Vísbending


Vísbending - 21.05.2012, Blaðsíða 2

Vísbending - 21.05.2012, Blaðsíða 2
2 V Í S B E N D I N G • 2 0 T B L 2 0 1 2 Fundnir hagvísar? Mynd: Breyting á veltu (á föstu verðlagi) í þremur ráðgjafagreinum Meðal þess sem fyrirtæki skera fyrst niður í kreppu eru kaup á ráðgjafaþjónustu og auglýsingar. Þetta er eðlilegt. Flestir vilja vernda störf sinna starfsmanna og draga úr þörf á því að sækja þekkingu aðkeyptra sérfræðinga. Því ætti það að vera jafngott merki um bata þegar þessar greinar taka við sér á ný. Hagstofan birtir upplýsingar um veltu í fjölmörgum greinum á tveggja mánaða tímabili byggt á upplýsingum úr virðisaukaskattskýrslum. Kosturinn við þessar upplýsingar er sá, að þær koma tiltölulega ferskar inn á vef Hagstofunnar og gætu því verið góð vísbending um bjartsýni í fyrirtækjarekstri. Sem kunnugt er hefur fjárfesting verið lítil í fastafjármunum allt frá kreppu. Þess vegna er það ánægjulegt að sjá á myndinni að fyrirtæki eyða sífellt meiri peningum í ráðgjöf af ýmsu tagi. Hún er eðli málsins samkvæmt mannfrekari en mannvirkjagerð og kemur því fyrr fram í tölum um atvinnustig eða kaupmátt en til dæmis gangagerð. Þess vegna gæti kreppa verið rétti tíminn til þess að ráðast í stór hugbúnaðar- eða hönnunarverkefni, að því gefnu að þörf sé á afurðunum. Verkfræðingar standa vel Eftir því er tekið hve vel rekstur verkfræðistofa hefur gengið frá hruni. Forstjóri Mannvits, stærstu verkfræðistofunnar, var valinn maður ársins í viðskiptalífinu af Frjálsri verslun árið 2011. Það vakti athygli og hefði verið óhugsandi á árum áður. Veltan í þessum geira var tæplega 3 milljarðar króna á mánuði síðastliðið ár og fór vaxandi (á föstu verðlagi) nær allt tímabilið þó svo að nokkrar árstíðasveiflur séu. Á fyrsta tímabili ársins 2012 er veltan um 50% meiri en fyrir tveimur árum. Talað hefur verið um gósentíð endurskoðenda og lögfræðinga eftir hrun, einkum þeirra sem komist hafa í feitt í þrotabúum banka eða annarra fyrirtækja. Því mætti ætla að úr vinnu drægi hjá þessum stéttum eftir því sem lengra líður frá hruni. Myndin sýnir að svo er ekki. Þvert á móti var velta hjá þessum stéttum um 20% meiri að raungildi í upphafi árs 2012 en hún var tveimur árum fyrr. Veltan í heild er um 3,5 til 4,0 milljarðar króna í mánuði hverjum. Sumrin virðast vera nýtt til golfiðkana fremur en ráðgjafar m.v. lækkun á tekjum Tímabil: jan-feb 2010 til jan-feb 2012. Heimild: Hagstofa Íslands á því tímabili. Það er eðlilegt, en þó vekur athygli að ekki er að sjá sambærilega lækkun hjá tækniráðgjöfum á sumrin. Meira fé í auglýsingagerð Rannsóknir þeirra Gylfa Zoega og Kára S Friðrikssonar (sjá 19. tbl. Vísbendingar 2011) sýndu að fjöldi auglýsinga í dagblöðum virtist gefa mjög góða hugmynd um hvert stefndi í efnahagskerfinu með um sex mánaða fyrirvara. Benda má á að auglýsingavenjur breytast nú um heim allan og því kann gildi þessa hagvísis að minnka. Því er gagnlegra að sjá hve miklu fyrirtæki eyða í auglýsingagerð og markaðsrannsóknir. Ef horft er á janúartölur eru þær 14% hærri árið 2011 en 2010 og 23% hærri árið 2012 en 2010. Velta í þessum greinum er milli 1,0 og 1,4 milljarðar á mánuði. Fyrirtæki auglýsa meira þegar þau eru bjartsýn á sölu en þegar þau búast við ládeyðu á markaði. Þannig sýnir samdráttur í kaupum á auglýsingum ekki bara aðhald heldur líka svartsýni um sölu á næstu mánuðum. Aukið fé í auglýsingar sýnir að forráðamenn fyrirtækjanna hyggja á nýja landvinninga. Í öllum greinunum er veltan minnst eftir áramót og á sumrin. Hið síðarnefnda er eðlilegt vegna sumarfría, en lítil kaup á ráðgjafaþjónustu í ársbyrjun kunna að endurspegla áramótaheit um sparnað, heit sem menn átta sig fljótlega á að ekki eru endilega skynsamleg. Það er ánægjulegt að sjá hve mjög ráðgjafarfyrirtækin hafa sótt í sig veðrið að undanförnu. Það bendir til þess að bjartari tíð geti verið framundan. Aukinn kraftur í auglýsingar sýnir að forráðamenn fyrirtækjanna hyggja á nýja landvinninga Ljúfir vorboðar? Miklu máli skiptir að sjá hvenær kreppa hefur náð lágmarki og rofar til á ný. Þjóðarbúið stækkaði vissulega á liðnu ári og hagvöxtur mældist um 3%. Sá hagvöxtur var að miklu leyti byggður á hærra fiskverði og makrílveiðum, auk nokkurrar fjölgunar á ferðamönnum. Hins vegar hefur það ekki gerst sem flestir bjuggust við að ný tækifæri myndu skapast á landinu vegna þess að samkeppnisstaðan hefur batnað með mjög veiku gengi krónunnar. Aukin eftirspurn eftir ráðgjafaþjónustu gæti bent til þess að nú væri batinn að koma fram í fleiri greinum þannig að þjóðfélagið rétti úr kútnum á ný en batinn sé ekki bundinn við einstakar greinar.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.