Vísbending


Vísbending - 07.01.2011, Blaðsíða 2

Vísbending - 07.01.2011, Blaðsíða 2
2 V í s b e n d i n g • 1 . t b l . 2 0 1 1 Atvinnuleysi er mikið Á Íslandi hefur jafnan verið lögð mik- il áhersla á fulla atvinnu. Enginn vafi er á því að þessi áhersla er landinu dýr, því að best lífskjör nást með því að hámarka verðmætasköpun. Þess vegna er það rangt að leggja út í óhagkvæmar framkvæmdir einungis vegna þess að þá skapast atvinna meðan á þeim stendur. Mörg dæmi eru um að starfsmenn hafi barist á móti tækninýjungum vegna þess að þær spör- uðu vinnu. Verkamenn hafa mótmælt öllu frá vefstólum til togara. Stjórnmálamenn horfa á skammtímaþróun og telja því verj- andi að kasta verðmætum á glæ til þess að réttlæta „atvinnusköpun.“ Hagfræðin seg- ir mönnum hins vegar að ef vinnumark- aður er sveigjanlegur (fólk vill flytja sig milli svæða og laun geta bæði hækkað og lækkað) þá verður atvinnuleysi minna en ella. Rekja má stóran hluta núverandi atvinnuleysis til óvissunnar í efnahagsmál- um og haftanna á krónunni. Útlendingar þora vart að setja peninga inn í hagkerfi sem þeir vita ekki hvort þeir geta tekið út úr aftur. Innlendir aðilar sem eiga pen- inga, til dæmis í sjávarútvegi, þora ekki að fjárfesta á sama tíma og uppi eru áform um aukna gjaldtöku á kvóta eða jafnvel tilfærslu hans. Líklegt er að „eðlilegt“ at- vinnuleysi á Íslandi sé 2-3%. Það þýðir að nokkur hluti vinnumarkaðar er ávallt að leita að atvinnu, til dæmis vegna flutninga, gjaldþrota fyrirtækja eða annarra ástæðna. Lengst af var atvinnuleysi af þessari stærð- argráðu á liðnum áratug. Þegar það fer niður í 1% af mannafla er hætt við að hagkerfið hafi ofhitnað og verðbólga fari úr böndum. Það gerðist einmitt á Íslandi, þó að á verðbólgunni séu fleiri skýringar. Verðbólga, gengi og kaupmáttur Í tvo áratugi var óðaverðbólga mesta efna- hagsvandamál Íslendinga. Hér á landi er það einkum tvennt sem hefur ýtt undir verðbólgu: Of miklar kauphækkanir mið- að við greiðslugetu fyrirtækja og veiking á Mynd 3: Raungengi íslensku krónunnar 1995-2010 Mynd 4: Verðbólga á Íslandi 1991-2010 Mynd 5: Kaupmáttur launa 1995-2010 60 70 80 90 100 110 120 ja n .9 5 ja n .9 6 ja n .9 7 ja n .9 8 ja n .9 9 ja n .0 0 ja n .0 1 ja n .0 2 ja n .0 3 ja n .0 4 ja n .0 5 ja n .0 6 ja n .0 7 ja n .0 8 ja n .0 9 ja n .1 0 Heimild: Seðlabanki Íslands Mynd 4: Verðbólga á Íslandi 1991-2010 0,0% 2,0% 4,0% 6,0% 8,0% 10,0% 12,0% 14,0% 19 91 19 92 19 93 19 94 19 95 19 96 19 97 19 98 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 Meðalverðbólga ársins. Heimild Hagstofa Íslands 60 70 80 90 100 110 120 ja n .9 5 ja n .9 6 ja n .9 7 ja n .9 8 ja n .9 9 ja n .0 0 ja n .0 1 ja n .0 2 ja n .0 3 ja n .0 4 ja n .0 5 ja n .0 6 ja n .0 7 ja n .0 8 ja n .0 9 ja n .1 0 Heimild: Seðlabanki Íslands Mynd 4: Verðbólga á Íslandi 1991-2010 0,0% 2,0% 4,0% 6,0% 8,0% 10,0% 12,0% 14,0% 19 91 19 92 19 93 19 94 19 95 19 96 19 97 19 98 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 Meðalverðbólga ársins. Heimild Hagstofa Íslands Hei ild: Seðlabanki Íslands. Meðalverðbólga ársins. Heimild Hagstofa Íslands. Tólf mánaða breyting. Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd 5: Kaupmáttur launa 1995-2010 -15,0 -10,0 -5,0 0,0 5,0 10,0 15,0 ja n .9 5 ja n .9 6 ja n .9 7 ja n .9 8 ja n .9 9 ja n .0 0 ja n .0 1 ja n .0 2 ja n .0 3 ja n .0 4 ja n .0 5 ja n .0 6 ja n .0 7 ja n .0 8 ja n .0 9 ja n .1 0 Tólf mánaða breyting. Heimild: Seðlabanki Íslands framhald af bls. 1 Innlendir aðilar sem eiga peninga, til dæmis í sjávarútvegi, þora ekki að fjárfesta á sama tíma og uppi eru áform um aukna gjaldtöku á kvóta eða jafnvel tilfærslu hans. framhald á bls. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.