ársfjórðungi árið áður. Heimild: Hagstofa Íslands. Atvinnuleysi er mikið Á Íslandi hefur jafnan verið lögð mikil áhersla á fulla atvinnu. Enginn vafi er á því að þessi áhersla er landinu dýr, því að best lífskjör nást með því að hámarka verðmætasköpun. Þess vegna er það rangt að leggja út í óhagkvæmar framkvæmdir einungis vegna þess að þá skapast atvinna meðan á þeim stendur. Mörg dæmi eru um að starfsmenn hafi barist á móti tækninýjungum vegna þess að þær spöruðu vinnu. Öllu frá vefstólum til togara hafa verkamenn mótmælt. Stjórnmálamenn horfa á skammtímaþróun og telja því verjandi að kasta verðmætum á glæ til þess að réttlæta „atvinnusköpun.“ Hagfræðin segir mönnum hins vegar að ef vinnumarkaður er sveigjanlegur (fólk vill flytja sig milli svæða og laun geta bæði hækkað og lækkað) þá verður atvinnuleysi minna en ella. Rekja má stóran hluta núverandi atvinnuleysis til óvissunnar í efnahagsmálum og haftanna á krónunni. Útlendingar þora vart að setja peninga inn í kerfi sem þeir vita ekki hvort þeir geta tekið út úr aftur. Innlendir aðilar sem eiga peninga, til dæmis í sjávarútvegi, þora ekki að fjárfesta á sama tíma og uppi eru áform um aukna gjaldtöku á kvóta eða jafnvel tilfærslu hans. Líklegt er að „eðlilegt“ atvinnuleysi á Íslandi sé 2-3%. Það þýðir að nokkur hluti vinnumarkaðar er ávallt að leita að atvinnu, til dæmis vegna flutninga, gjaldþrota fyrirtækja eða annarra ástæðna. Lengst var atvinnuleysið á þessum slóðum á liðnum áratug. Þegar það fer niður í 1% af mannafla er hætt við að hagkerfið hafi ofhitnað og verðbólga fari úr böndum. Það gerðist einmitt á Íslandi, þó að á því séu fleiri skýringar. Mynd 2: Atvinnuleysi 1991-2010 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 1 9 9 1 1 9 9 2 1 9 9 3 1 9 9 4 1 9 9 5 1 9 9 6 1 9 9 7 1 9 9 8 1 9 9 9 2 0 0 0 2 0 0 1 2 0 0 2 2 0 0 3 2 0 0 4 2 0 0 5 2 0 0 6 2 0 0 7 2 0 0 8 2 0 0 9 2 0 1 0 Sýnd er breyting frá sama ársfjórðungi árið áður. Heimild: Hagstofa Íslands. Meðalatvinnuleysi ársins. Heimild: Hagstofa Íslands. Hvernig gengur? Fyrsti ára ugur 21. aldar að baki Spár um hagvöxt á nýbyrjuðu ári eru hóf- samar og margt bendir til þess, að Ísland muni halda áfram að dragast aftur úr nágrannalönd- um á næstu árum og áratugum, ef ekki kemur til ný atvinnustarfsemi.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.