Vísbending


Vísbending - 02.01.2012, Blaðsíða 1

Vísbending - 02.01.2012, Blaðsíða 1
2. janúar 2012 1. tölublað 30. árgangur ISSN 1021-8483 1Árið 2011 var ár hinna glötuðu tækifæra. Koma þau til baka árið 2012? Stjórnmálaleiðtogar í Evrópu leggja mikla áherslu á jafnvægi í ríkisrekstri. Saga Íslendinga bendir til þess að það eitt sé ekki nóg til þess að forðast kreppu. Bandaríkjamenn eru brjóstvörn lýðræðis í heiminum. Þar ráða 0,01% örlögum þjóðar. 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V Í S B E N D I N G ? 1 . T B L . 2 0 1 2 1 2 4 Eftir hrun hefur hagkerfið verið í lægð. Samkvæmt tölum Hagstofunnar stækkaði hagkerfið aðeins á liðnu ári, en allur almenningur virðist ekki átta sig eins vel á því að kreppunni sé að ljúka. Verðbólga er enn mikil og atvinnuleysi sömuleiðis. Gengi krónunnar hefur lækkað og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er farinn. Segja má að honum hafi mistekist upprunalega ætlunarverk sitt að styrkja gengið. Enn er krónan ekki beysnari en svo að hún er í höftum og verður um langa framtíð. Stjórnmálaástandið bendir ekki til þess að stöðugleiki sé í augsýn því að nýr flokkur virðist bætast við í hvert sinn sem menn depla auga. Verðbólga Í fyrra var verðbólgan rúmlega fimm prósent á árinu í heild en hafði hægt á sér undir lok ársins. Janúarútsölur gætu lækkað vísitöluna en ársverðbólgan þó hækkað. Skýringin er sú að vísitalan lækkaði um tæpt prósent í janúar í fyrra og ekki víst að hún lækki svo mikið í ár, þó að Bykó lofi varanlegri verðlækkun til þess að mæta væntanlegri samkeppni frá Bauhaus. Gengi krónunnar er veikara en fyrir ári og því er líklegt að þeir sem byggja starfsemi sína á kaupum á vörum eða þjónustu frá útlöndum telji sig þurfa að hækka verð. Sama gildir um kostnað við vinnuafl. Vísitala launa hækkaði um níu prósent árið 2011. Að vísu kann sú hækkun að vera bundin við ákveðnar stéttir. Grein í Vísbendingu fyrir áramót sýndi að launahækkanir höfðu verið litlar í Reykjavík frá 2007 til 2010 en talsverðar víða um landið. Líklega hafa atvinnugreinar sem byggja mest á útflutningi hækkað laun talsvert meira en gerst hefur á mölinni. Kaupgjald hækkaði samkvæmt almennum samningum um liðlega fjögur prósent á síðastliðnu ári og munu hækka um 3,5% í febrúar. Því er hætt við að þau fyrirtæki þar sem laun eru verulegur hluti tilkostnaðar þurfi að hækka verð. Verður 2012 gleðilegt ár? Miklu skiptir hvort verð á húsnæði hækkar áfram hægar en almennt verðlag. Ekki þarf að efast um að mikið er til af húsnæði á markaði og því ekki forsendur fyrir verðhækkunum, en ástæða gæti verið til þess að kanna hvort bankar og aðrir sem eiga mikið af húsnæði beita markaðsáhrifum sínum til þess að halda verði uppi. Þrátt fyrir þrýsting vegna kostnaðar ætti verðbólga að verða minni en árið 2011. Líklega fer hún undir fjögur prósent á árinu. Margir binda enn vonir við að gengi krónunnar kunni að styrkjast, en það er ólíklegt að það gerist meðan enn er ótti fjármagnseigenda við veikan gjaldmiðil og óburðuga banka. Hagvöxtur Tölur Hagstofunnar um hagvöxt hafa farið bæði upp og niður. Eftir því sem lengra líður frá árinu 2010 lækka tölur um samdrátt á því ári. Nú er talið að hann hafi verið um 4% en upprunalega var talað um 3% samdrátt og Seðlabankinn taldi að hann yrði minni. Á árinu 2011 gefa fyrstu tölur til kynna um 3% hagvöxt en það virðist talsvert langt í það að lokatölur fáist um hagvöxtinn á því ári, en Hagstofan hefur leiðrétt tölur talsvert langt aftur í tímann. Aðstæður eru þannig að hérlendis ætti að geta verið nokkur hagvöxtur. Fyrst eftir hrun var því spáð miðað við reynslu annarra þjóða sem lent hafa í sambærilegum hremmingum að á Íslandi ætti að geta orðið býsna góður hagvöxtur (á bilinu 4-8%) þegar það versta væri afstaðið. Nú eru litlar líkur á slíkum árangri. Stefna stjórnvalda hefur ekki verið atvinnuhvetjandi. Skattar hafa verið hækkaðir mikið og skattkerfið gert flóknara. Öllum hefur verið ljóst að viðhorf ríkisstjórnarinnar gagnvart atvinnurekstri er neikvætt. Gjaldeyrishöft og þetta neikvæða viðhorf stjórnvalda verða til þess að útlendingar hika við að hætta peningum sínum hér á landi, þó að lágt raungengi valdi því að fjárfestingar á Íslandi ættu að vera fýsilegar. Allt of stór hluti hagvaxtar á Íslandi hefur byggt á stórframkvæmdum eins og virkjunum eða tónlistarhúsi, en of lítill hluti á varanlegum rekstri. Þó ætti hagvöxtur að geta verið á bilinu tvö til þrjú prósent á nýbyrjuðu ári. framhald á bls. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.