Vísbending


Vísbending - 02.01.2012, Blaðsíða 2

Vísbending - 02.01.2012, Blaðsíða 2
Allir vita að Grikkir lugu því að þeir væru heiðarlegir og góðir evruþegnar. Þeir annað hvort fölsuðu tölur eða vildu ekki vita þær réttu. Engir voru jafnmiklir slúbbertar og Grikkir. En Ítalir hikuðu heldur ekki við að brjóta reglurnar. Satt að segja stóðust þeir prófið aðeins þrisvar á níu árum frá 1999 til 2007. En það sem verst var, Þjóðverjar voru fyrstir til þess að brjóta Maastricht- skilyrðið um fjárlagahalla (reyndar á sama tíma og Ítalir). Frakkar fylgdu í fótspor meistaranna frá Berlín. Eftir að aðalþjóðirnar tvær höfðu brotið reglurnar var erfitt fyrir þær að sekta Portúgali sem voru líka í skammarkróknum. Það fór svo að viðurlögum var aldrei beitt. Ætli flestar þjóðirnar vildu ekki núna heldur hafa borgað sekt en vera í því skuldafeni sem raun ber vitni? 2 V Í S B E N D I N G • 1 . T B L . 2 0 1 2 Ástæðan fyrir evrukreppunni Ekkert mál hefur tekið jafnmikinn tíma ráðamanna og fjölmiðla undanfarið ár og evrukreppan. Hvað veldur þessum vanda sem sumir telja að marki upphaf Nýjar reglur eða gamlar? Hverjir fóru eftir reglunum? Eitt af því sem leiðtogar Evrópu leggja megináherslu á er að ríkin verði að sýna ábyrgð. Eitt aðalatriðið er að halli á fjárlögum sé lítill eða innan við 3%. Þannig verði skuldir ríkjanna ekki óviðráðanlegar í einu vetfangi. Maastricht-skilyrðin eru sannarlega ekki sett að ástæðulausu. Það er einfaldlega skynsamlegt að fjárlög séu hallalaus eða í versta falli hallalítil. Þannig er hægt að halda skuldum ríkisins innan skaplegra marka. Þegar stjórnmálamenn hafa ekki lengur möguleika á því að stela frá Ekki Þjóðverjar eða Frakkar. Það voru reyndar Spánverjar sem aldrei fóru uppfyrir fjárlagahallaþakið. 3/9 Ítalía Mesti svindlarinn 5/9 Þýskaland Fyrsti svindlarinn 6/9 Frakkland Svindlari 9/9 Spánn Heiðursmenn Hverjir fóru oftast eftir reglunum 1999 til 2007? Lántökukostnaður ríkja. Tíu ára skuldabréf En hver var dúxinn? Eina landið sem aldrei svindlaði á prófinu? Spánn, þótt ótrúlegt megi virðast. Enda eru skuldir spænska ríkisins með þeim minnstu á evrusvæðinu. Það dugði hins vegar ekki til að halda jafnvægi í efnahagslífinu. En þetta er einmitt sama reglan og gilt hefur frá því að evran var sett á fót. Hún hefur því gilt í 14 ár, en verið brotin æ ofan í æ. öllum þegnum landsins með því að fella gengið er það lífsspursmál að sýna aðgát í ríkisfjármálum. En sagna kennir tvennt: Annars vegar að það er hægara sagt en gert að fylgja slíkum reglum og hins vegar er það eitt og sér ekki nóg til þess að tryggja að land lendi ekki í kreppu. Spánverjar þurfa að glíma við miklu hærri vexti en Þjóðverjar og Frakkar. Næstum jafnháa og Ítalir. Þeir hafa lækkað að undanförnu sem gæti verið merki um að markaðir hefðu trú á því að aðgerðir ráðamanna virkuðu. Frakkland Þýskaland Spánn Ítalía Heimild: Bloomberg að endalokum evrusvæðisins, en aðrir halda að geti leitt til langvarandi heimskreppu? BBC setti málið nýlega fram með áhugaverðum hætti sem við notum sem fyrirmynd.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.